Álagningarhlutfall útsvars 2024 hækkað í 14,97%

Bæjarstjórn hefur samþykkt hækkun álagningahlutfalls útsvars fyrir árið 2024 um 0,23%, þannig að það verði 14,97%, í samræmi við samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um sama hlutfall og hefur breytingin því ekki áhrif á heildarstaðgreiðslu íbúa.

Fjárhagsrammi lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk verður 1,69% útsvarshlutfall en þar af renna 0,25% til viðkomandi sveitarfélaga en 1,44% í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. 0,235% af innheimtum skatttekjum ríkisins renna jafnframt í Jögnunarsjóð til jöfnunar vegna þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk.