Tillaga að deiliskipulagi Tjarnarreits á Þingeyri

Ísafjarðarbær auglýsir deiliskipulag Tjarnarreits á Þingeyri.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 5. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Tjarnarreits á Þingeyri, skv. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Hafnargötu, Vallargötu og Hlíðargötu. Á svæðinu eru tvær spennistöðvar, kirkjugarður með geymsluhúsi, dvalarheimili aldraðra og heilsugæsla, gistiheimili og þrettán íbúðir. Markmið er að skilgreina lóðir og byggingarreiti, breyta götum og göngustígum og setja fram nýjar kvaðir innan Tjarnarreits.

Tillagan er aðgengileg hér á vefnum og á bæjarskrifstofu.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. mars 2021 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á heidajack@isafordur.is.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Greinargerð