Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
582. fundur 13. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lögð fram valkostagreining unnin af Verkís ehf. í mars 2022 vegna landfyllinga og íbúðarsvæða í Skutulsfirði. Lagðir fram fjórir valkostir af hálfu Verkís í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar dags. 22. október 2021, þar sem valkostagreining snýr að uppfyllingum við Pollgötu, Mávagarð, Suðurtanga og norðan Eyrar.
Lagt er til við skipulags- og mannvirkjanefnd að taka afstöðu til landnýtingar og hvaða valkostur kemur helst til greina.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ámælisvert hversu seint í ferlinu kallað var eftir valkostagreiningu og hún lögð fram. Lengri tíma hefði þurft til að meta og kynna þá valkosti sem þar eru lagðir fram.

Björgvin Hilmarsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir, fulltrúar Í- listans leggja fram eftirfarandi bókun:

„Skv. valkostagreiningu Verkís liggur fyrir að landfylling norðan Eyrar er ekki besti kosturinn og jafnframt að framboð af íbúðarsvæðum er umfram þörf miðað við vænta fólksfjölgun. Bent er á að sterk viðbrögð hafi komið frá almenningi, að langmestu leyti mjög neikvæð.
Ekki er útséð með að gera þurfi nýja skipulagslýsingu ef breytt er um áherslur og annar og betri kostur valinn. Færa má rök fyrir því að þetta sé liður í þróun verkefnisins eftir að tekið hafi verið tillit til þeirra athugasemda sem frá almenningi og Skipulagsstofnun komu.
Það er því vafasamt að fullyrða að aðeins sé um einn kost að ræða annan en að varpa efninu í hafið „vegna tímaramma verkefnis.“
Skynsamlegast er að skoða vel alla valkosti með framtíðarsýn í huga, styðjast við valkostagreininguna og huga að viðbrögðum almennings en ekki keyra áfram þann kost sem ekki er talinn sá besti.
Ef nýta skal efnið er í öllu falli nærtækara að horfa til betri kosta sem tilgreindir eru í valkostagreiningunni.“


Anton Helgi Guðjónsson, fulltrúi B- listans, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Þóra Marý Arnórsdóttir fulltrúar D- listans, leggja fram eftirfarandi bókun:

„Í valkostagreiningu Verkís eru fjögur svæði á Eyrinni skoðuð með tilliti til landfyllingar og íbúðasvæðis. Allir valkostirnir hafa ýmislegt til síns ágætis og enginn verulega neikvæð áhrif, sumir hafa engin áhrif. Uppfylling norðan Eyrarinnar er metinn fýsilegasti kosturinn hvað varðar byggingarland fyrir íbúðarhúsnæði. Landfylling þar hefði mjög jákvæð eða jákvæð áhrif varðandi gæði byggðar, innviði og aðgengi að þjónustu. Nú þegar er sjóvarnargarður meðfram ströndinni norðan Eyrarinnar. Landfylling þar felst í því að færa varnargarðinn utar. Ætla má að sandfjara sem myndast hefur utan við sjóvarnargarðinn muni endurnýja sig og geta áfram nýst til útivistar. Við hönnun á nýjum sjóvarnargarði og landfyllingu er mikilvægt að vandað verði til verka við landmótun og skipulag þar sem tillit verði tekið til svæðisins sem útivistarsvæðis samfara íbúðabyggð.
Frá upphafi 20. aldarinnar hefur Eyrin í Skutulsfirði verið í stöðugri mótun og tekið gríðarlegum breytingum frá upprunalegri lögun. Vöxtur bæjarins hefur kallað á aukið byggingarland og athafnasvæði. Í dag er Eyrin helmingi stærri en hún var fyrir 100 árum. Landfyllingar hafa verið gerðar nánast allan hringinn, mismiklar að umfangi. Engu að síður er landrými á Eyrinni takmarkað og fáar lausar lóðir undir íbúðarhúsnæði. Aukin landfylling á svæðinu skapar tækifæri til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í hjarta bæjarins og svarar eftirspurn eftir slíkum búsetukosti.

Fulltrúar B- og D-lista, leggja til við bæjarstjórn að landfylling norðan Fjarðarstrætis verði fyrir valinu."“

2.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Hábrún ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi matsáætlun um ofangreinda framkvæmd, móttekin 23. mars 2022, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Óskað er eftir að Ísafjarðarbær gefi umsögn um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 26. apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við matsáætlun Hábrúnar ehf., vegna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.

Björgvin Hilmarsson, fulltrúi Í-listans kemur með eftirfarandi ábendingu:
„Það er erfitt fyrir nefndina að veita umsögn í svona máli. Eru til einhverjir staðlar eða verklagsreglur til hjá sveitarfélaginu varðandi það hvað þykir eðlilegt þegar að þessu kemur? Við hvað er að styðjast þegar því er velt upp hvort framkvæmdaraðili sé að vinna að umhverfismati á „réttan“ eða fullnægjandi hátt? Eitthvað þarf að vera til að byggja á og miða við þegar umsagnaraðili metur það hvort eitthvað vanti upp á?“

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 30. mars 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál. Umsagnarfrestur er til 13. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Breiðadalur - smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046

Deiliskipulagstillaga fyrir Breiðadalsvirkjun II var auglýst til 5. apríl 2022 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst frá landeiganda að Breiðadal þann 3. apríl 2022 og umsögn Landsnets barst 5. apríl 2022.
Framkvæmdaraðila ber að taka tillit til athugasemda og umsagna sem bárust á auglýstum athugasemdafresti.

5.Landsnet - Ósk um breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014

Lagður fram uppdráttur og greinargerð með tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem breytingin felur í sér lagningu nýs 16 km langs 66 kV jarðstrengs frá Mjólká að Hrafnseyrarhúsi og þaðan með sæstræng yfir Arnarfjörð í átt að Bíldudal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna í Arnarfirði.

6.Æðartangi 8-10 -ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2022030158

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, unnin af Verkís ehf. 21. mars 2022, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga f.h. Skeiðs ehf. /Vestfirskra verktaka ehf. vegna sameiningu lóða við Æðartanga 8-10.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Æðartangi 6, Ísafirði Umsókn um lóð undir atvinnuhús - 2022010152

Lögð fram umsókn frá 28. janúar 2022 frá Garðari Sigurgeirssyni f.h. Vestfirskra verktaka ehf. þar sem fyrirtækið sækir um lóðina Æðartanga 6 á Ísafirði, einnig mæliblað Tæknideildar frá 13. júlí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Vestfirskra verktaka ehf., fái lóðina við Æðartanga 6, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

8.Æðartangi 6, Ísafirði. Umsókn um byggingarlóð undir atvinnuhúsnæði á Suðurtanga - 2022020036

Lögð fram umsókn um byggingarlóð við Æðartanga 6, Ísafirði, frá Magnúsi Jónssyni, f.h. Gömlu spýtunnar ehf. undir atvinnuhús, dags. 4. febrúar 2022 ásamt mæliblaði Tæknideildar frá 28. ágúst 2020, jafnframt svarbréf byggingarfulltrúa frá 14. júní 2018 þar sem lóðarúthlutun við Æðartanga 6 (áður 12) var afturkölluð skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn með vísan í f lið 2. gr í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa-og atvinnuhúsnæði í Ísafjarðarbæ. Þar segir:

„Umsækjandi hafi ekki áður fengið viðkomandi lóð úthlutað. Heimila má aðila að sækja um lóð sem viðkomandi hefur verið lóðarhafi að hafi sveitarfélagið afturkallað lóðina í sérstöku tilfelli, einnig ef ekki eru aðrir umsækjendur að lóðinni.“

9.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Lagðar fram athugasemdir frá Guðmundi R. Björgvinssyni og Geir Sigurðssyni dags. 29. mars 2022, þar sem þeir mæla með veglínu D skv. tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna áforma um vegbætur á Dynjandisheiði sem var auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 5. apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veglína D verði farin og framkvæmdaaðila gert að uppfæra uppdrátt og greinargerð í samræmi við athugasemdir. Nefndin telur breytingar ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju.

10.Fjarðargata 45 - byggingarleyfi - 2022030127

Lögð fram umsókn dags. 24. mars 2022 frá Kjartani Árnasyni, fh. Anne Tison, eigenda Fjarðargötu 45 á Þingeyri, um byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að byggja við , 1h. viðbyggingu fyrir stofu og eldhús. Einnig er sótt um leyfi til að rífa gamla viðbyggingu norðaustan við húsið. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að grenndarkynna byggingaráform fyrir eiganda Fjarðargötu 47, Þingeyri í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

11.Vallargata 31 á Þingeyri. Umsókn um byggingarleyfi bílskúrs og sólskála - 2022030163

Lögð fram umsókn frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur fh. eigenda Vallargötu 31 fyrir viðbyggingu og bílskúr. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir áritun hagsmunaaðila á kynningargögn í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?