Afgreiðsla Ísafjarðarbæjar flytur aftur í Stjórnsýsluhúsið

Afgreiðsla Ísafjarðarbæjar og skrifstofur stjórnsýslu- og fjármálasviðs flytja aftur í Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði mánudaginn 19. janúar.

Vegna flutninganna verður afgreiðslan lokuð á mánudeginum en opnar aftur kl. 10 þriðjudaginn 20. janúar.