Bæjarstjórn - 363. fundur - 19. júní 2015

 

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, setur fund og vekur athygli á því að fundurinn er eingöngu skipaður konum í dag, 19. júní 2015, á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir, Erla Rún Sigurjónsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir biðja um orðið í upphafi fundar til að ræða 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og jafnrétti kynjanna.

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Jónas Þór Birgisson, í hans stað Martha Kristín Pálmadóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, í hans stað Helga Dóra Kristjánsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, í hans stað Erla Rún Sigurjónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, í hennar stað Sif Huld Albertsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, í hans stað Inga María Guðmundsdóttir, Daníel Jakobsson, í hans stað Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Dagskrá:

1.  

Samþykktir um öldungaráð Ísafjarðarbæjar - 2014080062

 

Tillaga 5. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu að samþykktum um öldungaráð Ísafjarðarbæjar.

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu leggur til við bæjarstjórn að drög að samþykktum um öldungaráð Ísafjarðarbæjar verði samþykkt. Nefndin leggur enn fremur til að breytingar verði gerðar á bæjarmálasamþykktinni til samræmis við samþykktir þessar.

Lagt er til að eftirfarandi verði bætt aftast í B-lið 47. gr., þ.e. 6. tölulið samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar:
6. Öldungaráð. Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Ísafjarðarbæjar kýs bæjarstjórn tvo fulltrúa og tvo til vara, Samtök eldri borgara í Ísafjarðarbæ tilnefna sex fulltrúa og sex til vara og Félag eldri borgara í Önundarfirði tilnefna einn fulltrúa og einn til vara. Kosið er til fjögurra ára.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

Forseti vísar breytingum á bæjarmálasamþykkt til annarrar umræðu.

 

   

2.  

Samþykktir um ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 2014080062

 

Tillaga 5. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu að samþykktum um ungmennaráð Ísafjarðarbæjar.

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu leggur til við bæjarstjórn að drög að samþykktum um ungmennaráð Ísafjarðarbæjar verði samþykkt. Nefndin leggur enn fremur til að breytingar verði gerðar á bæjarmálasamþykktinni til samræmis við samþykktir þessar.

Lagt er til að eftirfarandi verði bætt aftast í B-lið 47. gr., þ.e. 7. tölulið samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar:

7. Ungmennaráð. Samkvæmt samþykkt fyrir ungmennaráð Ísafjarðarbæjar skulu 9 fulltrúar eiga sæti í ungmennaráði. Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu tilnefndir af nemendum Menntaskólans á Ísafirði, tveir fulltrúar og tveir til vara af nemendum Grunnskólans á Ísafirði, einn fulltrúi og einn til vara tilnefndur af Grunnskóla Önundarfjarðar, einn fulltrúi og einn til vara tilnefndir af nemendum Grunnskólans Suðureyri, einn fulltrúi og einn til vara tilnefndir af nemendum Grunnskóla á Þingeyri, einn fulltrúi og einn til vara, skipaðir af fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar, úr hópi ungmenna sem eru utan skóla. Tilnefnt skal árlega í ungmennaráð og skulu tilnefningar berast bæjarráði fyrir 1. október ár hvert.
Verði breyting á fjölda skóla í Ísafjarðarbæ, fjölgar eða fækkar fulltrúum í ráðinu til samræmis við það.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir,

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti vísar breytingum á bæjarmálasamþykkt til annarrar umræðu.

 

   

3.  

Hinsegin fræðsla í grunnskólum - 2015060067

 

Tillaga forseta um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Skóla- og tómstundasviði verði falið að vinna umsögn og koma með tillögur að útfærslu ásamt kostnaðaráætlun. Ísafjarðarbær gæti leitast við að gera samstarfssamning við Samtökin ’78 um fræðslu og ráðgjöf við nemendur og starfsfólk grunnskólanna líkt og dæmi eru um úr öðrum sveitarfélögum.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Erla Rún Sigurjónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Mikilvægi tónlistarskóla á landsbyggðinni - 2015060069

 

Tillaga forseta að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um mikilvægi tónlistarskóla á landsbyggðinni.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill beina því til starfshóps menntamálaráðuneytisins um framtíð tónlistarkennslu á framhaldskólastigi að áfram verði stutt við tónlistarnám á framhaldskólastigi á landinu öllu til að tryggja jafnan rétt barna til náms óháð búsetu og til að tryggja að tónlistarnám fái þrifist á landinu öllu. Því verður ekki trúað að vilji sé til þess í þjóðfélaginu að flæma grunnskólabörn úr heimahögum sínum svo þau geti stundað framhaldsnám í tónlist.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Erla Rún Sigurjónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2014080069

 

Tillaga forseta að stofnun hátíðarnefndar vegna 20 ára afmælis Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að skipa hátíðarnefnd til að skipuleggja 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar sem verður á árinu 2016, í framhaldi af samþykkt 359. fundar bæjarstjórnar. Nefndina skulu skipa:

Nanný Arna Guðmundsdóttir
Kristján Andri Guðjónsson
Jónas Þór Birgisson
Inga S. Ólafsdóttir
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson
Þórdís Sif Sigurðardóttir
Jóna Símonía Bjarnadóttir

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða með þeirri lagfæringu sem rædd var á fundinum.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - 2014080014

 

Tillaga forseta að tónleikum í Tunguskógi í tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að haldnir verði hátíðartónleikar í Tunguskógi í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa viðburðinn og leggja viðauka vegna hans fyrir bæjarstjórn hið fyrsta.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Þingsályktunartillaga um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda - 2015020078

 

Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál.

Tillaga að umsögn um þingmál 588, illögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir ánægju með tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda. Ísafjarðarbær hefur lengi glímt við óstöðugt ástand í sjávarútvegi. Íbúar byggðalaga búa við mikið óöryggi um sína nánustu framtíð, hvort vinnslan starfar eða lokar, um úthlutun byggðakvóta og framboð á leigukvóta, svo dæmi séu tekin. Slíkt óöryggi um framtíðina, sem fyrirtæki í sjávarútvegi telja ekki bjóðandi lögaðilum, er sannarlega ekki bjóðandi fólki sem þráir ekkert heitar en vinna þjóðfélagi sínu gagn á heimaslóðum.
Byggðafesta veiðiheimilda ætti að treysta afkomuöryggi íbúa í byggðalögum á Vestfjörðum og verða þannig framþróun á sértæka byggðakvótanum. Einnig væri með þessu tekið skref í áttina til þess að færa rótgrónum sjávarþorpum aftur réttinn til fiskiauðlindarinnar að nokkru leyti.
Brothættar byggðir á Vestfjörðum er lýsing á því að fjöreggið er eitt og því kastað manna á milli frá ári til árs. Skipulega þarf að vinna að því að skjóta fleiri stoðum undir þessar byggðir með markvissri en skynsamlegri uppbyggingu í tengslum við fiskeldi og ferðamennsku, á sjálfbæran hátt þannig að verði landi og þjóð til sóma.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gunnhildur Björk Elíasdóttir,

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0

 

   

8.  

Jafnréttisáætlun - 2010050008

 

Tillaga 399. fundar félagsmálanefndar um að jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ.
Félagsmálanefnd samþykkir jafnréttisáætlunina með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gunnhildur Björk Elíasdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

9.  

Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012

 

Beiðni um umsögn að aukinni framleiðslu á regnbogasilungi eða laxi um 2.000 tonn í Dýrafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tók beiðnina til umsagnar á fundi sínum 18. júní 2015 og gaf eftirfarandi umsögn.

Til fjölda ára hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ályktað um skipulagsmál á strandsvæðum og ítrekað komið þeirri skoðun sinni á framfæri að færa eigi skipulagsvaldið á strandsvæðum til sveitarfélaga allt út að 1 sjómílu frá grunnlínupunktum.
Sú afstaða byggir meðal annars á þeirri staðreynd að í þeirri umfangsmiklu aukningu fiskeldis sem nú er í gangi, er verið að breyta verulega ásýnd fjarða og flóa auk þess sem núverandi nýting þeirra svæða breytist óhjákvæmilega. Það er óeðlilegt á allan hátt, að það fólk og sveitarstjórnir sem búa næst þeim svæðum sem ákveðið er að breyta í útliti og nýtingu, ráði litlu sem engu um þau mál.
Það er mat nefndarinnar að þar sem löggjafinn gerir ekki ráð fyrir gerð skipulags fyrir svæðið ættu allar framkvæmdir innan þess að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð fyrir nokkrum árum. Í þessu tilfelli sem hér um ræðir væri það til mikilla bóta, ef til væri samsvarandi skipulag fyrir nýtingu Dýrafjarðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd er þeirrar skoðunar að þau mannvirki sem staðsett eru utan netalaga eigi jafnframt að vera byggingarleyfisskyld.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti leggur til að umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar verði gerð að umsögn bæjarstjórnar.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

10.  

Samningur um ferðaþjónustu fyrir blinda - 2012090066

 

Tillaga 399. fundar félagsmálanefndar að þjónustusamningi við Blindrafélagið.

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Blindrafélagið, vegna ferðaþjónustu fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar sem eru skráðir lögblindir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar.

Félagsmálanefnd samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að hún geri það einnig.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur Björk Elíasdóttir og Martha Kristín Pálmadóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

11.  

Sumarleyfi bæjarstjórnar - 2015010008

 

Tillaga forseta um sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir og að bæjarstjórn komi næst til fundar að loknu sumarleyfi fyrsta fimmtudaginn í september 2015. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

12.  

Bæjarráð - 888 - 1506006F

 

Fundargerð 888. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. júní sl., fundargerðin er í 16 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Bæjarráð - 889 - 1506010F

 

Fundargerð 889. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. júní sl., fundargerðin er í 17 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 126 - 1506007F

 

Fundargerð 126. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 11. júní sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Félagsmálanefnd - 398 - 1506001F

 

Fundargerð 398. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 2. júní sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Félagsmálanefnd - 399 - 1506009F

 

Fundargerð 399. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 11. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 5 - 1506005F

 

Fundargerð 5. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu sem haldinn var 5. júní sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:52

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Arna Lára Jónsdóttir

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Erla Rún Sigurjónsdóttir

 

Sif Huld Albertsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Inga María Guðmundsdóttir

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Hjördís Þráinsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?