Skipulags- og mannvirkjanefnd

578. fundur 23. febrúar 2022 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Afgreiðslumál.

1.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044

Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi tillögu að breytingu samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald.

a.
Óbreytt samþykkt hljóðar svo: „Þegar Ísafjarðarbær úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi“

b.
Breyting verður: Þegar Ísafjarðarbær úthlutar eða selur lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem reist er á viðkomandi lóð. Þó aldrei innheimt minna en sem nemur 70% af þeim fermetrafjölda sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á tillöguna þar sem það sé álitamál hvort sveitarfélagi sé frjálst að miða við annan gjaldstofn en kveðið er á um í lögum um gatnagerðargjöld.

2.Fjarðarstræti 20. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar - 2022020084

Fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða, er óskað eftir að bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar heimili minniháttar deiliskipulagsbreytingu Eyrarinnar og breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar við Fjarðarstræti 20, samkvæmt uppdrætti sem er unninn er af Kjartani Árnasyni, arkitekt dags. 22. febrúar 2022.
Heildarstærð lóðar yrði 2065 M2, og nýtingarhlutfall miðað við 1500 M2 byggingarmagn 0,73.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar vegna lóðarinnar Fjarðarstræti 20 skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
Fylgiskjöl:

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Hildur Edwald nefndarritari skrifstofa Alþingis, nefndasviði
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0468.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

4.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna færslu á Bolungarvíkurlínu 1 - 2021120010

Anna Sigga Lúðvíksdóttir hjá Landsneti óskar eftir að Ísafjarðarbær , skv. bréfi dags. 2. febrúar 2022, heimili óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020, í samræmi við 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að Bolungarvíkurlínu 1 er hnikað til vesturs á um 2.250 m kafla, mest um 400 m, á skipulagsuppdrætti.

Breytingatillagan er uppdráttur með greinargerð. Meðfylgjandi er uppfærður gátlisti Skipulagsstofnunar fyrir mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist óveruleg.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Nýtt deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054

Lögð fram drög á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri, sem er unnin af Verkís í febrúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Veðurstofu vegna ofanflóða og umsagnar hverfisráðs Þingeyrar.

6.Höfðarstígur 4-9. Umsókn um lóðir - 2022010149

Elías Guðmundsson, f.h. Nostalgíu ehf., sækir um lóðir við Höfðastíg 4-9 á Suðureyri. Umsækjandi óskar eftir samvinnu Ísafjarðarbæjar við gerð lóðanna þar sem landfyllingu vantar á hluta svæðisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að gert verði samkomulag um úthlutanir lóða við Höfðastíg 4-9 á Suðureyri skv. 6 mgr. í lóðarúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.

7.Daltunga 6, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2022010150

Ásmundur Ragnar Sveinsson sækir um lóðina Daltungu 6 á Ísafirði með umsókn dags. 17. janúar 2022. Meðfylgjandi er mæliblað Tæknideildar dags 21. febrúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ásmundur Ragnar Sveinsson fái lóðina við Daltungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

8.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Lagðar fram athugasemdir vegna grenndarkynningar nemendagarða Lýðskólans. Athugasemdir bárust frá Maríu Sigurðardóttur, húseiganda að Grundarstíg 26. dags. 5. febrúar 2022 og Hrafnkeli Huga Vernharðssyni húseiganda að Grundarstíg 22 dags. 13. febrúar 2022.
Afgreiðslu frestað og kallað eftir minnisblaði sviðsstjóra.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi hitaveitulagnar fyrir ofan Suðureyri - 2021070006

Lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna áforma um lagningu á nýrri hitaveitulögn ofan Suðureyrar. Athugasemdafrestur var til 4. febrúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að með hliðsjón af athugasemdum íbúa, þurfi OV að gera betur grein fyrir ásýnd, legu og frágangi lagna í deiliskipulagi með vísan í 7. gr. reglugerðar 772/2012, þar sem framkvæmdaleyfi skal gefið út á grundvelli deiliskipulags.

10.Dagverðardalur 17, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2022010136

Halldór Þórólfsson og Þórný María Heiðarsdóttir, lóðarhafar við Dagverðardal 17 sækja um stækkun lóðar undir fyrirhugað sumarhús sem verður reist sumarið 2022.
Búið er að steypa sökkla og reisa geymslu.
Meðfylgjandi er greinargerð með yfirlitsmynd sem sýnir aðstæður á lóðinni ásamt svæði sem sótt er um dagssett 27. janúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem unnið er að gerð nýs deiliskipulags fyrir Dagverðardal.

11.Ósk um leyfi til uppsetningar listaverks - 2022020078

Lagt fram erindi Sigríðar Dóru Jóhannsdóttur, dagsett 16. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp listaverk í landi Búðar fyrir utan byggðina í Hnífsdal. Listaverkið er skúlptúr sem unninn verður úr jarðefni og salti og mun standa tímabundið u.þ.b. frá 1. júní til 27. ágúst 2022. Öll ummerki um listaverkið verða afmáð.
Umsækjanda er bent á að umrætt svæði er innan veghelgunar Vegagerðar og honum bent á að sækja um leyfi hjá Vegagerðinni.
Anton Helgi Guðjónsson vék af fundi undir þessum lið.

12.Starfsleyfi í Ísafjarðarbæ, umsagnir skipulagsfulltrúa - 2022010141

Þrjú ný starfsleyfi eru í vinnslu hjá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða. Því óskar Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða eftir staðfestingu á því hvort að eftirfarandi atvinnurekstur samræmist gildandi skipulagsskilmálum og samþykktri notkun fasteignar:

1. Fisherman ehf- Aðalgata 15- 430 Suðureyri - F2511684 Reykhús
2. Hampiðjan ísland ehf Suðurtanga 14- 400 Ísafjörður- F2515826 Nótaþvottastöð
3. Silfurtorg Jógasetur Mávagarður D ? 400 Ísafjörður - F2358055 Jógasetur líkamsrækt


Skv. 6.gr.reglugerðar nr 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og menunarvarnareftirlit er eftirfarandi ákvæði -Nýr atvinnurekstur skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Deiliskipulag þarf þó ekki að vera til staðar vegna atvinnurekstrar, sbr. VII., IX. og X. viðauka, enda samrýmist starfsemin gildandi aðalskipulagi hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteignar. Útgefandi starfsleyfis skal leita umsagnar viðkomandi skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um þessa þætti.
1. Fisherman ehf- Aðalgata 15- 430 Suðureyri - F2511684 Reykhús
Ekki gerðar athugasemdir við lið 1.

2. Hampiðjan Ísland ehf Suðurtanga 14- 400 Ísafjörður- F2515826 Nótaþvottastöð. Ekki gerðar athugasemdir við lið 2.

3. Silfurtorg Jógasetur Mávagarður D- 400 Ísafjörður - F2358055 Jógasetur líkamsrækt.
Við lið 3 er gerð athugasemd: Húsnæðið er skráð sem geymsluhúsnæði á hafnarsvæði og samræmist húsnæði og skipulagsskilmálar því ekki starfseminni.

13.Aðalskipulags Súðavíkurhrepps 2018-2030 - 2017040004

Lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, dagsettur 16. febrúar 2022 vegna breytingar á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps. Meðfylgjandi er tillaga á vinnslustigi dagsett 28. janúar 2022, ásamt uppdrætti. Markmið tillögunnar er annars vegar að stækka iðnaðarsvæði innan við Langeyri og hins vegar er gert ráð fyrir að breyta svæði fyrir þjónustustofnanir neðan Aðalgötu, við Ákabúð, í íbúðarbyggð.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?