Land og skógur – Verkefnastjóri
Hjá Landi og skógi er laust til umsóknar starf verkefnastjóra í umfangsmikið og spennandi verkefni sem styrkt er af LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins í flokki náttúru og líffræðilegrar fjölbreytni sem snýr að endurheimt vistkerfa.
Um er að ræða samstarfsverkefni sjö aðila, stofnana, háskóla og félagasamtaka sem snýr að því að; afla upplýsinga um og greina eðli og einkenni mýra, endurheimt mýrarvistkerfa, þróa líkan til að meta ástand mýrarvistkerfa, vinna að hvatakerfi til endurheimtar mýra, efla hagaðila til að taka þátt í ákvarðanatökum og stuðla að uppbyggingu þekkingarkjarna um vistkerfi mýra og endurheimt þeirra hérlendis.
Hlutverk verkefnastjóra er að stýra þeim hluta verkefnisins sem Land og skógur sér um í samstarfi við sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar.
Verkefnastjóri mun verða hluti af votlendisteymi Lands og skógar og starfa í fjölbreyttu og þverfaglegu umhverfi.
Land og skógur er þekkingarstofnun sem hefur það meginmarkmið að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar og stuðla að sjálfbærri landnýtingu, með áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Stofnunin skal vakta auðlindirnar, stuðla að aukinni þekkingu auk þess að virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila.
Starfið er auglýst án staðsetningar en Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun verkefnisins hjá Landi og skógi
- Samskipti við samstarfsaðila í verkefninu auk hagaðila
- Samskipti og gagnaskil til styrkveitanda (LIFE)
- Þátttaka í vinnu við einstaka verkþætti verkefnisins
- Miðlun upplýsinga um verkefnið bæði innan og utan stofnunarinnar
- Aðstoð við undirbúning annarra umsókna í alþjóðlega sjóði
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði náttúruvísinda er kostur
- Reynsla af rekstri stórra verkefna, t.d. Evrópuverkefna á sviði rannsókna og nýsköpunar, er æskileg
- Reynsla á sviði verkefnastjórnunar er nauðsynleg
- Góð færni í samskiptum og samstarfi er nauðsynleg
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð reynsla af teymisvinnu
- Hæfni í miðlun upplýsinga með áhrifaríkum hætti í ræðu og riti
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Góð stafræn hæfni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um er að ræða 100% stöðu sem hentar öllum kynjum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits- og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands með uppgræðslu lands, ræktun nýrra skóga og með því að stuðla að sjálfbærri landnýtingu.
Markmið Lands og skógar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar er starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun. Land og skógur hefur innleitt græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.
Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi á íslensku. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Auglýsingin getur gilt í sex mánuði frá birtingu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2025
Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Marteinsdóttir, bryndis.marteinsdottir@landogskogur.is
Sími: 6649121