Gefum íslensku séns — Verkefnastjóri
Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar að verkefnastjóra í 50% starf í tengslum við Gefum íslensku séns. Starfið er laust frá og með 1. febrúar 2025. Stafið felur í sér umsjón með átakinu og skipulagningu viðburða. Vegamikill þáttur er hugmyndavinna og þróun verkefnisins, ásamt því að hafa umsjón með viðburðum og gerð efnis í ýmsu formi sem líta mun dagsins ljós í nafni átaksins. Þetta er áhugavert starf fyrir þá sem vilja vinna með íslenskt tungumál, inngildingu, samfélagslega ábyrgð og félagslega virkni í fjölmenningarlegu samfélagi. Verkefnastjóri þarf að geta unnið sjálfstætt og í hóp, vera framsækinn og búa yfir frumkvæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti. Önnur tungumálakunnátta er kostur
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni
- Innsæi og metnaður í starfi
- Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
Verkefnastjóri ætti að geta hafið störf 1. febrúar 2025. Starfið er til eins árs eða 31. janúar 2026. Upplýsingar veitir Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður, í síma 450 5025 eða saedis@frmst.is.
Umsóknir (kynningarbréf og ferilskrá), sendist á Fræðslumiðstöð Vestfjarða eða í tölvupósti á saedis@frmst.is. Fræðslumiðstöð áksilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 15.11.2024.