Ærslabelgurinn lúinn

Ærslabelgurinn vinsæli á Eyrartúni er loftlaus um þessar mundir og ítrekaðar tilraunir til viðgerðar hafa ekki borið árangur. Sólin hefur leikið dúkinn grátt sem gerir viðgerð erfiða en gera á lokatilraun á morgun 16. júlí til að bæta stóra rifu sem myndaðist. Byrjað er að leggja drög að innkaupum á nýjum belg ef þessi tilraun mistekst.

Við þökkum skilninginn.