Ársskýrslur safna í Safnahúsinu 2024

Ársskýrslur bókasafnsins, héraðsskjalasafnsins, ljósmyndasafnsins og Listasafns Ísafjarðar fyrir árið 2024 eru komnar út.
Í skýrslunum er farið yfir starfsemi ársins hjá söfnunum, sem öll eru með starfsemi í Safnahúsinu á Ísafirði. Árið 2024 markaðist af miklum framkvæmdum í Safnahúsinu, sem stefnt er að að klára í tæka tíð fyrir 100 ára afmæli hússins þann 17. júní 2025. Undirbúningur afmælisdagskrár hússins er í fullum gangi og verða fjölbreyttir viðburðir vegna afmælisins út árið.
Bókasafnið Ísafirði
Á árinu 2024 störfuðu fimm starfsmenn á bókasafni og fjöldi stöðugilda var samtals 2,55, líkt og áður. Forstöðumaður er Edda Björg Kristmundsdóttir.
Lykiltölur úr rekstri bókasafnsins 2024 (2023):
- Útlán: 11.058 (10.370) þar af Rafbókasafnið 1.046 (323)
- Millisafnalán: Fengið 30 (10) / sent 15 (3)
- Heimsóknir leikskólabarna, skipulagðar: 1 (0)
- Heimsóknir grunnskólabarna, skipulagðar 2 (2)
- Afgreiðslustundir á viku: 33 (33)
- Safnkostur skráður í Gegni í árslok: 58.553 (58.113)
- Sumarlestur, þátttakendur 38 (45)
Aðföng á árinu voru 825 og afskráður safnkostur var 379.
Framkvæmdir
Haldið var áfram með framkvæmdir í rýmum safnsins og meðal annars var unglingaherbergi á 1. hæð tekið í gegn. Framkvæmdir í kjallara Safnahússins tóku mestan hluta ársins en þann 16. október 2024 var hægt að flytja í geymsluhluta kjallarans. Mánuði síðar voru allar bækur komnar í hillur.
Viðburðir
- Reglulegir foreldramorgnar
- Bókaklúbbur hittist átta sinnum
- Bókaspjall
- Veturnætur
- Sáning og skiptimarkaður á fræjum
- Rithöfundaheimsóknir
Ársskýrsla Bókasafnsins Ísafirði
Listasafn Ísafjarðar
Listasafnið var formlega stofnað árið 1963 og er hluti af Safnahúsinu á Eyrartúni. Árið 2024 var Minningarsjóður Jóns Þorkels og Rögnvalds Ólafssonar lagður niður og eignir hans færðar yfir til sveitarfélagsins. Á árinu 2024 var einn starfsmaður við Listasafn Ísafjarðar, í 50% stöðugildi sérfræðings. Forstöðumaður er Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Alls voru níu sýningar árið 2024, þar af fjórar í sýningarsal og fimm á göngum Safnahússins.
Helstu sýningar:
- Birting – úr safneign, öll verk eftir konur.
- Haminn neisti – eftir Ragnhildi Láru Weisshappel, opnuð með viðveru forseta.
- Framtíðarfortíð – samstarfssýning með Listasafni Íslands.
- Allt mögulegt – eftir Sigurð Atla Sigurðsson.
Safneign:
Um 200 verk eru í eigu safnsins. Árið 2024 var safnkosturinn skráður upp á nýtt í þrjú flokkuð söfn (A-safn, B-safn, Munasafn). Nokkrar skemmdir eru á verkum safnsins sem fyrst og fremst má rekja til slæmra geymsluaðstæðna. Viðgerðir á verkum eru í áætlun fyrir 2025.
Fræðsla og miðlun:
Nokkrum sinnum var tekið á móti nemendum frá Menntaskólanum á Ísafirði, auk þess sem boðið var upp á, námskeið fyrir kennara á svæðinu og leiðsagnir fyrir ferðamenn. Þá hélt starfsmaður safnsins erindi í Vísindaporti Háskólasetursins. Áfram var haldið með vinnu við aukinn sýnileika safnsins á samfélagsmiðlum og vef.
Ársskýrsla Listasafns Ísafjarðar
Héraðsskjalasafnið Ísafirði
Héraðsskjalasafnið var stofnað árið 1952 og þjónustar Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp. Safnið er rekið í Safnahúsinu en er einnig með geymslu í Sindragötu 11 á Ísafirði. Á árinu 2024 voru starfsmenn sjö talsins fram í október þegar þeim fækkaði niður í fimm. Héraðsskjalavörður er Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Skjalastarf:
- 195 fyrirspurnir skráðar.
- 28 afhendingar skjala á árinu.
- Mikil vinna við flokkun og skráningu eldri afhendinga sem geymdar voru ófrágengnar í áratugi.
Miðlun:
Vaxandi áhersla er á stafræna miðlun og aðgengi.
- 59 bækur aðgengilegar á skjalasafn.isafjordur.is.
- Sóley – handskrifað blað Ársólar – gert stafrænt og aðgengilegt.
- Sóknarmannatöl skráð áfram – 31 bók skráð 2024.
Fræðsla og viðburðir:
Meðal viðburða má nefna að herra Guðni Th. Jóhannesson flutti erindi í Safnahúsinu um fiskveiðilögsöguna. Þá sóttu starfsmenn fjölmörg námskeið og ráðstefnur, til dæmis í Skálholti og Þjóðskjalasafni. Samstarf var við arkitekta, skóla og hópa í fræðslu og kynningu.
Ljósmyndasafnið Ísafirði
Ljósmyndasafnið hefur verið sjálfstæð stofnun frá árinu 2003 en var áður hluti af Skjalasafninu. Hlutverk þess er söfnun, skráning, varðveisla og miðlun ljósmynda, til dæmis filmur, glerplötur og myndir. Starfsfólk er hluti af heildarteymi Skjalasafnsins, 4,3 stöðugildi, og eru verkefni oft unnin í samstarfi við Skjalasafnið.