Vegagerðin — Þjónustufulltrúi í umferðarþjónustu

Hefur þú áhuga á því að hjálpa vegfarendum að komast örugglega ferðar sinnar, allt árið um kring?

Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar 1777 sér um að upplýsa vegfarendur um færð, ferðaveður og þjónustu á vegakerfinu. Alls starfa um 7 þjónustufulltrúar á umferðarþjónustunni sem staðsett er hjá Vegagerðinni í Dagverðardal. Starfið er vaktavinnustarf, unnið er á þrískiptum vöktum milli kl. 06:30-22:00 alla daga vikunnar, allt árið um kring.

Þjónustufulltrúar hafa jákvætt hugarfar, vinna þétt saman og geta haldið ró sinni í krefjandi aðstæðum. Þau eru lausnamiðuð, skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum ásamt því að búa yfir framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni. Umferðarþjónustuteymið samanstendur af öflugri liðsheild á breiðu aldursbili, með fjölbreytta menntun og bakgrunn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sér til þess að allar nauðsynlegar upplýsingar um breytingar á veðri, aðstæðum eða færðskili sér tímanlega til viðbragðsaðila og vegfaranda.

  • Þjónusta og miðlun til vegfarenda um færð og ferðaveður
  • Símasvörun á skiptiborði Vegagerðarinnar og í upplýsingasíma 1777
  • Meðhöndlun tilkynninga á umferdin.is, í smáskilaboðum og í tölvupósti
  • Ýmis tilfallandi verkefni 

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf æskilegt eða sambærileg menntun
  • Metnaður til að veita góða þjónustu
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvufærni
  • Þekking og áhugi á landafræði og veðurfræði, æskileg
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi
  • Geta til að starfa undir álagi og gott almennt heilbrigði
  • Öguð vinnubrögð og metnaður í starfi 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.

Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið. Hjá Vegagerðinni í Dagverðardal er góð vinnustaða, öflugt starfsmannafélag og fyrsta flokks mötuneyti.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.03.2025

Nánari upplýsingar veitir

Kristinn Þröstur Jónsson, kristinn.th.jonsson@vegagerdin.is

Sími: 5221619

Svanur Þorvaldsson, svanur.thorvaldsson@vegagerdin.is

Sími: 5221000

Er hægt að bæta efnið á síðunni?