Auglýsing um skipulagslýsingu fyrir tvö svæði í Önundarfirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur heimilað að skipulagslýsing fyrir tvö deiliskipulagssvæði í Önundarfirði verði auglýst skv. 40 gr. skipulagslaga. Svæðin eru annars vegar Selakirkjuból 2-4 og hinsvegar Breiðadalur Neðri 4 og Breiðadalur 2 Innsta Bæ.

Landeigendur áforma byggingu frístundahúsa á jörðunum Selakirkjubóli 2-4 (L141050), Breiðadal Neðri 4 (L141041) og Breiðadal 2 Innsta Bæ (L141038) í Önundarfirði. Gert er ráð fyrir allt að þremur frístundahúsum á hverri jörð, samtals níu hús.

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 14. apríl 2022 á skipulag@isafjordur.is.

Lýsing: Breiðadalur Neðri 4 og Breiðadalur 2  

Lýsing: Selakirkjuból 2-4


Hvað er skipulagslýsing?

Í upphafi vinnu að skipulagi er tekin saman lýsing fyrir verkefnið þar sem gerð er grein fyrir tildrögum skipulagsvinnunnar og hvernig fyrirhugað er að standa að skipulagsgerðinni. Lýsingin er þannig eins konar verkáætlun fyrir skipulagsgerðina.

Lýsingin er kynnt opinberlega og samtímis er leitað umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.

Helsta markmið skipulagslýsingar er að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar, þ.á.m. stjórnvöld, stofnanir og fagaðilar með sérþekkingu á hinum ýmsu sviðum, fái tækifæri til að kynna sér áformin strax í upphafi og geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við áætlunargerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur.