444. fundur bæjarstjórnar

444. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 24. október 2019 og hefst kl. 17:00

Dagskrá:

Almenn mál

1. Deiliskipulag - Ofanflóðavarnir í Hnífsdal - 2018060054

Tillaga 527. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. okt., sl. um að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við 40 gr. í VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

2. Umsókn um sumarhúsalóð, Tunguskóg 49 - 2019060008

Tillaga frá 527. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9.okt sl., um að Inga Steinunn Ólafsdóttir fái lóð við Tunguskóg nr.49 skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

3. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skeið 8 - 2019100014

Tillaga frá 527. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9.okt sl. um að Þórhallur B. Snædal f.h. Heiðarfells fái lóð við Skeiði 16, Ísafirði,skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Lóð nr. 8 við Skeiði hefur þegar verið úthlutað.

4. Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar - 2019090113

Tillaga 1078. fundar bæjarráðs frá 14. október sl., um að siðareglur fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar verði samþykktar.

5. Verklag vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanna - 2019090115

Tillaga 1078. fundar bæjarráðs frá 14. október sl., um að tillaga að verklagi vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanna verði samþykkt.

6. Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Tillaga 1079. fundar bæjarráðs frá 21. október sl., um að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu: 

„Bæjarstjórn samþykkir að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld, af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í og auglýstar eru á vef Ísafjarðarbæjar. Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. nóvember 2020. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og að lokaúttekt verði gerð innan árs frá úthlutun.“

7. Aðgerðir til fjölgunar íbúa og íbúða - 2018020026

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um aðgerðir til fjölgunar íbúa og íbúða: 

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að Ísafjarðarbær leggi til hlutafé í stofnun félags sem hafi þann tilgang að stuðla að nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. 
Félagið starfi með þeim hætti að kaupa álitlegar óbyggðar íbúðir sem skortur er á markaði og setji aftur á söluskrá þegar styttast fer í verklok byggingarframkvæmda. 
Í fyrsta áfanga hafi félagið heimild til að eiga allt að þrjár íbúðir á hverjum tíma. 
Lagt er til að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa félags í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. 
Í Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar sem kynnt var í nóvember 2018, er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um á bilinu 400 til 800 á á næstu 4-5 árum. 
Hærri talan miðast við miðspá II mannfjöldaspár sem nánar er komið að í skýrslunni og forsendur hennar gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis og aukna ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. 
Að gefnum forsendum er þörf á nýjum íbúðum í sveitarfélaginu 10-25 íbúðir ári á árabilinu 2019 - 2022 að gefnum forsendum um mannfjöldaþróun og lýðfræðilegar breytingar. 
Þátttaka bæjarfélagsins í að fjölga íbúðum er liður í því að styðja að áðurnefndar spár um fjölgun íbúa gangi eftir.“

8. Lóðir sem áður hýstu olíutanka - 2019100064

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista vegna lóða sem áður hýstu olíutanka:

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að Ísafjarðarbær haldi hugmyndasamkeppni um deiliskipulag í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, er taki til beggja olíulóðanna ásamt svæði neðan Edinborgarhúss og mögulegum tengslum við bátahöfnina.
Með þessu er hægt að taka tillit til þess sem m.a. var til umræðu í vinnu Pollnefndar. 
Lagt er til að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessarar samkeppni í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. 

Áratugalangri baráttu fyrir flutningi olíutanka úr Miðkaupsstað og Mjósundum er loks lokið og innan fárra missera verða þau svæði nothæf fyrir nýjar byggingar. Tækifæri er að skapa nýja bæjarmynd ásamt því að geta boðið upp á lóðir fyrir íbúðir með góðu og öruggu aðgengi í bland við húsnæði fyrir atvinnu- og þjónustustarfsemi nútímans. 

Brýnt er að skoða allt svæðið frá Edinborgarhúsinu og niður að Njarðarsundum og skapa þannig nýja ásýnd bæjarins frá höfninni séð, jafnframt því að gæta að núverandi götumynd Aðalstrætis og Suðurgötu.“

9. Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Lögð er fram tillaga Framsóknarflokksins um að Baldur Björnsson hættir sem aðalmaður í atvinnu- og menningarmálanefnd í hans stað kemur Kristján Þór Kristjánsson.

Fundargerðir til kynningar

10. Bæjarráð - 1078 - 1910010F 

Fundargerð 1078. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. október sl. Fundargerðin er í 18 liðum.

11. Bæjarráð - 1079 - 1910016F 

Fundargerð 1079. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 14 liðum.

12. Íþrótta- og tómstundanefnd - 200 - 1910011F 

Fundargerð 200. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. október sl., fundargerðin er í 6 liðum.

13. Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 15 - 1910006F 

Fundargerð 15. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 2 liðum.

14. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 527 - 1910003F 

Fundargerð 527. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.

15. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89 - 1909026F 

Fundargerð 89. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.