Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025–2050: Opið hús í öllum byggðarkjörnum
Íbúum Ísafjarðarbæjar er boðið á opið hús þar sem kynnt verður staða og framvinda vinnu við Aðalskipulag 2025–2050.
Vinna vinnuhóps aðalskipulagsins er vel á veg komin og stefnt er að því að leggja fram vinnslutillögu næsta sumar. Á opna húsinu gefst tækifæri til að kynna sér verkefnið, koma á framfæri ábendingum og ræða hugmyndir um skipulag og þróun sveitarfélagsins á næstu áratugum. Markmiðið er að tryggja gott samráð við íbúa og því eru íbúar hvattir til að fjölmenna. Á staðnum verður Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008–2020 og leiðarljós og markmið fyrir nýja aðalskipulagið 2025–2050.
Opnu húsin verða sem hér segir:
- Flateyri:
18. nóvember kl. 14–17 í Skúrinni - Suðureyri:
19. nóvember kl. 14–17 í Sunnuhlíð - Hnífsdalur:
25. nóvember kl. 14–17 í félagsheimilinu - Þingeyri:
26. nóvember kl. 14–17 í Blábankanum - Ísafjörður:
2. desember kl. 13–17 í fundarsal á 4. hæð Stjórnsýsluhúss
Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulags- og umhverfisfulltrúi, og Helga Þuríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði, munu kynna vinnuna og svara spurningum.