Stjórnsýslu- og fjármálasvið Ísafjarðarbæjar – Upplýsingafulltrúi
Stjórnsýslu- og fjármálasvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf upplýsingafulltrúa á skrifstofum Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða 100% starf. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í febrúar 2026, eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með innri og ytri upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins, og ber ábyrgð á þeim. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á framsetningu vefsíða, fréttaveitu, þjónustugáttar, samfélagsmiðla og annarra miðla og efnis sveitarfélagsins, svo og innleiðingu nýrra lausna og hugbúnaðar hvað varðar upplýsingamál. Upplýsingafulltrúi sinnir allri almennri upplýsingaþjónustu gagnvart viðskiptavinum, starfsfólki og stofnunum sveitarfélagsins. Upplýsingafulltrúi kemur að stefnumótun varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar.
Upplýsingafulltrúi kemur að menningarmálum sveitarfélagsins, situr fundi menningarmálanefndar, hefur yfirumsjón með verkefnum tengdum hátíðahöldum sveitarfélagsins, situr í teymi um menningarviðburði, sinnir verkefnum tengdum menningarstyrkjum, veitingu verðlauna til bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar og öðrum menningartengdum verkefnum. Upplýsingafulltrúi kemur að gerð fjárhagsáætlunar vegna menningar- og kynningarmála og framsetningu gagna vegna hennar.
Upplýsingafulltrúi ritar fundi hafnarstjórnar og leysir bæjarritara af við ritun funda bæjarstjórnar, bæjarráðs og menningarmálanefndar.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálsviðs.
Helstu verkefni
- Stefnumótun og framsetning upplýsinga- og kynningarmála í samráði við stjórnendur
- Kemur að stefnumótun varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar
- Umsjón með upplýsingamiðlum, þjónustugátt, heimasíðu og samfélagsmiðlum bæjarins til innri og ytri viðskiptavina
- Upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsfólk
- Gerð og dreifing fréttatilkynninga, aðstoð við greinaskrif og prófarkalestur
- Gerð auglýsinga og kynningar- og markaðsefnis, útgáfa og dreifing
- Samskipti við fjölmiðla, í samráði við stjórnendur
- Gerð eyðublaða og umsókna og samræming þeirra, uppsetning og birting gjaldskráa og samþykkta
- Yfirumsjón með viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélagsins
- Gerð fjárhagsáætlunar vegna viðburða og hátíða í sveitarfélaginu ásamt sviðsstjóra
- Ritun funda hafnarstjórnar, svo og bæjarstjórnar, bæjarráðs og menningarmálanefndar í afleysingum
- Móttaka viðskiptavina, afgreiðsla og leiðbeining í forföllum þjónustufulltrúa
- Önnur verkefni sem yfirmaður kann að fela honum og tengjast starfinu
Menntunar- og hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði upplýsingamiðlunar, blaðamennsku fjölmiðlunar, almannatengsla og/eða öðrum félagsvísindum
- Framúrskarandi vald á íslenskri tungu í mæltu máli og rituðu
- Mikil færni og reynsla í textagerð
- Starfsreynsla á sviði upplýsinga- og kynningarmála æskileg
- Starfsreynsla á vefumsjónarkerfi, grafíska myndvinnslu og umsjón samfélagsmiðla æskileg
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Sérstaklega rík þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Skipulagshæfni, vandvirkni, og nákvæmni
- Góð færni í ensku, þekking á öðru tungumáli kostur
- Mjög góð færni í Word, PPT, Excel og öðrum MS forritum
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (BHM).
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2026. Umsóknum skal skilað til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar á netfangið bryndis@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá og afrit af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs í gegnum tölvupóstfangið bryndis@isafjordur.is.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við þjónum með gleði til gagns