Bæjarverkstjóri – Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar

Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf bæjarverkstjóra í þjónustumiðstöð/áhaldahús bæjarins. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Bæjarverkstjóri framkvæmir fyrirliggjandi verkefni skv. ákvörðun forstöðumanns og verkstýrir starfsmönnum í samvinnu við hann. Viðkomandi gætir þess að þjónusta við bæjarbúa og starfsfólk sveitarfélagsins af hálfu þjónustumiðstöðvarinnar sé sem árangursríkust.

Helstu verkefni

  • Dagleg verkstjórn starfsmanna í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar
  • Tryggir að öll tæki og áhöld séu í lagi og kemur með tillögur að endurnýjunarþörf
  • Stjórnun stærri tækja og þungavinnuvéla s.s. gröfu og götusóps ef þörf krefur
  • Umsjón með tækjum og vinnuvélum, viðhald og viðgerðir
  • Verkstjórn og samskipti við verktaka varðandi snjómokstur
  • Lagnavinna og gatnagerð
  • Ýmiskonar viðhald s.s. viðhald gatna, gönguleiða, holræsa og vatnslagna
  • Ýmiskonar flutningur og önnur þjónusta við stofnanir bæjarins
  • Kemur að og sinnir öryggismálum á vinnustað

Hæfniskröfur

  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi
  • Iðnmenntun kostur
  • Leiðtoga og stjórnunarhæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og rökhugsun
  • Reynsla af verkstjórn æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og þolinmæði
  • Rík þjónustulund og sveigjanleiki
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjöl/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2024. Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is og með þeim skal fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf og afrit af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 620-7634 eða í gegnum tölvupóst ahaldahus@isafjordur.is.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?