Hafnarstjórn - 123. fundur - 2. febrúar 2007

Mættir eru Guðni Geir Jóhannesson formaður, Gísli Jón Kristjánsson. Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri sem ritar fundargerð.


Níels Björnsson aðalfulltrúi fjarverandi, Friðbjörn Óskarsson mættur í hans stað.


Lilja Rafney Magnúsdóttir fjarverandi, Sigurður Hafberg mættur í hennar stað.


Þetta var gert1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2006-03-0038


Erindi frá Jóhanni B Helgasyni sviðsstjóra Umhverfissviðs dagsett 3. janúar 2007 þar sem umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar óskar umsagna fagnefnda bæjarins á framlögðum drögum að aðalskipulagi markmið og stefnumótun. Erindi frá 122. fundi hafnarstjórnar..


Hafnarstjórn bókar eftirfarandi varðandi aðalskipulag.Náttúruvá.


Hafnarsvæði Ísafjarðarbæjar skiptist í 4 megin hafnir. Það er Ísafjarðar-, Suðureyrar-, Flateyrar- og Þingeyrarhafnir.


Tryggja skal að hafnirnar séu alltaf vel útbúnar og standist allar kröfur um öryggi þeirra sem um þær fara.


Ísafjarðarhöfn hefur verið skilgreind af Siglingastofnun sem ein af  neyðarhöfnum landsins og skal alltaf vera útbúnaður til að bregðast við allskyns náttúruvá fyrir allan fjórðunginn.Mengunarvarnir.


Hafnir Ísafjarðarbæjar hafa yfir að ráða mengunarvarnarbúnaði sem tilheyrir verkefninu ?Hreint haf?. Þetta er lágmarks búnaður til að bregðast við bráðamengun í höfnum. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar er formaður  mengunarvarnaráætlunar hafna á Vestfjörðum og sér ásamt Slökkviliðsstjóra um að mengunarvarnarbúnaður sá sem til er í höfnum á Vestfjörðum sé alltaf í lagi og tryggir það að þeir sem eiga að umgangast þennan búnað hafi til þess þekkingu og geti brugðist við minniháttar mengunarslysum.


Hafnirnar skulu ávallt vera hreinar og snyrtilegar og hverskonar losun skaðlegra efna í hafnirnar er alfarið bönnuð. Viðurlög við losun skaðlegra efna skal taka mið af lögum um mengun hafs og stranda og er refsivert athæfi.Ferðaþjónusta.


Hafnir Ísafjarðarbæjar hafa markvist unnið að því að taka á móti ferðamönnum.


Hafnir Ísafjarðarbæjar stefna að því að taka á móti fleiri ferðamönnum í framtíðinni. Hafnir Ísafjarðarbæjar stefna að því að gera hafnirnar aðgengilegar og áhugaverðar fyrir sjósport og frístundasiglingar.


Sjóflutningar hafa verið mikilvægur þáttur í þjónustu hafnarinnar og gæta skal að þrengja ekki svo að hafnarmannvirkjum að það hefti frekari uppbyggingu hafnarsvæðis.Sjávarútvegur.


Sjávarútvegur hefur verið undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar frá öndverðu. Síðustu áratugi hefur sjávarútvegurinn tekið stakkaskiptum og veiðiheimildir hafa skipt um hendur. Varanlegar aflaheimildir hafa horfið úr byggðalaginu og einnig hafa verið keyptar veiðiheimildir til byggðarlagsins. Þó svo að útgerðarmynstur breytist þá hefur hafnaraðstaðan í Ísafjarðarbæ stöðugt verið í uppbyggingu, bæði hvað varðar endurbyggingu eldri hafnarmannvirkja og nýbygginga.


Gera verður ráð fyrir að sjávarútvegur verði áfram einn af hornsteinum atvinnulífs í Ísafjarðarbæ.Sjór.


Ísafjarðarbær, þ.e. Ísafjörður, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, standa á eyrum milli hárra fjalla. Straumar og ferskvatn sjá svo um að sjórinn umhverfis byggðarkjarnana er ávalt tær og fagur.


Gæta skal sérstaklega að því í framtíðinni að koma í veg fyrir að sjór mengist vegna umgengni borgaranna eða fyrirtækja sem vegna starfsemi sinnar hafa aðkomu að sjó. Einnig skal sérstaklega huga að því hvernig bregðast skuli við hækkandi sjávarstöðu þar sem allar rannsóknir og spár gera ráð fyrir að sjávarborð hækki umtalsvert næstu 5 áratugi.2. Fyrir stafni haf 2005-03-0074


Erindi frá bæjarráði er varðar málefnið siglingar á norðurslóðum, ?Fyrir stafni Haf? skýrslu starfshóps utanríkisráðuneytisins.


Hafnarstjórn fagnar framkominni skýrslu. Hafnarstjórn telur ákveðin tækifæri felast í þeim hugmyndum sem í skýrslunni eru fyrir Ísafjarðarbæ, og hvetur bæjaryfirvöld til að vera vakandi yfir málinu og huga að þeim tækifærum sem kynnu að skapast.3. Bláfáninn 2007


Erindi frá Hafnarstjóra þar kynntar eru reglur er varða Bláfánann og mikilvægi þess að vera


vottuð Bláfánahöfn.


Hafnarstjórn mælir með að sótt verði um til reynslu að Suðureyrarhöfn verði Bláfánahöfn.4. Lendingarbætur í Grunnavík 2007-02-0003


Erindi frá Jóni Friðrik Jóhannssyni vegna fyrirhugaðra lendingarbóta í Grunnavík. Í erindinu kemur fram að Jón Friðrik hyggst fara í umtalsvert umhverfisátak samfara því að koma upp betri lendingaraðstöðu.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skoða málið.5. Ályktun áhugamannahóps er varðar móttöku skemmtiferðaskipa. 2006-10-0068.


Fundargerð og ályktun áhugamannahóps er varðar móttöku skemmtiferðaskipa frá fundi sem haldinn var þann 25. október 2006


Lagt fram til kynningar6. Breytingar á hafnalögum nr. 61/2003


Erindi frá samgöngunefnd Alþingis er varðar framkomnar tillögur að breytingum á hafnalögum nr. 61/2003.


Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við framkomna breytingartillögur varðandi hafnalög nr. 61/2003 en beinir þeim tilmælum til samgöngunefndar að tekið verði tillit til hafna sem eru að kljást við miklar framkvæmdir af vanefnum og gildistöku þess ákvæðis sem varðar ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir frestist að minsta kosti til ársins 2010.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.


Guðni Geir Jóhannesson form.      


Friðbjörn Óskarsson


Gísli Jón Kristjánsson    


Sigurður Hafberg          


Kristján Andri Guðjónsson    


Guðmundur M. Kristjánsson                 


 Er hægt að bæta efnið á síðunni?