Grunnskólakennari – Grunnskólinn á Ísafirði

Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir eftir kennara í 100% starfshlutfall. Um er að ræða umsjón á unglingastigi og helstu kennslugreinar eru íslenska, danska, stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni. Leitað er eftir metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi kennara sem sýnir frumkvæði í starfi. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.

Til greina kemur að ráða umsækjanda með aðra háskólamenntun eða leiðbeinanda ef ekki fæst grunnskólakennari og verður þá um tímabundið starf að ræða til 10. júní 2026.

Skólinn er byggður sem einsetinn skóli með 412 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og innleitt kennsluaðferðir leiðsagnarnáms. Skólinn er í góðu og öflugu samstarfi við íþróttahreyfinguna og listaskóla bæjarins en á Ísafirði er fjölbreytt samfélag þar sem hreyfing og menning skipa stóran sess.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu samkvæmt markmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans
  • Skipuleggja kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni
  • Veita námsráðgjöfum upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda; veitir foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann og skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda
  • Fylgjast með námi og þroska nemenda sinna
  • Fylgjast með félagslegu gengi nemenda sinna
  • Hafa forgöngu um aðgerðir ef eitthvað bregður út af varðandi nám eða annað

Menntunar og hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi í grunnskóla, eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi
  • Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2025. Umsóknum skal skilað til Guðbjargar Höllu Magnadóttur skólastjóra á netfangið gudbjorgma@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Halla í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?