Fundur 4. maí 2020

Fundargerð íbúasamtakanna Átaks Þingeyri 4. maí 2020, kl. 20:30

  1. Ályktun frá Átaki vegna umsóknar til Ísafjarðarbæjar um lóð fyrir meltutank. Við styðjum tillögu nr. 1 og erum sammála því að tillaga 2 henti alls ekki fyrir þessa starfsemi. Um er að ræða að oliutankur muni aftur rísa við hafnarbakka við hliðina á Bjarnaborg. Meltutankurinn á að taka við úrgangi úr fiski tengdum laxeldinu en hentar einnig fyrir annan fiskúrgang í stað þess að honum sé hent í sjó. Við teljum að svæði í tillögu 1 henti best og það verði til þess að tekið verði til á þessari lóð. Á lóðinni er mikið dót frá útgerðum en bærinn þarf að finna og útvega
    geymslusvæði. Þessi tankur rís á atvinnu,-og athafnarsvæði og það er það sem við þurfum til að efla atvinnutækifæri. Þeir sem hanna og teikna búnað segja að ekki eigi að fylgja þessari starfsemi lykt.
  2. Umgengni í gróður gryfju fyrir ofan Sandafell. Íbúar í Dýrafirði hafa verið duglegir í vorverkunum. Ekki er nógu góð umgengni í grifjunni en hún á aðeins að taka við garðaúrgangi. Ekki plastpokum, húsgögnum og öðru rusli. Ráðið ákveður að senda póst til íbúa og hvetja til betri umgengni umhverfinu okkar til heilla. Póstur sendur til samþykktar á fésbókarsíðu hópsins. Lára ætlar að sjá um prentun og við ætlum að fá Moniku til að setja texta yfir á pólsku.
  3. Erindi til hafnarstjóra, mikilvægt að benda á mikilvægi uppbyggingar á hafnarsvæði og gera það aðlaðandi og í senn hvetjandi til atvinnu uppbyggingar. Það þarf að malbika götur á milli og miðsvæði tengja að því ásamt atvinnutækjum þungum á er umferð mikil sem þar hafna þar sem mikil umferð er á þungum atvinnutækjum ásamt því að tengja miðsvæði og veitingastaði. Endurnýja þarf dekk og laga hafnar kanta. Einnig hefur borið á því að íbúar hafi leitað til Átaks vegna slæmrar umgengni á og við höfnina. Bæði vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem er þar í gangi og vegna þess að einhverjir eru að losa rusl í gáma og fylla. Ruslagámar á höfninni eru ætlaðir fyrir rusl frá atvinnustarfsemi á höfninni en ekki almenning. Væri hægt að merkja gámana? Æskilegt er að það sé bætt við krana á höfnina sem er stærri og virkar fyrir atvinnusvæðið. Í dag er einn virkur krani sem er alls ekki nægilega öflugur. Annar krani er yfirleitt ónothæfur vegna bilunnar. Hreinsa þarf lúpínu við steinkant milli hafna. Mikilvægt að ganga vel um og að bærinn viðhaldi svæðinu og hlúi að starfsemi sem er í gangi. Verður þá ef til vill hvati til að ganga betur um og jafnvel hvati fyrir ný atvinnutækifæri.
  4. Malbikunarstöðin er komin, staðsett í Dýrafirði. Leggjum enn og aftur til að bærinn nýti þetta tækifæri til að malbika í sveitarfélaginu. Nú á þessum tímum verðum við sérstaklega að nýta þetta tækifæri. Við ræddum það fyrir tíma Covid-19 að nauðsynlegt væri að nýta stöðina, eftir Covid-19 er það ennþá mikilvægra. Ekki bara fyrir íbúa svæðisins heldur gesti okkar líka. Það er mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og malbikun kjörið verkefni. Það er galið að nýta ekki þetta tækifæri-við skorum á sveitarstjórn Ísafjarðarbæjar til að setja upp verkefni í bæjarfélaginu öllu. Ríkið bíður upp á leiðir t.d. með því að fá virðisauka endurgreiddan á svona framkvæmdum líka til sveitarfélaga. Við skorum líka á samstarf við Vegagerð Ríkisins til að nýta malbikunarstöðina og laga vegi í bæjarkjörnum (hér á Þingeyri, Fjarðargata og Aðalstræti) sem þeir sjá um ásamt vegum milli byggðarkjarna.

Önnur mál:
Hraðahindrun, við viljum setja hraðahindrun fyrir innan þorpið. Teljum að broskarlaljós hvetji bílstjóra til að halda hámarkshraða inn í þorpið (svona eins og í Búðardal).

Bryndís, nýr bæjarritari ætlar að koma upplýsingum til Ernu og Sigmundar varðandi framkvæmdarfé samkv. upplýsingum frá Örnu Láru. Í framhaldi við þessar upplýsingar voru vinnubrögð og verkferlar hjá bænum ræddir. Formleg erindi og svör við þeim samkv. stjórnsýslulögum og fl. Við sendum bréf til bæjarstjóra/bæjarritara 9. febrúar 2020 og höfum enn ekki fengið svar. Okkur vantar verkeferla hvað varðar kaup og framkvæmd framkvæmdafés t.d. erum við búin að vera vinna að því að fá hreyfitæki í 1 og hálft ár og ekkert hefur þokast áfram í þeim efnum.

Heitur pottur við sundlaug og kalda karið, komið vel á veg og íbúar spenntir fyrir þeirri viðbót.

Gistileyfi, gistiheimili sem hefur unnið að því undanfarin misseri að fá leyfi aftur eftir að hafa lagt það inn fær ekki leyfi vegna þess að gistiheimilið er staðsett í deiluskipulagi í íbúabyggð. Stjórn
Átaks styður eigendur gistiheimilisins og finnst fráleitt að Ísafjarðarbær hafni beiðni eigenda á þessum forsendum. Reglugerð sem bærinn er að fara eftir passar engan veginn við þorpið okkar.
Þetta er blóðugt fyrir atvinnu uppbyggingu og gestrisni okkar.

Íbúarsamtökin styðja við verkefni Fræ til framtíðar sem grunnskólinn í þorpinu er þátttakandi í. Skólinn hefur fengið gefins gróðurhús. Finna þarf staðsetningu fyrir gróðurhúsið en mikilvægt að
það sé í námunda við grunnskólann. Hugmyndir um staðsetningu ræddar.

Formaður ráðsins, Sigmundur hefur rætt við formann víkingafélagsins, Ketil Berg um víkingasvæðið. Framundan þar er mikil viðhalds vinna eftir veturinn.

Ærslabeglurinn er komin í lag en hann fer ekki í gang fyrr en fleiri en 1 mega hoppa í einu eftir að reglum um samkomubann verður aflétt.

Dýrafjarðardagar 2020, sennilega ekki haldnir í ár vegna Covid-19. Skipulag að mati þessarar nefndar er ekki hlutverk hverfisráðs/íbúasamtaka, þó vissulega gætum við aðstoðað. Umræður um
blakmót og Vesturgötuna.

Fundi slitið kl. 22, fundaritari Erna Höskuldsdóttir

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?