Tillaga að deiliskipulagi – tengivirki í Breiðadal í Önundarfirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum 4. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem Verkís ehf. vann fyrir Landsnet, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýtt yfirbyggt tengivirki á lóð 1, í landi Veðrarár-Ytri L141031. Áformin samræmast núgildandi aðalskipulagi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Ennfremur er markmiðið að gera umhverfið snyrtilegt vegna sýnileika svæðisins.

Fylgigögn eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð frá október 2021.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á umhverfis- og eignasvið, 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði eða með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is í síðasta lagi 28. febrúar 2022.

Deiliskipulagsuppdráttur

Greinargerð