Bæjarstjóri með vinnustöð á Flateyri fimmtudaginn 10. apríl

Sigríður Júlía bæjarstjóri og Bryndís, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, verða með vinnustöð í Skúrinni á Flateyri á fimmtudaginn, 10. apríl, frá kl. 13-15.

Íbúum er velkomið að kíkja við í kaffi og spjall en einnig er hægt að bóka viðtalstíma með því að senda póst á sigridurjulia@isafjordur.is.