Stígar og gönguleiðir fá nöfn

Rúnustígur, milli Hnífsdals og Ísafjarðar.
Rúnustígur, milli Hnífsdals og Ísafjarðar.

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögur um nöfn á stíga og gönguleiðir sem hingað til hafa verið óskráð, óformleg eða vantað með öllu. 

Ferlið hófst sumarið 2024 þegar kallað var eftir tillögum frá íbúum að nöfnum á ýmsa stíga. Hverfaráð á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri fengu síðan drög að nöfnum til umfjöllunar. 

Sjö stígaheiti bætast við á Flateyri, fimm í Hnífsdal, 21 á Ísafirði, fimm á Suðureyri og fimm á Þingeyri.

Nöfnin verða send Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og birt í kortasjá Ísafjarðarbæjar auk þess sem þau hafa verið sett inn á opna kortakerfið OpenStreetMap.

 

Flateyri

Vatnsveituvegur
Frá hesthúsunum upp í dal.
Vatnslögnin frá Klofningsdal að Eyrarhjalla liggur eftir þessari leið.

Klofningsvegur
Vegur í norðvestur frá Flateyri.
 

Klofningsstígur
Frá veginum niður að klettinum Klofningi.

Klofningshryggur
Frá vegi fyrir ofan klettinn Klofning og talsvert upp dalinn.

 Kornbakur
Þvergarður í snjóflóðavörnum.
Kornbakur er nefndur í örnefnalýsingu Eyrar, sem efsti hluti túna Eyrar mitt á milli hryggjanna.

 

Bæjarhryggur
Langgarður í snjóflóðavörnum.
Vísar til Innra-Bæjargils, sem safnar snjó sem garðurinn veitir skjól fyrir.

Eyrarhryggur
Innri langgarður í snjóflóðavörnum.

Hnífsdalur

Dalvegur
Stígur eða vegur frá Heiðarbraut inn að stíflu.

Vatnsstígur
Frá rækjuverksmiðju inn að ristarhliði.
Liggur ofan á gamalli vatnsleiðslu.

Vallastígur
Frá björgunarsveitarhúsi, yfir ána og upp á Skólaveg.
Liggur yfir Hólavelli og meðfram Árvöllum.

Rúnustígur
Stígur frá Hnífsdal til Ísafjarðar.
Eftir Sigrúnu Jónu Guðmundu Sigurðardóttur sem hjólaði eða gekk þessa leið daglega í mörg ár.

Bollastígur
Stígur frá Hólavallagötu yfir á Bakkaveg með krókum.
Stígurinn liggur yfir tún sem kölluð voru Bolli og Ausa.

Ísafjörður

Sundastígur
Malbikaður stígur fyrir aftan Sundstræti.

Brimbrautin
Malbikaður stígur fyrir utan Fjarðarstræti.
Nafnið er notað af starfsfólki og nemendum GÍ, auk þeirra Ingólfs Eggertssonar og Guðna Ásmundssonar, sem fóru daglega í gönguferð um stíginn.

Skutli
Stígur frá hringtorgi að Holtahverfi.

Grænagarðsstígur
Stígur frá Skíðavegi í boga fyrir ofan Grænagarð.

Seljalandsstígur
Gamli Seljalandsvegurinn frá Skíðavegi að Brúarnesti.

Skíðheimastígur
Stígur upp í varnargarð.

Tungustígur
Stígur frá Tunguhverfi inn að Tungudalsvirkjun.

Múlastígur
Frá afleggjara nálægt golfskála yfir varnargarð og inn í Karlsárskóg.

Karlsárstígur og Litli Karlsárstígur
Frá Skíðavegi niður að Múlalandi. Einnig lítill stubbur niður að Seljalandsstíg.

Lundarstígur
Stígur í gegnum Stórurðarlund niður að snjóflóðavarnargarði fyrir ofan Urðarvegsblokkir.

Stakkaneshryggur
Gata úr Stórurðarlundi að gömlu námunni fyrir ofan Grænagarð.

Urðarstígar
Stígar á og ofan varnargarða.
Stígar ofan á varnargörðum og ofan við varnargarða eru báðir innifaldir í nafninu.

Stórurðargarður
Stígur upp leiðigarð við Stórurðarlund.

Stórurðarstígur
Slóði fyrir ofan Stórurðarlund að útsýnisstað á leiðigarði.

Valhallarstígur
Frá Tungudalsvirkjun upp á bílastæði við skíðasvæði.

Lenustígur
Stígur frá Lenulundi að Simsongarði.

Skógarstígur
Stígur gegnum Tunguskóg upp á skíðasvæði.

Stórholtsstígur
Stígur ofan eða ofan á varnargarði við Holtahverfi. Einnig upp að Vegagerð.

Torfnesstígur
Stígur frá Urðarvegi niður á Seljalandsveg og þaðan niður að íþróttasvæði.

Holtastígur
Stígur milli efra og neðra hverfis í Holtahverfi.

 

Stakkanesstígur
Stígur milli Seljalandsvegar og Stakkaness.

Suðureyri

Lónsstígur
Umhverfis lónið.

Himnastígur
Stígur frá lóni, ofan byggðar að Hjallavegi.

Eyrarstígur
Stígur meðfram sjónum að Klofningi.

Leynistígur
Stígur frá tjörn upp á Hlíðarveg.

Flugvallarstígur
Stígur frá Hjallabyggð, út flugvöll og niður á veg.

Þingeyri

 

Vatnsveitustígur
Stígur ofan byggðar frá Hlíðargötu.

Sneiðingastígur
Stígur ofan byggðar.
Svæðið vestan við heitir Sneiðingar.

Sandafellsstígur
Stígur frá gamla þjóðvegi fyrir aftan Sandafell.

Byggðarendabót
Frá Vallargötu, gegnum víkingasvæðið og að Hafnarstræti.

Búðatóftir
Óformlegur stígur frá kirkju upp að Vallargötu.
Þarna undir eru friðlýstar fornar búðatóftir frá Þingeyrarþingum til forna.