Síðustu forvöð að hirða lausamuni á Suðurtanga

Fyllingarsvæðið á Suðurtanga.
Fyllingarsvæðið á Suðurtanga.

Dýpkun við Sundabakka hefst um miðja næstu viku og því eru síðustu forvöð að fjarlægja allan búnað, lausamuni og drasl af opnum svæðum á Suðurtanga nú um helgina, 12.-13. nóvember.

Eigendur veiðarfæra, bátakerra, fiskeldishringja, fiskeldisnóta og annarra lausamuna eru hvattir til að taka strax til hendinni og fjarlægja það sem er fyrir á svæðinu til að koma í veg fyrir að búnaði verði fargað.

Lausamunir sem verða eftir á svæðinu þann 14. nóvember verða fjarlægðir og settir í förgun.

Fyrri auglýsing um hreinsun