Sýning og ráðstefnu um tengsl við Grænland

Boðið verður upp á sýningu og ráðstefnu um tengsl Íslendinga og Grænlendinga á föstudag og laugardag. Sýningin „Grænlendingar á Ísafirði árið 1925“ verður opnuð í Safnahúsinu og strax á eftir verður kvikmyndin Sumé, the Sound of Revolution sýnd í Ísafjarðarbíói.

Degi síðar verður haldin ráðstefna í Edinborgarhúsi þar sem tekur til máls meðal annarra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Dagskrá má sjá hér að neðan, en nánar má lesa um viðburðina á heimasíðu Safnahússins, https://www.safnis.is/is/ws-news/-12/

 

Föstudagur 15. júní

Kl. 16:00. Jóna Símonía Bjarnadóttir. Opnun sýningarinnar, Grænlendingar á Ísafirði árið 1925.

Kl. 17:30. Kvikmyndasýning í Ísafjarðarbíó. Kvikmyndin Sumé, the Sound of Revolution. Leikstjóri Inuk Silis Høegh

Kl. 18:30. Móttaka á vegum bæjarins, ávarp bæjarstjóra Ísafjarðar.

Dines Mikaelsen, Tasiilaq. Austur-Grænland, næsti granni Íslendinga.

 

Laugardagur 16. júní

Ráðstefnan, Hvernig grannar erum við?

Ath. Erindi verða ýmist flutt á dönsku, ensku eða íslensku

Kl. 9:30. Guðmundur Hálfdanarson. Setning

Kl. 9:40. Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ávarp forsætisráðherra

Kl. 10:00. Sumarliði R. Ísleifsson. Hvað geta myndirnar frá Grænlandsheimsókninni árið 1925 sagt okkur?

Kl. 10:30. Erik Gant. Sögulegar fjölskyldumyndir frá Ittoqqortoormiit

Kl. 11:00. Hlé, hressing

Kl. 11:15. Guðfinna Hreiðarsdóttir. Minningin um heimsóknina frá Grænlandi 1925

Kl. 11:45. Guðmundur Hálfdanarson. Danmörk, Grænland, Ísland og fullveldið

Kl. 12:15. Natuk Lund Olsen. Leiðin til sjálfstæðis og staða Grænlands í samtímanum

Kl. 12:45. Hádegisverður og hlé til kl. 14:30. Leiðsögn um bæinn

Kl. 14:30. Iddimanngiiu Jensen Bianco. Vest-norrænt samstarf um ferðamál

Kl. 15:00. Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir. Ferðamálin og samstarf yfir Grænlandssund

Kl. 15:30. Ann-Sofie Nielsen Gremaud, Samtímalist sem hvati nýrrar orðræðu á Íslandi og Grænlandi

Kl. 16:00. Hrafn Jökulsson. Menningarsamstarf Íslands og Austur-Grænlands

Kl. 16:30. Pallborð um samtalið á milli Íslands og Grænlands. Umsjón Guðmundur Hálfdanarson. Þáttakendur Ann-Sofie Nielsen Gremaux, Dines Mikalesen, Hrafn Jökulsson, Sumarliði R. Ísleifsson, Natuk Lund Olsen

Kl: 17:15. Málþingslok. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Sumarliði R. Ísleifsson

Um kl. 18:00. Boðið upp á kajakferðir. Borea Adventures

Aðstandendur og stuðningsaðilar

Safnahúsið á Ísafirði, Byggðasafn Vestfjarða, Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar, Háskóla Íslands, Námsleið í hagnýtri menningarmiðlun, Háskóla Íslands.

Stuðningur: AirIcelandConnect, Norland Air, Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar, Háskóla Íslands, Vestnorræni höfuðborgarsjóðurinn, Safnasjóður, Uppbyggingasjóður Vestfjarða, 100 ára fullveldi Íslands.