Aðalfundur 23. maí 2019

Aðalfundur hverfisráðs Eyrar og efri Bæjar

Heimabyggð, 23. maí 2019 kl 20:00

Mættir úr stjórn: Edda María Hagalín, Bragi Rúnar, Hildur Dagbjört ogJóhanna Fylkis. Einnig voru mættir fjöldi íbúa eða um 12 manns ásamt tengiliðum hverfisráðsins, Sif Huld og Sigurður Hreinsson.

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári: Farið yfir fundi ársins og tillögur til framkvæmda sem lagðar voru fyrir ísafjarðarbæ.
    1. Í desember 2017 valdi hverfisráðið lit á belginn sem ákveðið hafði verið að panta fyrir fjárfestingarféð 2017 en kaup á honum voru samþykkt á fundi 24. október 2017 þar sem lagt var til við Ísafjarðarbæ að Ærslabelgur yrði keyptur og hann setur upp á túnið við gamla sjúkrahúsið. Þann 14. mars 2018 hittist hverfisráðið á Tjörubar m.a. til að ræða póst sem barst frá Ísafjarðarbæ um Innanbæjarvegvísa ásamt nýtungu framkvæmdafjár 2018. Fundargerð frá þessum fundi skilaði sér ekki. Í júní var okkur farið að lengja eftir fréttum af ærslabelgnum varðandi hvernig nýta ætti fjármagnið 2018 þar sem hugsunin var að það færi í frágang við hann og gera svæðið huggulegra. Um miðjan ágúst bárust svo fréttir af því að belgurinn væri í tollinum og var haldinn stjórnarfundur þá í framhaldinu þann 29. ágúst 2018. Á fundinum var farið frekar yfir staðsetningu Ærslabelgsins og lagt til að hann yrði á malarsvæðinu á gamla gæsló. Jafnframt var óskað eftir því að fá að skipuleggja svæðið frekar m.a. setja stórt klifurtæki, og jafnframt tyrfa svæðið, útvega bekki og grjót við bílastæði til að varna akstri inn á það. Einnig var fjallað um skipagöturóló og að bæta þurfi leiksvæðið þar með krefjandi leiktæki fyrir eldri krakka og að skoða þurfi nýtt svæði í efra hveri þar sem hægt væri að skipuleggja leiksvæði. Ýmis önnur mál rædd og fundargerð send til bæjarráðs. Þann 5. september var svo belgurinn settur niður og fengum við þær upplýsingar að hann hefði verið færður á grasið og að þetta hefði verið borið undir nágranna og bókasafnið og sé í samræmi við skipulag. Hverfisráðið hittist svo aftur 12. september 2018 og áhersla lögð á að við vildum einbeita okkur að svæðinu við ærslabelginn en ekkert svar hafði borist frá bænum varðandi fjárfestingartillöguna. Stefnt á að halda íbúafund í október. Ekkert varð hins vegar af íbúafundi og ekki komnar upplýsingar frá bænum varðandi hvað við gætum gert og hvað það kostaði og var því ákveðið í byrjun desember að senda inn ósk um að leiktæki yrði keypt (hindrunarbraut) sem yrði sett upp á svæðið við hliðina á ærslabelgnum. Þann 17. desember samþykkir bæjarráð að keypt verði leiktæki að fjárhæð allt að kr. 2.000.000,- fyrir fjárfestingarfé sem merkt er hverfisráði Eyrar og efribæjar Ísafjarðar. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs ákveði hvaða leiktæki verði keypt í samráði við hverfisráðið. Leiktækið verður sett upp í efri bæ Ísafjarðar í samráði hverfisráðs og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs á næsta ári fyrir fjárfestingarfé hverfisráðsins. Lögð er áhersla á að leiktækið sé staðsett í samræmi við aðalskipulag og að teiknað verði skipulag fyrir leiksvæðið. Þann 23. maí fékk hverfisráðið síðan upplýsingar um að verið væri að panta leiktækið.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins
    1. Ekki þörf á þessum lið
  3. Kosning formanns til tveggja ára
    1. Stjórnarmenn skipta með sér störfum á fyrsta stjórnarfundi þar sem 2 af aðalmönnum eru ekki til staðar á aðalfundinum. Samþykkt.
  4. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varmanna til tveggja ára.
    1. Tinna Ólafsdóttir, Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, Gunnar Ólafsson, Hildur Dagbjört Arnardóttir, FinneyRakel Árnadóttir. Samþykkt.
    2. Varamenn: Jóhanna Oddsdóttir og GylfiSigurðsson. Samþykkt.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
    1. Ekki þörf fyrir þennan lið
  6. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði–
    1. Ekki getið en rætt um að það mætti endurskoða næst dagskrá aðalfundar, að hún sé ekki alveg í samræmi við það hvernig félagið er uppsett.
  7. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs, vísað til liðar 9.
  8. Vinnuhópar
    1. Ekki þörf fyrir þennan lið
  9. Verkefni næsta árs og ráðstöfun framkvæmdafjár farið yfir tillögur og atkvæði greidd um forgangsröðun. Þrjú atkvæðahæstu verkefnin verða lögð fyrir bæinn í þeirri forgangsröðun sem kemur fram í atkvæðagreiðslu. Hver fundarmaður gat kosið þrjú stig á þá tillögu sem ætti að fara í mestan forgang, tvö atkvæði á þá tillögu sem ætti að fara í annan forgang og eitt atkvæði á þá tillögu sem ætti að fara í þriðja forgang. Sjá myndræna framsetningu verkefnanna í viðauka við fundargerð.
    a. Æfingatæki á gamla gæsló
    i. Hreystitæki sem eru ætluð fullorðnum og eldri borgurum, til líkamsæfinga. Norwell eða samskonar tæki.
    ii. Fleiri staðsetningar ræddar, meðfram hraðbrautinni (göngu-og hjólastíg) frá Eyri, við nýja göngustíginn við fjarðarstræti
    iii. Tillagan fékk 29 stig í kosningu.
    b. Drykkjarfontar og bekkir
    i. Drykkjarfontur og bekkir við Safnahús og ef til vill á fleiri stöðum í bænum, t.d. miðbænum eða við hraðbrautina milli Sólborgar og Eyri, ef framkvæmdafé ársins dugar til þess.
    ii. Tillagan fékk 23 stig í kosningu
    c. Hjólastígur gegnum miðbæinn
    i. Vegmálning sem afmarkar hjólaakrein eftir Hafnarstrætinu og í það minnsta framhjá Silfurtorgi – áfram Aðalstræti ef það næst
    ii. Tillagan fékk 20 stig í kosningu.
    d. Klifurtæki á gamla gæsló
    i. Klifurtæki, einföld æfingatækieins og slár eða hindrunarbraut og þá með skiltum með dæmi um æfingar. Staðsett á „gamla gæsló“ við Safnahúsið. (19)
    e. Skipuleggja leiksvæði í efri bæ
    i. Bænum yrði falið að finna heppilegt svæði fyrir leikvöll og hverfisráðið gæti komið að skipulagningu þess leiksvæðis. Það er stórlega þörf fyrir leiksvæði í efra bæ.
    ii. Tillagan fékk 15 stig í kosningu.
  10. Önnur mál
    a. Skipta upp hverfisráðinu í hverfsiráð efribær og hverfisráð eyri – Alltof stórt svæði, of lítið fjármagn í allt þetta svæði. Ætti jafnvel ekki að fylgja fjármagn, vera þrýstihópur. Skorti á markviss vinnubrögð, íbúalýðræði er mjög gott hugtak og gott að fara eftir. En Ísafjarðarbær hefur lent í vandræðum með að skilgreina það, því er ekki fylgt eftir hvernig þetta virki inn í stjórnsýslunni. Nýjasta útspilið eru tveir tengiliðir sem ekki eru skilgreindir hvernig samband á að hafa við. Þarf að gefa þessu tíma.
    i. Aðalfundurinn leggur til að skoðað verði hvort hægt verði að tvöfalda fjárfestingarféð - samþykkt
    b. Ærslabelgur–
    i. Bærinn búinn að vísa á Hverfisráðið varðandi ákvarðanatöku og kvartanir íbúa. Hverfisráðið vill ekki taka á sig ábyrgð á framkvæmd né að kvörtunum sé beint til okkar, áttu eingöngu tillögurétt en komu ekki að framkvæmd.
    ii. Hverfisráðið lagði til staðsetningu en ísafjarðarbær tekur ávalt ákvörðun um hvort tillögur hverfisráða framkvæmdahæfar og sér um umsýslu og framkvæmd á þeim tillögum sem þau samþykkja.
    iii. Hljóðvistin og ónæðið fyrir íbúa ótrúlega mikið, í langan tíma og alla daga. Einnig frá foreldrum sem sækja og flauta bílflautum.
    iv. Ferlið innan bæjarins varðandi ákvörðun um staðsetningu og grenndarkynningu er ábótavant. Sumum bréfum frá íbúum um þetta mál hefur ekki verið svarað.
    v. Sumir fundarmenn tóku upp umræðu um að það sé alltaf hljóð í kringum barna leik og einhverstaðar verði þau að vera. Það sé íbúabyggð allstaðar á svæðinu og því ekki hægt að staðsetja leiktæki þar sem enginn finni fyrir truflun.
    vi. Sumum fundarmönnum finnst þessi staðsetning heppileg að mörgu leiti, ekki nálægt hraðakstri og miðsvæðis. Það sé aðstaða í Safnahúsinu fyrir salerni og slíkt. Ærslabelgurinn og Safnahúsið virki vel saman þar sem krakkar og foreldrar geti nýtt þessa þjónustu samhliða.
    vii. Ragnheiður leggur til að belgurinn verði fluttur og vill koma á framfæri að hann brýtur á markmiðum við friðun Safnahússins. Ekki lagt til kosninga.
    viii. Aðalfundurinn leggur til að Ísafjarðarbær mæli hljóðstig frá ærslabelg af þessari stærð og minni belgjum, skoði möguleika á hljóðvörnum (tré?), sett verði upp skilti með umgengnisreglum, opnunartími belgsins verði skoðaður, ef til vill væri heppilegur opnunartími 12-19 eða sami opnunartími og safnahúsið, skoði umferðaröryggi á svæðinu í kring t.d. með hraðahindrunum í túngötunni en skv. íbúum þar er hraðinn þar oft töluverður.
    c. Þörf á Hverfisráði – ætti að leggja niður félagið
    i. flækjustigið of mikið til að framkvæmd eitthvað. Ef til vill ætti frekar að vera þrýstihópur sem hefur ekki framkvæmdafé.
    ii. Bent á að miðað við umræðurnar á þessum fundi sé greinilega þörf fyrir þessa leið fyrir íbúa að koma sínum skoðunum á framfæri til bæjarins. Það þurfi framkvæmdafé til að það myndist pressa á bæinn að framkvæma eitthvað af því sem hverfisráðið leggur til.
    iii. Kosið var um tillöguna en ekki náðist 2/3 fundarins svo tillagan var felld.
    d. Banna að gefa hrafninum að éta innan bæjarmarka
    i. Umræður um að fóðrun Hrafnsins sé vandræði og auki kannski mink á svæðinu.
    e. Umferðaröryggi
    i. Við Stakkanesið; hjólandi hægi á sér þar sem íbúar bakka inn á veginn/göngustíginn. Er hægt að hafa skilti eða hlið sem hægir á?
    ii. Túngatan; setja hraðahindrun, mikil hraði og börn farin að vera að leik við götuna vegna ærslabelgs. Einnig hefur verið rætt um einstefnu.
    iii. Mikil hætta við Sólgötu; fólk sem er á leið yfir götuna sést ekki þar sem bílastæði skyggir algerlega á fólk sem stendur við gangbrautina.

Fundi slitið 22:24

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?