8 milljónum úthlutað úr styrktarsjóði Hafna Ísafjarðarbæjar

Styrktarsjóður Hafna Ísafjarðarbæjar hefur nú úthlutað styrkjum í annað sinn en úthlutunarnefnd lauk störfum fyrr í vikunni. Í ár hafði sjóðurinn yfir 8.000.000 að ráða til úthlutunar sem er þriggja milljóna króna aukning frá fyrra ári. 

Mikil ásókn var í sjóðinn, en 61 umsókn barst þar sem sótt var um fyrir rúmar 36 milljónir króna. Til gamans má geta að á síðasta ári voru umsóknir 22. Breytingar urðu á úthlutunarreglum á milli ára en í fyrra styrkti sjóðurinn aðeins viðburði, en í ár var einnig hægt að sækja um vegna samfélags- og fegrunarverkefna, flestar umsóknir voru þó á sviði viðburða. 

Úthlutunarnefnd mat umsóknir og í kjölfarið var ákveðið að veita eftirfarandi 38 verkefnum styrk:

Styrkir í flokki viðburða

Götuveislan á Flateyri (Bjsv. Sæbjörg er fjárhirðir)

Götuveislan á Flateyri 2025

viðburður

300,000

kol og salt ehf

Samtímalist á Ísafirði – reglulegar leiðsagnir og bæklingur

viðburður

300,000

Nefnd Dýrafjarðardaga

Dýrafjarðardagar

viðburður

300,000

Árni Heiðar Ívarsson

Trúbadorar á torginu

viðburður

300,000

Jóngunnar Biering Margeirsson

Tónar úr torfbænum – á Dokkunni Brugghúsi

viðburður

300,000

Sandra/Snadra ehf

Rythmískar tvíhliða teikningar

viðburður

250,000

Lýðskólinn á Flateyri

Græjum þetta! - Viðgerðarhátíð Flateyrar

viðburður

240,000

Við Djúpið, félag

Tónlistarhátíðin Við Djúpið

viðburður

200,000

Act alone

Act alone á Suðureyri 2025

viðburður

200,000

Hákon Ari heimisson

íshátið Gadds

viðburður

200,000

Katla Vigdís Vernharðsdóttir

Sjómannadagurinn á Suðureyri

viðburður

200,000

Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Íslenskir tónar í Neðsta með Denna

viðburður

200,000

Edinborgarhúsið

Jazzhátíð í ágúst

viðburður

200,000

The Pigeon International Film Festival

The Pigeon International Film Festival

viðburður

200,000

María Lárusdóttir

Steinamálun

viðburður

200,000

Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða

Sumarleikhús Kómedíuleikhússins

viðburður

200,000

Rajath Raj

Find the Gap ( working title)

viðburður

200,000

Íris Ösp Heiðrúnardóttir

Bollafaktorían - útistúdíó

viðburður

150,000

Byggðasafn Vestfjarða

Vestfirskir jólasveinar

viðburður

150,000

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Ótti umbreytist í skugga

viðburður

150,000

Lýðskólinn á Flateyri

Blíðan - Sumarhátíð Lýðskólans á Flateyri

viðburður

150,000

Greta Lietuvninkaitė

"Write it Out: A writing session with local authors"

viðburður

110,000

Edinborgarhúsið

Afmælissýning Slunkaríkis

viðburður

100,000

Byggðasafn Vestfjarða

Gömlu jólalögin

viðburður

100,000

Jóngunnar Biering Margeirsson

Útgáfutónleikar Hljómóra í Hömrum

viðburður

100,000

Andri Pétur Þrastarson

Gosi - Tónleikar

viðburður

100,000

Styrkir í flokki fegrunarverkefna

Blómahornið blómaskreytingarþjónusta

Blómasæti Ísafjarðar

fegrunar

600,000

Heiðrún Ólafsdóttir

Ljóðvarnargarðar

fegrunar

500,000

Litla netagerðin

Litla netagerðin og litaleiðin – tenging hafnar, lista og samfélags

fegrunar

250,000

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Speglar þorpsins

fegrunar

200,000

Fjólubláa Húfan ehf.

Merking Norðurpólsins

fegrunar

100,000

Styrkir í flokki samfélagsverkefna

Leiklistarhópur Halldóru ehf

Leiklistarnámskeið fyrir börn

samfélags

250,000

Björgunarsveitin Dýri

Endurnýjun björgunarbíls

samfélags

200,000

Litla netagerðin

List án landamæra í litlu netagerðinni

samfélags

200,000

Sunna Reynisdóttir

Ungbarnaróla í Minningargarðinn

samfélags

200,000

Litli leikklúbburinn

Litli leikklúbburinn

samfélags

150,000

Leikfélag Flateyrar

Leiklistarnámskeið á Flateyri

samfélags

150,000

Íþróttafélagið Grettir

Uppfærsla á búnaði til æskulýðsstarfs og lýðheilsueflingar

samfélags

100,000

Þökkum við kærlega frábærar viðtökur og öllum þeim sem sendu inn umsókn og óskum styrkþegum innilega til hamingju!