Umhverfisstofnun — Sérfræðingur í vinnslu starfsleyfa

Umhverfisstofnun veitir fjölbreytta þjónustu og tekur ákvarðanir er varða umhverfisgæði og náttúruvernd. Teymi starfsleyfa og umsagna gegnir lykilhlutverki fyrir heilnæmi og verndun umhverfis. Stafræn þróun er áhersluverkefni hjá stofnuninni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Stofnunin er mönnuð öflugu fólki á starfsstöðvum um allt land.

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í vinnslu starfsleyfa fyrir mengandi starfsemi með áherslu á niðurdælingu koltvísýrings ásamt ritun umsagna, m.a. vegna umhverfismats. Stofnunin gefur út starfsleyfi fyrir rekstraraðila í starfsemi sem felur í sér losun mengandi efna og annars umhverfisálags. Útgáfa starfsleyfa byggir m.a. á löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins og stefnu stjórnvalda þar um. Starfið eru á sviði efna, starfsleyfa og veiðistjórnunar í teymi starfsleyfa og umsagna. Sérfræðingurinn mun einnig taka þátt í vinnu við endurskoðun laga og reglugerða og rýni verkefni annara sérfræðinga í teyminu.

Hvar má bjóða þér að vinna?

Um áramót mun auglýst starf tilheyra nýrri Umhverfis- og orkustofnun sem verður til úr hluta Umhverfisstofnunar og Orkustofnun. Hægt er að velja um staðsetningu þar sem ný stofnun verður með starfsstöðvar og stendur valið um Akureyri, Selfoss, Hvanneyri, Egilsstaði, Mývatnssveit eða Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og vinnsla starfsleyfisumsókna fyrir mengandi starfsemi

  • Samskipti við umsóknaraðila og samstarfsaðila

  • Umsagnir s.s. vegna umhverfismats framkvæmda og áætlana

  • Fjölbreytt greiningarvinna í verkefnum teymisins

  • Teymisvinna um verkefni og umbætur

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði jarðvísinda, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi, meistaragráða er æskileg

  • Þekking og/eða reynsla af jarðhitarannsóknum og/eða jarðhitavinnslu er kostur

  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er nauðsynlegt

  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum

  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur

  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Skúli Þórðarson sviðsstjóri, en Sverrir Aðalsteinn Jónsson teymisstjóri veitir einnig nánari upplýsingar um starfið auk Þóru Margrétar Pálsdóttur Briem mannauðsstjóra í síma 591 2000.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á mörgum starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Skúli Þórðarson, skuli.thordarson@umhverfisstofnun.is

Sími: 5912000

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, thora.m.briem@umhverfisstofnun.is

Sími: 5912000

Er hægt að bæta efnið á síðunni?