Íþrótta- og tómstundanefnd

142. fundur 25. september 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Gauti Geirsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Patrekur Súni Reehaug íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Patrekur Súni Reehaug Jensson
Dagskrá
Einnig sat fundinn Pétur Markan, framkvæmdastjóri HSV.

1.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Nefndin leggur til að málinu verði frestað til skamms tíma þar til framtíðarákvörðun um Torfnessvæðið verði ljós.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - 2013060033

Forstöðumaður íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar kynnir fyrir nefndinni drög að nýrri gjaldskrá sem og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
Nefndin leggur til við bæjarráð að árskort á skíði verði tímabilsbundin en ekki ársbundin og að árskort á skíði hækki úr 13.100 kr í 14.000 kr.

3.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar rædd. Farið er yfir vinnuskjal vegna þarfagreiningar íþróttarmannvirkja Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar og umræðna.

4.Vinnuskólinn 2013 - 2013030024

Íþróttarfulltrúi Ísafjarðarbæjar kynnir fyrir nefndinni skýrslu vinnuskólans fyrir sumarið 2013.
Lagt fram til kynningar.
5. Önnur mál
Framkvæmdarstjóri HSV óskar eftir því við íþrótta- og tómstundanefnd að hún styðji við HSV vegna umsóknar sambandsins um að halda vetrarlandsmót UMFÍ árið 2016. Nefndin fagnar hugmyndum HSV og hvetur HSV til að sækja um vetrarlandsmót UMFÍ árið 2016.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?