Hafnarstjórn - 141. fundur - 29. september 2009

Mætt eru:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Birkir Einarsson, sem varamaður Gísla Jóns Kristjánssonar er boðaði forföll, og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, er ritaði fundargerð.



Dagskrá.


1. Uppsátur frístundabáta á Flateyri.


Erindi frá Jóni Svanberg Hjartarsyni fh. Hvíldarkletts ehf., dags. 11/9/2009 þar sem óskað er eftir aðstöðu á hafnarsvæði Flateyrarhafnar til uppsáturs báta félagsins til vors 2010.


Hafnarstjórn heimilar að uppsátur frístundabáta verði á umbeðnu svæði. Tryggja skal góða umgengni um svæðið og að vel verði gengi frá bátunum.



2. Eimskip. -  Fjárhagsleg endurskipulagning.  2009-09-0039.


Erindi frá Guðmundi Nikulássyni fh. HF Eimskipafélags Íslands, vegna  fjárhagslegrar endurskipulagnigar félagsins. Einnig fylgir erindinu fréttatilkynning frá félaginu vegna fjárhagsendurskipulagningarinnar.                                                                                         Lagt fram til kynningar.



3. Seatrade Hamburg 2009 og Seatrade Miami 2010.


Erindi frá hafnarstjóra þar sem hann greinir frá Seatrade ráðstefnunni, sem haldin var í Hamborg í Þýskalandi dagana 15.-17. september sl. Einnig vegna ráðstefnunnar Seatrade í Miami sem haldin verður í Miami 15.-18. mars 2010.


Hafnarstjóri skýrði frá nýafstaðinni ráðstefnu í Hamborg. Kom fram að móttaka skemmtiferðaskipa tókst mjög vel í ár. Hafnarstjórn ákveður að taka þátt í Miami ráðstefnunni 2010.



4. Framkvæmdir Hafna Ísafjarðarbæjar samkvæmt Siglingamálaáætlun 2007-2010.  - Endurköllun verkefna inná  framkvæmdaáætlun.  2008-01-0043.


Erindi frá hafnarstjóra þar sem tíunduð eru þau verkefni sem tilheyra Siglingamálaáætlun 2007 ? 2010 og sett voru á frest haustið 2008 vegna efnahagsástandsins.


1. Suðureyri, dýpkun innsiglingarrennu 10.000 rúmmetrar 8,4 millj. ríkishl. 75%


2. Suðureyri, endurbygging löndunarbryggju 60 mtr. 44,0 millj. ríkishluti 60%


3. Ísafjörður, Mávagarður, stálþilsbryggja 60 metrar olíubyrgðarstöð viðlegudýpi 9 metrar 72,0 millj. ríkishluti 60%


4. Ísafjörður, við Mávagarð dýpkun 16,0 millj. ríkishl. 75%


5. Ísafjörður, Olíumúli, lagfæring á bryggju, upphaflega 59,0 millj. ríkishluti 60%


6. Ísafjörður, dýpkun innsiglingarrennu "viðhaldsdýpkun".*


* Dýpkun innsiglingarrennu í Sundum á Ísafirði. Þar sem endurbyggingu er lokið á Ásgeirsbakka,  rúmlega 200 metra kafla þar sem viðlegudýpi er gert ráð fyrir að verði 10-11 metrar þá er það ósk hafnarstjórnar að ráðist verði í stóra uppdælingu og Sundin verði breikkuð í minnst 100 metra og dýpkuð í 12 metra. Þetta er nauðsynlegt til þess að geta tekið stór skemmtiferðaskip að bryggju á Ásgeirsbakka þar sem aðstaðan þar er orðin mjög góð til að taka stór skip að bryggju, en flöskuhálsinn er þröng og grunn innsigling um Sundin.


Það er ósk hafnarstjórnar að þetta verkefni verði flokkað sem viðhaldsdýpkun og verði framkvæmt sem fyrst.





Móttaka skemmtiferðaskipa er nú þegar orðin talsveður hluti af starfsemi Ísafjarðarhafnar undanfarin ár og fer fjöldi skemmtiferðaskipa nú ört vaxandi. Árið 2007 komu 25 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og þar af 3 skip stærri en 50.000 brtn. Árið 2008 komu 21 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og þar af 2 skip stærri en 50.000 brt og árið 2009 komu 27 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði þar af 3 skip stærri en 50.000 brtn. Árið 2010 eru þegar skráð til hafnar á Ísafirði 25 skemmtiferðaskip og þar af 4 skip stærri en 50.000 brtn og forskráð á árið 2011 eru þegar 3 skip að stærð upp undir 100.000 brtn. Þar sem aðal breyting á skipum sem heimsækja Ísafjörð er að þau fara stækkandi telur hafnarstjórn nauðsynlegt að fara í þessa framkvæmd sem fyrst svo takist að þjónusta þau almennilega og að festa Ísafjörð enn meira í sessi sem einn af aðalviðkomustöðum skemmtiferðaskipa í framtíðinni. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að því að Ásgeirsbakki verði orðinn aðal viðlegukantur skemmtiferðaskipa frá og með árinu 2011, en til að svo megi verða þá er nauðsynlegt að fara í þessa framkvæmd.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir því við Siglingastofnun að verkefnið verði sett í líkan til að hefja undirbúning verksins og meta umfang þess.





5.  Strandveiðar 2009.


Lagt fram yfirlit hafnarstjóra vegna strandveiða sem heimilaðar voru sumarið 2009.


Það voru 35 bátar á strandveiðum, sem lönduðu á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, og á Ísafirði. Alls voru farnir 477 róðrar. Afli þeirra skiptist þannig:


Þorskur        284.767 kg


Ýsa                         6 kg


Ufsi                  1.223 kg


Steinbítur                6 kg


Lúða                       3 kg


Samtals afli: 289.005 kg


Gera má ráð fyrir að meðalverð hafi verið um 215 kr. pr. kg. og heildar aflaverðmæti 62.136.075 kr., sem gefur höfninni 807.769 kr. í aflagjald án vsk. Hafnargjöld um 659.000 kr. Samtals gerir þetta í beinum tekjum af strandveiðum 1.466.769 kr.


Hafnarstjórn fagnar mjög þessari tilraun og skorar á sjávarútvegsráðherra að úvíkka kerfið þar sem þetta virðist hafa gengið mjög vel og verkefnið þróist áfram. Skoða mætti hvort úthlutun veiðileyfanna gæti orðið hluti af tekjuöflun sveitarfélagsins.



6. Önnur mál:


Hafnarstjórn hvetur smábátaeigendur til að taka báta sína á land fyrir fyrstu haustlægðir.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.


Svalaug Guðnadóttir, formaður.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Birkir Einarsson.


Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?