Slysavarnardeildin í Hnífsdal gefur GÍ búnað fyrir fyrstu hjálp

Gunnar Bjarni ritari og Ómar Örn formaður Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal afhenda Kristjáni Ingas…
Gunnar Bjarni ritari og Ómar Örn formaður Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal afhenda Kristjáni Ingasyni skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði búnaðinn.

Á miðvikudaginn færði Slysavarnardeildin í Hnífsdal Grunnskólanum á Ísafirði búnað fyrir fyrstu hjálp sem kennarar geta gripið með í fjallgöngur eða aðra afþreyingu fjarri byggð.

Allir bekkir grunnskólans fara í fjallgöngur í upphafi haustannar og í tveimur af göngum haustsins hafa orðið minni háttar óhöpp þar sem kalla þurfti til aðstoðar björgunarsveita á svæðinu. 

Í frétt frá slysavarnardeildinni segir að því sé fagnað að börn fái að kynnast náttúrunni í nærumhverfi sínu með fjallgöngunum en slysin geti þó alltaf gerst og þá er gott að geta gripið í búnaðinn, þó vonast sé til að þess gerist aldrei þörf.