Alheimshreinsunardagur á laugardag

Alheimshreinsunardagurinn verður haldinn í 150 löndum á laugardag og hvetur Ísafjarðarbær íbúa til að „plokka“, eins og það hefur verið kallað, þ.e.a.s. að týna rusl á víðavangi. Starfsmenn áhaldahúss munu staðsetja stóra strigapoka við neðangreinda staði þar sem plokkarar geta skilið eftir ruslið sem safnast.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga, vinahópa eða vinnustaði til að bæta sitt nærumhverfi og náttúru.

Söfnunarpokar verða staðsettir hér:

Ísafjörður

 • Bensínstöð N1
 • Krók
 • Edinborg bílastæði
 • Holtahverfi við Stórholt
 • Holtahverfi við Árholt/Djúpveg
 • Tunguhverfi við Bónus
 • Tunguhverfi við Fífutunga

Hnífsdalur

 • Við Kapellu
 • Við Félagsheimili

Suðureyri

 • Við Klofning
 • Við bensínstöð
 • Við Grunnskólann á Suðureyri

Flateyri

 • Bensínstöð
 • Við Grunnskóla Önundarfjarðar
 • Við Túngata/Hafnabakki

Þingeyri

 • Við Grunnskólann á Þingeyri
 • Hjá Blábanka
 • Við Þingeyrarlaug

Dreifbýli

 • Við Holt í Önundarfirði
 • Við Mýrarkirkju í Dýrafirði