Bæjarstjórn - 390. fundur - 1. desember 2016

 

 

Dagskrá:

1.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Forseti leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá núverandi áformum um flutning leik- og grunnskólans á Flateyri. Stofnaður verði samráðshópur þar sem m.a. eiga sæti fulltrúar frá Hverfisráðinu á Flateyri, starfsmönnum skólanna og Ísafjarðarbæ, og mun hann ljúka störfum ekki síðar en í árslok 2017. Fengið verði álit óháðra sérfræðinga eftir því sem þurfa þykir. Sú fjárhæð sem áætluð er í viðhald á Grunnskólanum á Flateyri samkvæmt fjárhagsáætlun mun halda sér en er ekki skilyrt vegna flutnings leikskólans Grænagarðs. Það er einlægur vilji bæjarstjórnar að styrkja skólastarf á Flateyri og festa það í sessi, sú vinna mun þó ekki eiga sér stað í andstöðu við íbúa og án þeirra aðkomu."

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Úttekt frárennslislagnir 2016 - 2016110066

 

37. fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir kostnaði á heildarúttekt á frárennsliskerfi Ísafjarðarbæjar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Hreinsson og Daníel Jakobsson.

Kristín Hálfdánsdóttir lagði fram tillögu um að málinu verði frestað.

Forseti ber tillögu Kristínar Hálfdánsdóttur um að fresta málinu upp til atkvæða.
Tillagan Kristínar samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Dagverðardalur 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2016080001

 

Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 17.08.2016 var eftirfarandi erindi tekið fyrir:

Arnór Þorkell Gunnarsson og Theodóra Mathiesen sækja um stækkun lóðar við Dagverðardal 4. skv. umsókn dags. 03.08.2016. Sótt er um stækkun sem nemur fimm metrum út frá norður gafli þar sem húsið stendur á lóðamörkum. Umsóknin var grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki bárust neinar athugasemdir á fresti sem var gefinn frá 17.08.2016 til 19.09.2016

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um stækkun lóðar verði samþykkt í samræmi við umsókn.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

 

Þann 23. nóvember 2006 var samþykkt tillaga um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina að Sindragötu 4 á Ísafirði. Breytingin fól í sér að skipta lóðinni í tvær lóðir, Sindragötu 4 og 4a. Deiliskipulagið reyndist ógilt vegna formgalla. Óskað er eftir því við skipulags- og mannvirkjanefnd að hún taki málið upp að nýju og taki afstöðu til breytinga á deiliskipulagi. Væntanlegar breytingar snúa að aukalóð sem var bætt við og er Sindragata 4a, einnig að hæð húsa verði óbreytt og að nýtingarstuðull lóðar verði mögulega hækkaður sé þess þörf, m.t.t. 2000 fermetra byggingarmagns.
466. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér grenndarkynningu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Stefna Ísafjarðarbæjar og viðbrögð gegn einelti, áreitni og ofbeldi - 2016110076

 

Á 954. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 24. nóvember sl., ásamt endurskoðaðri stefnu Ísafjarðarbæjar og viðbrögðum gegn einelti, áreitni og ofbeldi, til staðfestingar bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta stefnu Ísafjarðarbæjar og viðbrögð gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Á 953. fundi bæjarráðs var lagður fram viðauki 11, þar sem áætluð laun hækka um kr. 15.439.832,-, tekjur lækka um kr. 10.793.877,- og gjöld lækka um kr. 36.271.322,-. Áhrif viðaukans á afkomu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því jákvæð sem nemur kr. 10.037.613,-. Viðaukanum er mætt með lækkun á lífeyrisskuldbindingum um kr. 36.385.322,- og lækkun á handbæru fé kr. 26.347.709,-. Nettó breyting á efnahagsreikningi er því kr. 10.037.613,-.

Halli samstæðu Ísafjarðarbæjar var kr. 58.835.496,- og verður kr. 48.797.883,-

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki viðaukann.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Á 954. fundi bæjarráðs var lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2016, vegna leiðréttingar á verðbótagjöldum sem kemur til vegna lægri verðbólgu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðaukinn hefur þau áhrif að fjármagnsliðir lækka um kr. 59.683.719,-, skuldir samstæðu lækka um kr. 74.999.980,- og handbært fé eykst um kr. 134.683.701,-.

Eftir viðaukann verður afkoma Ísafjarðarbæjar jákvæð um kr. 10.885.836,-.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun 2016.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

8.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Á 954. fundi bæjarráðs var lagður fram viðauki 13 vegna leiðréttinga á framkvæmdaáætlun 2016, leiðréttinga á rekstri hafnarsjóðs ásamt leiðréttingum á ýmsum öðrum liðum. Viðaukinn hefur þau áhrif að tekjur aukast um 57,3 milljónir króna og gjöld aukast um 50,2 milljónir króna. Framkvæmdir ársins lækka um 65,2 milljónir króna og handbært fé eykst um 72,3 milljónir króna. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru því kr. 7.080.010.

Afgangur samstæðu Ísafjarðarbæjar fer því úr kr. 10.885.836,- í kr. 17.965.846.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 13 við fjárhagsáætlun 2016.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

9.  

Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

 

Tillaga um breytingu á íþrótta- og tómstundanefnd þar sem Ásgerður Þorleifsdóttir tekur sæti Guðrúnar Margrétar Karlsdóttur í nefndinni.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

10.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Tillaga að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2017, ásamt gjaldskrá og greinargerð, lögð fram til síðari umræðu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson og Jónas Þór Birgisson.

Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Ísafjarðabæjar samþykkir að unglingadeild Landsbjargar Ísafirði verði styrkt um 1 milljón króna til að standa straum að kostnaði sem til mun falla vegna unglingalandsmóts Landsbjargar sem haldið verður á Ísafirði næsta sumar."

Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2017, ásamt fjárfestingaáætlun, gjaldskrá og greinargerð, var gengið til atkvæðagreiðslu.

Forseti ber gjaldskrár Ísafjarðarbæjar og stofnana 2017 upp til atkvæðagreiðslu.
Gjaldskrárnar samþykktar 9-0.

Forseti ber breytingartillögu bæjarfulltrúa Í-listans til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 8-0.
Daníel Jakobsson gerir grein fyrir atkvæði sínu

Forseti ber fjárhagsáætlun 2016, með áorðnum breytingum Í-listans, til atkvæða.
Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt 6-0.

 

   

11.  

Bæjarráð - 953 - 1611018F

 

Fundargerð 953. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. nóvember sl., fundargerðin var í 14 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Bæjarráð - 954 - 1611021F

 

Fundargerð 954. fundar bæjarráðs sem haldinn var 28. nóvember sl., fundargerðin er í 18 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 466 - 1611013F

 

Fundargerð 466. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 23. nóvember sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37 - 1611015F

 

Fundargerð 37. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:24

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?