Bæjarstjórn - 376. fundur - 3. mars 2016

 

Dagskrá:

1.  

Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

 

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjó í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells ehf.
451. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar gerði ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun.
Nefndin telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.

Forseti leggur til að bæjarstjórn taki undir afgreiðslu 451. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar og geri ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun fyrir framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjó í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells ehf.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Viðurkenningin Sómi Ísafjarðar - 2016030004

 

Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar, forseta, til Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um að stofnað verði til viðurkenningar sem bera muni heitið Sómi Ísafjarðar. Þar af leiðandi Sómi Dýrafjarðar og einnig það sama heiti fyrir hina byggðakjarnana. Atvinnu- og menningarmálanefnd skal falið að vinna frekari útfærslu á þessari tillögu.
Greinargerð:
Það er til viðurkenning í Ísafjarðarbæ sem heitir Heiðursborgari Ísafjarðar og er það mikið stærra og flóknara mál sem þarfnast annars konar nálgunar og er líka mun dýrari framkvæmd. Það hefur vantað, að mér finnst, einhverja viðurkenningu sem er minna mál að framkvæma og er aðeins hugsað sem smá viðurkenning á til dæmis starfi, félagsstarfi eða einhverju öðru sem viðkomandi hefur lagt samfélaginu hér í Ísafjarðarbæ krafta sína og elju í.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

 

Verkís, f.h. Vegagerðarinnar, óskar eftir heimild Ísafjarðarbæjar til að láta gera deiliskipulag við báða jarðgangamunna væntanlegra Dýrafjarðarganga, sbr. bréf dags. 16.02.2016.
451. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar lagði til við bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Jónas Þór Birgisson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Tillaga um íbúakosningu/skoðanakönnun vegna Sundhallar Ísafjarðar - 2016030006

 

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að farið verði í íbúakosningu (skoðanakönnun) á áherslum og forgangsröðun íbúa Ísafjarðarbæjar í uppbyggingarmálum íþróttamannvirkja í bænum. Þar til að niðurstöðu þessarar kosningar/könnunar liggur fyrir verði hönnunarsamkeppni um endurbyggingu Sundhallarinnar slegið á frest.
1. Spurt verði hvort bæjarbúar vilji endurbyggja Sundhöllina við Austurveg fyrir hundruðir milljóna króna á næstu árum, þar sem ekki er gert ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir sundiðkendur.
2. Spurt verði um forgangsröðun bæjarbúa til endurbóta sundhallarinnar, fjölnota íþróttahús og jafnvel fleiri framkvæmda.
3. Spurt verði um vilja bæjarbúa til þess að reynt verði að horfa heildstætt á íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar og nágrannasveitarfélaganna með það að markmiði að bæta nýtingu íþróttamannvirkja og flýta uppbyggingu þeirra.

Bæjarstjóra verði falið að útfæra þessa kosningu/könnun og leggja tillögu fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

Greinargerð:
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur borið því við að ekki sé til fjármagn í uppbyggingu íþróttamannvirkja s.s. yfirbyggðs gervigrass eða jafnvel bara keppnisknattspyrnuvallar. Bæði verkefni sem íþróttahreyfingin hefur lagt mikla áherslu á að farið verði í. Á sama tíma er verið að fara í hönnunarsamkeppni um endurbyggingu á Sundhöllinni við Austurveg. Í drögum að keppnislýsingu sem nú eru til umfjöllunar í nefndum bæjarins kemur m.a. fram að:
„Sérstök áhersla er lögð á aðlaðandi lausn á aðkomu og umferð fyrir alla innanhúss og utan, með samgönguleiðum sem virki vel fyrir mannvirkið í heild að framkvæmdum loknum.
Áhersla er einnig lögð á vandaða hönnun á baðaðstöðu utandyra, þar sem notið verði sólar og skjóls í heitum pottum, sturtum og í nærumhverfi þeirra. Fyrirkomulag þess þarf að vera með góð tengsl við starfsemi innanhúss.
Núverandi búningsklefar og sturtur eru ekki aðgengilegir öllum, auk þess að vera barn síns tíma. Úr því þarf að bæta. Baðaðstaða utandyra kallar jafnframt eftir umfangsmeiri aðstöðu en nú er til staðar. Endurhönnun á fyrirkomulaginu er mikilvægur þáttur samkeppninnar og verður sérstaklega leitað eftir góðum og hagkvæmum lausnum hvað þetta varðar.“
Jafnframt er eftirfarandi sett fram sem starfsemislýsing:
„2.4.10 Eimbað
Núverandi eimbað verður lagt niður og rými þess nýtt í endurskipulagi byggingarinnar. Nýju eimbaði skal koma fyrir þannig að það verði aðgengilegt báðum kynjum. Staðsetning þess getur verið innandyra eða á baðsvæði úti. Við eimbaðið skal vera bjart forrými/hvíldarrými með lausum sætum. Innan eimbaðsins skal vera hefðbundin búnaður eimbaðs, með bekki í 3 hæðir. Verði staðsetning eimbaðsins úti skal gera ráð fyrir sturtu í tengslum við það.
2.4.11 Heitir pottar og vaðlaug
Gera skal ráð fyrir tveimur heitum pottum og lítilli vaðlaug á útisvæði á baklóð sundhallarinnar??? Núverandi pottur, við suðurenda sundlaugarinnar, verður fjarlægður svo pláss sem þar er nýtist við notkun laugarinnar.??? 
2.4.12 Vatnsrennibraut
Á baðsvæði úti skal gera ráð fyrir vatnsrennibraut með um 3.5m hæð. Við enda hennar skal vera lendingarlaug.???
2.4.13 Varsla
Gera þarf ráð fyrir vörslu fyrir sundlaugarrýmið og útibaðsvæði. Æskilegt er að varsla verði sameiginleg fyrir bæði svæði og í góðum tengslum við afgreiðslu.
2.4.14 Sjúkraherbergi
Sjúkraherbergi þarf að koma fyrir og vera í góðum tengslum við sundlaug, útibaðsvæði og aðkomu.
2.4.15 Útibaðsvæði
Gert er ráð fyrir að yfirborð útibaðsvæðis verði upphitað og með mjúku yfirborði.???
2.4.16 Stjórnrými
Gera þarf ráð fyrir herbergi fyrir skrifstofu og fundi, ásamt herbergi fyrir kennara. Æskilegt er að staðsetning þessara herbergja verði í tengslum við starfsmannaaðstöðu, sbr. gr. 2.4.5, til samnýtingar á aðstöðu og búnaði.???
2.4.17 Tæknirými
Tæknibúnaður sundlaugarinnar verður áfram í núverandi rýmum í kjallara sundhallarinnar. Tæknibúnaði tilheyrandi endurskoðuðu fyrirkomulagi bað- og búningsherbergja, potta, kerja og sturta á útibaðsvæði, verður komið fyrir í kjallara viðbyggingar í tengslum við núverandi tæknirými.???
2.4.18 Þvottaherbergi, ræsting og geymslur
Æskilegt er að þvottaherbergi verði í nálægð við starfsmannaðstöðu, en þó er núverandi staðsetning í kjallara í lagi. Ræstiherbergjum ásamt geymslum fyrir almenn efni til hreinlætis skal koma fyrir í góðum tengslum við bað- og búningsherbergi. Geymslum fyrir almenn efni og hluti sem tengist starfseminni skal koma fyrir í kjallara viðbyggingar. Sorpgeymslu fyrir flokkað sorp skal koma fyrir í tengslum við viðbyggingu á baklóð austanvert.???
2.4.19 Tilhögun lóðar við aðliggjandi lóðir
Baklóð Sundhallarinnar deilir lóðarmörkum með lóðarmörkum 5 íbúðarhúsa til norðurs ásamt lóðarmörkum Tónlistarskólans í austri. Við hönnun lóðarinnar skal gera ráð fyrir aðlögunarbili meðfram lóðarmörkunum, á milli sundlaugarstarfsemi á lóðinni og umræddra lóða, og þannig fyrir komið að bein tengsl, ásýnd og hugsanleg truflun á milli lóða verði sem minnst.“
Af ofangreindu má sjá að fyrirhuguð framkvæmd jafnast á við nýbyggingu sundlaugar. Með hliðsjón af þessu og hve kostnaðarsamt verkið mun verða m.v. umrædda keppnislýsingu og ástand hússins, teljum við undirritaðir bæjarfulltrúar eðlilegt áður en lengra er haldið að kanna vilja bæjarbúa til þessarar forgangsröðunar meirihluta bæjarstjórnar.
Þau rök að bíða eigi með frekari ákvarðanir í þessu þar til að tillögur hönnunarsamkeppni liggi fyrir eiga ekki við rök að styðjast. Meirihluti bæjarstjórnar hefur lýst því yfir að ekki séu til peningar til að fara í dýrar framkvæmdir. Ekki er lengur hægt að halda því fram að svo sé í þessu tilfelli. Gera má ráð fyrir að lágmarkskostnaður til að mæta umræddum kröfum gæti verið um 300 m.kr. en líklega mun meiri en það. Í það minnsta væri eðlilegt að meirihlutinn myndi leggja fram einhverja nálgun á kostnaðarútreikningum m.v. þessa keppnislýsingu áður en lengra er haldið.
Núverandi meirihluti hefur lagt mikla áherslu á opna íbúalýðræðislega stjórnsýslu og ætti því að fagna þessari tillögu.

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Erla Rún Sigurjónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Sigurður J. Hreinsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:

"Drög að keppnislýsingu vegna hugmyndasamkeppni vegna endurbóta á Sundhöll Ísafjarðar sem unnin var í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá því í mars í fyrra var kynnt á vinnufundi sl. mánudag.
Á fundinn voru boðaðir bæjarfulltrúar, fulltrúar í íþrótta- og tómstundanefnd og fulltrúar í skipulags og mannvirkjanefnd. Viðfangsefnið var að fara ítarlega yfir fyrirliggjandi þarfagreiningu til áframhaldandi vinnu, ákvarðanatöku og samþykktar.
Sú leið sem minnihlutinn leggur til með tillögu sinni er að setja málið aftur á byrjunarreit og taka málið úr þeim faglega farvegi sem það er í núna. Spurningarnar eru leiðandi og gefa villandi mynd af mismunandi valkostum.
Hugmyndasamkeppni er til þess fallin að ná fram bestum möguleikum til endurbóta og varðveislu þess merka mannvirkis sem Sundhöll Ísafjarðar er."

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan felld 5-4.

 

   

5.  

Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

 

Lagðar eru fram tilnefningar Arkitektafélags Íslands að dómurum í dómnefnd í samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg.
919. fundur bæjarráðs lagði til við bæjarstjórn að tilnefning Arkitektafélags Íslands á dómurum í dómnefnd í samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar verði samþykkt.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 5-0. Fjórir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

   

6.  

Bæjarráð - 919 - 1602023F

 

Fundargerð 919. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22. febrúar sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

7.  

Bæjarráð - 920 - 1602027F

 

Fundargerð 920. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. febrúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 141 - 1602028F

 

Fundargerð 141. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 29. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Fræðslunefnd - 364 - 1602014F

 

Fundargerð 364. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Hátíðarnefnd - 6 - 1602016F

 

Fundargerð 6. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 16. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 166 - 1602010F

 

Fundargerð 166. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 451 - 1602017F

 

Fundargerð 451. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

 

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?