546. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn kemur saman til 546. fundar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156
Tillaga frá 645. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldin 23. janúar 2025, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Viðbygging við stúku á Torfnesvelli - sjoppa - 2024100001
Tillaga frá 1312. fundi bæjarráðs, en fundur var haldin 3. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki samning Ísafjarðarbæjar og Knattspyrnudeildar Vestra yngri um byggingu viðbyggingar við áhorfendastúku á Torfnesvelli, og afnot hennar í kjölfar byggingar.

3. Aldrei fór ég suður - endurnýjun samnings 2025 - 2025010203
Tillaga frá 1312. fundi bæjarráðs, en fundur var haldin 3. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á framlögðum samningi Ísafjarðarbæjar við Aldrei fór ég suður en núgildandi samningur rann út um síðustu áramót.

4. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2024-2025 - 2025010229
Tillaga frá 1312. fundi bæjarráðs, en fundur var haldin 3. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki tillögur um sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar.

5. Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn veiti Örnu Láru Jónsdóttur lausn frá störfum sínum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hennar eigin ósk til loka kjörtímabils, með vísan til heimildar í 2.mgr. 30. gr sveitastjórnarlaga nr. 38/2011.

Fundargerðir til kynningar

6. Bæjarráð - 1310 - 2501013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1308. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 6. janúar 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.

7. Bæjarráð - 1311 - 2501020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1311. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. janúar 2025.
Fundargerðin er í 12 liðum.

8. Bæjarráð - 1312 - 2501024F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1312. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. febrúar 2025.
Fundargerðin er í sex liðum

9. Hafnarstjórn - 258 - 2501016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 258. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 23. janúar 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 645 - 2501010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 645. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. janúar 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.

11. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 17 - 2501008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. janúar 2025.
Fundargerðin er í sex liðum.