552. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 552. fundar þriðjudaginn 6. maí kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2024 - 2025020192
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2024.
2. Aðkoma Ísafjarðarbæjar að íþróttasviði MÍ - 2025030190
Tillaga frá 1323. fundi bæjarráðs, sem haldinn var þann 28. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki samning sveitarfélagsins við Menntaskólann á Ísafirði, um stuðning við íþróttasvið MÍ, en samningurinn gildir 2025-2029.
3. Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 2025040163
Tillaga frá 1323. fundi bæjarráðs, sem haldinn var þann 28. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki að stofna nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, og að framlagt erindisbréfs verði samþykkt.
4. Frístundasvæði F21 í Dagverðardal, breyting á deiliskipulagi - 2025040135
Tillaga frá 651. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. apríl 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á uppdrætti í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fundargerðir til kynningar
5. Bæjarráð - 1323 - 2504019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1323. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 28. apríl 2025.
Fundargerðin er í 18 liðum.
6. Fjallskilanefnd - 18 - 2504016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar fjallaskilanefndar, en fundur var haldinn 22. apríl 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
7. Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 6 - 2504007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 11. apríl 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
8. Hafnarstjórn - 261 - 2504003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 261. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 16. apríl 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.
9. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 651 - 2504012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 651. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. apríl 2025.
Fundargerðin er í 14 liðum.