Skipulags- og mannvirkjanefnd - 286. fundur - 9. apríl 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, og Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfissvið og Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi sem var ritari fundarins.1. Brimnesvegur 26, Flateyri ? breytingar á fasteign. (2008-04-0024)


Lagt fram tölvuskeyti, dags. 28. mars sl., frá Ásgeir Mikkaelssyni framkvæmdastjóra Orkuvers ehf, þar sem sótt eru um leyfi til að gera breytingar á húseigninni Brimnesvegur 26, Flateyri samkvæmt teikningum frá Tekton.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

2. Sindragata 11, Ísafirði ? milligólf og vörudyr. (2008-04-0011)


Lagt fram bréf, dags. 1. apríl sl., frá Flosa Kristjánssyni fh. Urtusteins ehf,  þar sem sótt eru um leyfi til að byggja milligólf úr holplötueiningum og bæta við vörudyrum á vesturálmu hússins samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að gerður verði neyðarútgangur í samráði við Eldvarnarefirlit Ísafjarðar.

3. Silfurgata 5 ? frestun niðurrifs. (2007-09-0043)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 31. mars sl. var lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dagsett 14. mars s.l., þar sem greint er frá umfjöllun nefndarinnar um húseignina Silfurgötu 5, Ísafirði.  Í bréfinu kemur fram, að Húsafriðunarnefnd mælist eindregið til þess, að húsið verði ekki rifið heldur verði því fundið nýtt hlutverk og ytra byrði þess fært nær upprunalegri mynd.  Húsafriðunarnefnd lýsir vilja sínum til að koma að þessu verkefni, bæði með beinu fjárframlagi og ráðgjöf.


Bréfið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar og byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að fullvinna húsakönnun á eyrinni neðan Túngötu sem hafin var á árunum 1992-93 og leggja fyrir umhverfisnefnd eins fljótt og unnt er.

4. Hérðasáætlanir Landgræðslunnar. (2008-02-0019)


Lagt fram bréf, dags. 19. mars sl., frá Þórunni Pétursdóttur héraðsfulltrúa á Vesturlandi og Vestfjörðum fh. Landgræðslu ríkissins, þar sem boðið er upp á kynningu á frumdrögum héraðsáætlana fyrir þann landshluta er varðar sveitarfélagið Ísafjarðarbæ. Jafnframt er óskað eftir samráði/samstarfi vegna framhalds á þeirri vinnu sem unnin hefur verið.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að hafa samband við bréfritara og staðfesta fundartíma vegna kynningar. Umhverfisnefnd tilnefnir væntanlegan Umhverfisfulltrúa sem tengilið vegna ofangreinds verkefnis.

5. Ársfundur umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar. (2008-04-0010)


Lagt fram bréf, dags. 31. mars sl., frá Kristínu Lindu Árnadóttur forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem kynntur er fundurinn ?Friðlýst svæði ? tákn eða tækifæri? sem haldinn er í samstarfi við Fljótsdalshérað og verður því á Egilstöðum 8. maí nk.


Lagt fram til kynningar.

6. Aðalskipulag v/jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar (2006-03-0038)


Lagt fram minnisblað, dags. 3. apríl sl. frá sviðsstjóra umhverfissviðs, vegna fundar um aðalskipulag vegna fyrirhugaðra jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að hefja vinnu við aðalskipulag v/jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.

7. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 1989 ? 2008, Snjóflóðavarnir undir Kubba. (2004-02-0154) 


Auglýsinga og athugasemdaferli vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 ? 2009, Snjóflóðavarnir undir Kubba, er lokið. Fjórar athugasemdir bárust. Þær eru frá (1) Heiðari Kristinssyni og Rakel Rut Ingvadóttur, (2) Guðmundi Rafni Kristjánssyni (3) Gunnari Páli Eydal og Hörpu Grímsdóttir og (4) Elíasi Oddssyni, Geir Sigurðssyni og Sigurjóni Sigurjónssyni. Umhverfisnefnd tók aðalskipulagið fyrir á fundi sínum 13. febrúar sl. erindinu var þá frestað.

Svanlaug Guðnadóttir og Albertína Elíasdóttir véku af fundi undir þessum lið.Umhverfisnefnd tekur undir þann hluta athugasemdanna sem snýr að vegslóða upp Hafrafellsháls og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu.
  • Á framkvæmdartíma er heimilt að leggja vinnuslóða upp Hafrafellsháls, að verktíma liðnum verði öll ummerki vegslóða afmáð.  Umhverfisnefnd leggur jafnframt til að í útboðsgögnum vegna framkvæmdanna verði bjóðendum gefinn kostur á að koma með aðrar lausir en vegslóða.
Svör við athugasemdum:


1. Umhverfisnefnd bendir á að erindi umhverfisráðuneytisins um forgangsröðun frankvæmda uppbyggingu varna gegn ofanflóðum var kynnt í umhverfisnefnd 12. mars 1997 og samþykkt í bæjarstjórn 20. mars 1997. Forsendur í aðgerðaráætlun eru varnir ekki uppkaup. Samþykktin var því gerð áður en bréfritari kaupir fasteignina og lá því fyrir.
2. Athugasemdir bréfritara eru í fimm liðum og ekki margar sem snerta aðalskipulagið sem slíkt.


2.1.  Varnargarðurinn er 12 metrar á hæð þar sem hann er lægstur en 18 metrar þar sem hann er hæstur.


2.2. Breytingin miðast við hættumat
sem gert var fyrir Skutulsfjörð og Hnífsdal og samþykkt 9. maí 2003 af umhverfisráðherra.  Bréfritara er bent á að að kynna sér umhverfismatsskýrslu framkvæmda þegar hún verður lögð fram til að fá svör við öðrum liðum þessarar athugasemdar.  Þá liggur fyrir matsáætlun sem bréfritari getur kynnt sér.


2.3. Bréfritara er einnig bent á umhverfismatsskýrslu vegna þessarar athugasemdar.  Umhverfisnefnd bendir á að upptakastoðvirki er t.a.m. á Siglufirði og í Neskaupsstað.


2.4. Sá möguleiki var skoðaður að byggja eingöngu þvergarð til að verja byggðina, hann gekk ekki upp og af þeim sökum var þessi kostur fyrir valinu.


2.5. Bent er á að þar sem garðurinn er lægstur eru líka upptakastoðvirki, á þeim forsendum er hægt að hafa garðinn lægri þar.3. Umhverfisnefnd bendir á að fleiri möguleikar vou skoðaðir í frummatsskýrslu og er sammála bréfritara að vegslóði upp Hafrafellsháls sé ekki heppileg lausn og tekur undir athugasemdina þannig að gerð er krafa um að öll ummerki vegslóðans verði afmáð í verklok.  Í frumathugunarskýrslu snjóflóðavarna í Kubba ofan Holtahverfi var lagt til að leggja vegslóða upp að stoðvirkjasvæðinu, upp í um 170 m h.y.s. Við frumathugun var m.a. stuðst við ráðgjöf snjóflóðasérfræðings frá svissnesku snjóflóðarannsóknarstofnuninni (SLF). Í þeim tilvikum þar sem unnt er að leggja vegslóða hefur það verið talin besta og hagkvæmasta lausnin bæði hér á landi og erlendis til að auðvelda vinnu við uppsetningu stoðvirkja og lækka kostnað við vinnuna. Má þá benda á  Gróuskarðshnjúk á Siglufirði og einnig í Tvísteinahlíð í Ólafsvík því til stuðnings. Aðrir kostir við uppsetningu voru skoðaðir lauslega þó ekki sé fjallað um þá í frumathugunarskýrslu.  Ekki er fyrirséð að þyrla geti lent í fjallshlíðinni og því yrði hún einungis notuð við að hífa hluti frá geymslu-/vinnusvæði við fjallsrætur að stoðvirkjalínum. Nokkuð ónæði og jafnvel hætta skapast þegar þyrla er notuð á þennan máta, sér í lagi þegar byggð er jafn nærri og á framkvæmdasvæðinu í Holtahverfi.  Þyrlur eru oftast nær notaðar þar sem aðstæður eru þess eðlis að  vegslóði á verkstað komi ekki til álita. Aðrir möguleikar sbr. svifbrautir eða lyftur voru metnir mun lakari lausn en lagning vegslóða. Uppsetning svifbrautar eða lyftu neðan frá er hugsanleg en í því tilviki þyrfti að afmarka athafnasvæði neðan stoðvirkjasvæðisins.  Hingað til hefur sú lausn ekki verið notuð hér á landi en erlendis hefur hún verið notuð í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að koma vegslóða. 4. Athugasemdir bréfritara voru í þremur liðum.


Við frumathugun voru aðstæður á brún Kubba metnar með tilliti til uppsetningu snjósöfnunargirðinga og vindkljúfa sem draga úr eða breyta hengjumyndun. Þessar varnaraðgerðir eru nokkuð þekktar erlendis en virkni þeirra hér á landi er nánast ekkert þekkt.  Ein af frumforsendum við hönnun slíkra úrlausna eru veðurmælingar á þeim stöðum þar sem reisa á mannvirkin, aðallega á ríkjandi vindstefnum og vindstyrk. Í skýrslu SLF (kafli 11, viðauki 1) er fjallað um þessar varnir og litið á þær sem viðbótarráðstafanir til að tryggja öryggi efstu stoðvirkjalína með því að draga úr hengjumyndun og snjósöfnun í klettum ofan stoðvirkjanna. Slíkar varnir eru hvergi notaðar einar og sér sem varnir heldur aðeins notaðar sem viðbótaröryggi með öðrum vörnum. Uppsetning þeirra hér er þó ekki talin nauðsynleg að svo stöddu en hins vegar er lagt til að fylgst sé með aðstæðum og metið í framhaldinu hvort nauðsynlegt reynist að bæta slíkri vörn við. Í ljósi lítillar reynslu af slíkum vörnum er ekki hægt að taka tillit til þeirra við hönnun stoðvirkja eða varnargarða ofan byggðar á svæðinu né heldur á endurskoðun hættumats með tilkomu varna skv. reglugerð.


Sá möguleiki var skoðaður að byggja eingöngu þvergarð til að verja byggðina, hann gekk ekki upp og af þeim sökum var þessi kostur fyrir valinu.


Upptakastoðvirki eru hluti þeirra varna sem lagðar eru til í frumathugunarskýrslu snjóflóðavarna í Kubba ofan Holtahverfis. Í skýrslunni er einnig lagt til að leggja vegslóða upp að stoðvirkjasvæðinu, upp í um 170 m h.y.s.  Við frumathugun var m.a. stuðst við ráðgjöf snjóflóðasérfræðings frá svissnesku snjóflóðarannsóknarstofnuninni (SLF). Í þeim tilvikum þar sem unnt er að leggja vegslóða hefur það verið talin besta og hagkvæmasta lausnin bæði hér á landi og erlendis til að auðvelda vinnu við uppsetningu stoðvirkja og lækka kostnað við vinnuna. Má þá benda á  Gróuskarðshnjúk á Siglufirði og einnig í Tvísteinahlíð í Ólafsvík því til stuðnings.   Aðrir kostir við uppsetningu voru skoðaðir þó ekki sé fjallað um þá í frumathugunarskýrslu.  Ekki er fyrirséð að þyrla geti lent í fjallshlíðinni og því yrði hún einungis notuð við að hífa hluti frá geymslu-/vinnusvæði við fjallsrætur að stoðvirkjalínum. Nokkuð ónæði og jafnvel hætta skapast þegar þyrla er notuð á þennan máta, sér í lagi þegar byggð er jafn nærri og á framkvæmdasvæðinu í Holtahverfi. Þyrlur eru oftast nær notaðar þar sem aðstæður eru þess eðlis að  vegslóði á verkstað komi ekki til álita. Aðrir möguleikar sbr. svifbrautir eða lyftur voru metnir mun lakari lausn en lagning vegslóða. Tæknilega er erfitt að vinna með svifbraut eða lyftu ofan frá brún Kubba vegna klettabeltis. Uppsetning svifbrautar eða lyftu neðan frá er hugsanleg en í því tilviki þyrfti að afmarka athafnasvæði neðan stoðvirkjasvæðisins.


 Hönnun og útfærsla á slíkum búnaði þyrfti að vera í samræmi við  þyngd og umfang eininga stoðvirkjanna. Hingað til hefur sú lausn ekki verið notuð hér á landi en erlendis hefur hún verið notuð í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að koma vegslóða. 

Þorbjörn J. Sveinsson vék af fundi kl 9.40.

8. Deiliskipulag í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis (2004-02-0154)


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis, Ísafirði, dags. 12. febrúar 2008, frá Einari Ólafssyni hjá Arkiteo. Umhverfisnefnd tók deiliskipulagið fyrir á fundi sínum 22. febrúar sl. Erindinu var þá frestað.


Svanlaug Guðnadóttir og Albertína Elíasdóttir komu inn á fund undir þessum lið.


Umhverfisnefnd óskar eftir að gerðar verði breytingar á deiliskipulagstillögunni þannig að stígar verði framlengdir og tengdir stígakerfi Skutulsfjarðar, opin svæði skilgreind með tilliti til almennrar útivistar.

9. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.  (2006-03-0038)


Lögð fram drög að niðurstöðum skipulagshóps norðan Djúps, Aðalskipulags Ísafjarðar 2008 - 2020.


Umhverfisnefnd samþykkir drög hópsins og felur formanni að fara með þau á næsta fund hópsins til endanlegrar samþykktar.

10. Afgreitt mál byggingarfulltrúa.


Endurnýjun á áðurveittu byggingarleyfi fyrir verkstæðisbyggingu KNH ehf. á Grænagarði á Ísafirði.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.  


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.  


Sigurður Mar Óskarsson.  


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?