Forstöðumaður Dægradvalar - afleysing
Laust er til umsóknar 100% starf forstöðumanns Dægradvalar . Um tímabundna afleysingu er að ræða frá 11. ágúst 2025 til 11. ágúst 2026. Leitað er að kröftugri og jákvæðri manneskju með gott frumkvæði, í starf sem er afar líflegt og gefandi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Helstu verkefni:
- Starfsmannahald, stjórnun og skipulagning starfs
- Er í forsvari fyrir velferð einstaklinga í þjónustu dægradvalar
- Umsjón með skráningum og faglegu starfi
- Dagleg umsjón með rekstri og ábyrgð á tekju- og útgjaldaliðum vegna starfseminnar
- Umsjón með innkaupum aðfanga í samræmi við innkaupareglur
- Skipuleggur samskipti og samstarf við aðila milli stofnana og utan þeirra eftir þörfum
- Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd á ákveðnum skilgreindum verkefnum á sviði félags- og tómstundastarfs í samráði við yfirmann
- Leitast við að vera góð fyrirmynd barna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Starfs- og stjórnunarreynsla á sviðinu kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
- Þjónustulund og sveigjanleiki
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Haldgóð þekking í skyndihjálp
- Góð íslenskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2025. Umsóknum skal skilað til Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafdís Gunnarsdóttir í síma: 450-8000 eða í gegnum tölvupóst á hafdisgu@isafjordur.is.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-