Bæjarstjórn - 319. fundur - 22. nóvember 2012

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Gísli H. Halldórsson í h. st. Steinþór Bragason. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

Dagskrá:

I. Tillaga frá 773. fundi bæjarráðs.

Erindi Lindarfoss ehf., vatnskaupasamningur. 2007-08-0062. 

II. Tillaga frá 774. fundi bæjarráðs.

Endurskoðun samnings við Kubb ehf., Ísafirði.  2011-01-0069.

III. Tillaga frá 136. fundi íþrótta- og tómstundanefndar.

Íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-03-0095.

IV. Tillaga frá 136. fundi íþrótta- og tómstundanefndar.

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.  2012-11-0041.

V. Tillaga frá 384. fundi umhverfisnefndar.

Mávagarður á Ísafirði, úthlutun lóðar. 2012-07-0034.

VI. Tillaga frá 384. fundi umhverfisnefndar.

Rómarstígur á Suðureyri, úthlutun lóða. 2010-07-0062.

VII. Fundargerð(ir) bæjarráðs  12/11. og 19/11.

VIII.

" félagsmálanefndar 6/11.
IX. " fræðslunefndar 7/11.
X. " hafnarstjórnar 12/11.
XI. " íþrótta- og tómstundanefndar 14/11.
XII. " umhverfisnefndar 14/11.
XIII.

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrirárið 2013.

Fyrri umræða í bæjarstjórn.

 

I.         Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Benedikt Bjarnason, Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Pétursson

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 773. fundur 12. nóvember 2012.

3.         Erindi frá Lindarfoss ehf., Sindragötu 12, Ísafirði.   2007-08-0062.

            Lagt fram erindi frá Lindarfossi ehf., Sindragötu 12, Ísafirði, dagsett 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á vatnskaupasamningi félagsins við Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði framlengdur um tvö ár.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.    

 

II.        Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 774. fundur 19. nóvember 2012.

3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Endurskoðun samninga við Kubb ehf., Ísafirði.  2011-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 13. nóvember sl., þar sem hann gerir grein fyrir frekari skoðun sinni á endurskoðun samninga við Kubb ehf., vegna sorpmála.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samningur með viðaukum, við Kubb ehf., verði samþykktur. Samningsdrög verða send út með gögnum bæjarstjórnar.

 

            Arna Lára Jónsdóttir lagði til að grein tvö í viðauka um forsendubrest við samning við Kubb ehf., verði tekinn inn í samninginn sem 8. grein og aðrar greinar færast niður í samræmi við það.

            Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur samþykkt 9-0.

            Tillaga bæjarráðs með breytingartillögu Örnu Láru Jónsdóttur samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar 136. fundur 14. nóvember 2012.

4.         2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar.

            Lögð fram drög að íþrótta- og tómstundastefnu íþrótta- og tómstundanefndar, sem fór fyrir bæjarráð í síðustu viku.

            Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki stefnuna með áorðnum breytingum. Nefndin mun á næstu mánuðum fara í vinnu við forgangsröðun og uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í samstarfi við HSV.

            Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar 136. fundur 14. nóvember 2012.

5. Önnur mál:  a) 2012-11-0041.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 

Ákveðið að útnefna íþróttamann Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012 sunnudaginn 20. janúar n.k. Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2012 verði veitt peningaverðlaun kr. 100.000.-.

            Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

             

V.        Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 384. fundur 14. nóvember 2012.

8.         2012070034 - Mávagarður, olíubirgðastöð Skeljungs.

                        Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Skeljungur fái lóð E við Mávagarð, Ísafirði,  enda er gert ráð fyrir olíubirgðastöð á lóðinni í gildandi deiliskipulagi. Lóðinni verði úthlutað í samræmi við reglur sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

VI.      Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 384. fundur 14. nóvember 2012.

10.       2010070062 - Rómarstígur 2, 4, og 6, Suðureyri, ofl. - Endurbygging byggðarkjarna Suðureyrar. 

Umhverfisnefnd 383. fundur 31. október 2012.

8.         2010070062 - Rómarstígur 2, 4 og 6, Suðureyri, o.fl. - Endurbygging

            byggðarkjarna Suðureyrar.

Lagt fram erindi dags. 18. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni, þar sem óskað er eftir samningi við Ísafjarðarbæ um úthlutun á 6 lóðum við Rómarstíg og Stefnisgötu, Suðureyri.

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram drög að hugsanlegum samningi fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson, Suðureyri,  fái umbeðnar lóðir til úthlutunar enda verði gengið til samninga vegna þeirra á grundvelli fyrirliggjandi samkomulagsdraga.

 

Forseti lagði til að þessum lið dagskrár yrði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar og var það samþykkt 9-0.

             

VII.     Bæjarráð.

Fundargerðin 12/11.  773. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 19/11.  774. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 6/11.  372. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Fræðslunefnd.

Fundargerðin 7/11.  325. fundur.

Fundargerðin er í sjö  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Hafnarstjórn.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 12/11.  162. fundur.

Fundargerðin er í sex liðurm.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.      Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fundargerðin 14/11.  136. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðurm.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku:  Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Benedikt Bjarnason.

 

Fundargerðin 14/11.  384. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XIII.   Tillaga til 319. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. nóvember 2012.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Benedikt Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 774. fundur 19. nóvember 2012.

1.         Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja árið 2013. 2012-09-0006.

             Bæjarráð samþykkir að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2013, verði á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 22. nóvember n.k.

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun og gjaldskrám bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2013, ásamt greinargerð, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram nokkrar tillögur um breytingar á gjaldskrám frá því sem áður hafði verið sent út með dagskrá.

 

Breytingartillaga við gjaldskrá Ísafjarðarbæjar fyrir 2013.

                Nokkrar breytingar á gjaldskrá hafa verið í umræðunni við lokayfirferð fjárhagsáætlunar bæði í nefndum og hjá embættismönnum.

 

a)      Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.

  • 2. gr. breytist og verður:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að sorpgjald í þéttbýli á hvert heimili verði kr. 39.300 kr.  og kr. 26.700 á hvert heimili í dreifbýli Ísafjarðarbæjar. Auk þess hefur bæjarstjórn ákveðið að sumarbústaðir og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu verði 13.230 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum

Sorpnefnd lagði upp með 10% lækkun á sorpgjöldum og tekjur fjárhagsáætlunar m.v. það.

Í drögum voru þessar upphæðir 35.000 kr. 23.600 kr.,- og 11.800 kr.,- sem er mun meiri lækkun.

 

b)     Gjaldskrá fjölskyldusviðs

  • Fjölskyldusvið – útseld vinna

Útseld vinna án vsk.   15.000 kr. (er í drögum 11.485 kr.)

Ástæða þessarar hækkunar er sú að starfsmenn okkar komast illa yfir að vinna útselda vinnu vegna anna. Þessi hækkun er þ.a.l. sett inn til að draga úr eftirspurn annarra sveitarfélag í okkar þjónustu og gera hana á sama tíma arðbærari fyrir okkur. Hafa ber í huga að hlutfall útseldrar vinnu af raunverulegum vinnutíma er lágt. Þ.e. að fyrir hvern seldan vinnutíma liggja margir vinnutímar að baki.

c)      Gjaldskrá Skóla- og tómstundasviðs

  • Dagforeldrar

Lagt er til að nýr dálkur bætist við fyrir börn 18 mánaða og eldri. Niðurgreiðsla til þeirra verði hækkuð um 20.000 kr. á mánuði þannig að kostnaður foreldra verði svipaður fyrir dagvist barna 18 mánaða og eldri hjá dagmæðrum og á leikskóla. Viðmiðunargjald verði jafnframt hækkað í 70.000 kr.  og settir inn tveir dálkar til að sýna hver niðurgreiðsla er fyrir 8 tíma vistun.

 

Ástæðan fyrir þessari hækkun er sú að Ísafjarðarbær hefur þá stefnu að öll börn eldri en 18 mánaða fái leikskólapláss. Næstu tvö árin verður meiri eftirspurn eftir leikskólaplássi en verið hefur er talið að það þurfi að vera hægt að bjóða upp á þetta.

  • Sundlaugar, skíði og líkamsrækt.

Við bætist liður neðst í þessum hluta:

Árskort á skíðasvæði, sundstaði og líkamsrækt eru einungis í boði fyrir íbúa með lögheimili eða aðsetur í Ísafjarðarbæ.

Umræddar einingar eru niðurgreiddar af skattfé. Þ.a.l. er eðlilegt að árskort sem eru mestu afsláttarkjörin séu bara í boði fyrir íbúa.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

 

            Arna Lára Jónsdóttir lagði fram breytingartillögur ásamt greinargerðum frá Í-lista til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

Í- listinn leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að áætlaðar verði 3.000.000.- til ,,verkfærakaupa“ fyrir nemendur í grunnskólum bæjarfélagsins á næsta ári.

Samkvæmt grunnskólalögum nr.91/2008, 31.gr á að veita kennslu í skyldunámi á vegum opinberra aðila nemendum að kostnaðarlausu, þó er ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota svo sem pappír og ritföng.  Þrátt fyrir þetta þurfa foreldrar að leggja út talsverðar fjárhæðir  á hverju hausti til að veita börnum sínum nauðsynleg gögn vegna skólagöngu í grunnskóla því hugtakið persónuleg gögn er mjög teygjanlegt. Þetta felur í sér mismunun skólabarna á grundvelli efnahags foreldra.  Æskilegast væri að sveitarfélögin legðu nemendum grunnskóla til öll þau gögn sem ætlast er til að þeir noti í vinnu sinni í skólanum. Það má útfæra þannig að skólarnir fá greidda ákveðna upphæð til ,,verkfærakaupa“ fyrir hvern nemanda. Eðli málsins samkvæmt þarf upphæðin að vera hærri meðan verið er að byggja upp lager í skólum en getur síðan lækkað.

Ef gert er ráð fyrir að nánast öll gögn séu keypt fyrir nemendur í Ísafjarðarbæ kostar það um 6000 krónur á hvern nemanda til að byrja með, eða um 3.000.000 fyrir alla nemendur í Ísafjarðarbæ fyrsta árið. Annað árið mætti lækka upphæðina í 2.500.000 þar sem ekki þarf að kaupa alla hluti á hverju ári.

 

Tillaga 2: Auknar niðurgreiðslur til daggæslu í heimahúsi vegna barna sem hafa náð 18. mánaða aldri sem ekki komast inn á leikskóla í byggðakjarna.

Sú staða er komin upp í Ísafjarðarbæ að ekki er hægt að tryggja öllum börnum 18. mánaða og eldri leikskólapláss.  Til að tryggja foreldrum barna 18. mánaða og eldri sem ekki fá leikskólapláss viðundandi þjónustu, leggur Í-listinn til að niðurgreiðslur til daggæslu í heimahúsi verði hækkaðar, svo að útgjöld vegna dagvistunar verði sambærileg hvort sem um er að ræða leikskólapláss eða vistun hjá dagforeldrum.

 

Miðað við upplýsingar frá sviðstjóra skóla og tómstundasviðs kostar þessi tillaga 3.9 m.kr.

 

Tillaga 3: Kynbundin launamunur:

Í-listinn leggur til að farið verið í könnun á  kynbundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ.

Í mörg ár hefur verið rætt um að gera formlega könnun á kynbundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ. Í- listinn hefur að minnsta kosti tvisvar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn.  Í fyrra skiptið var málið sett í nefnd en í seinna skiptið var tillagan samþykkt, en þeirri samþykkt var ekki fylgt eftir. Nú hefur jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar verið samþykkt og í henni er gert ráð fyrir að farið verði könnun á kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu. Því leggur Í-listinn að farið verði í þetta verkefni. Eitthvað svigrúm er til staðar hjá félagsmálanefnd í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun  en gera má ráð fyrir að könnun sem þessi kosti um 1.6 m.kr.

 

Tillaga 4: Hönnun á útisvæði með heitum pottum við Sundhöll Ísafjarðar

Í-listinn leggur til að farið verið í hönnun á útisvæði með heitum pottum við Sundhöll Ísafjarðar.

Ljóst er að ekki verður farið í byggingu nýrrar sundlaugar á Ísafirði næstu árin vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Það er því mikilvægt að verði farið í minniháttar betrumbætur á aðstöðunni  við Sundhöll Ísafjarðar til auka lífsgæði íbúa á svæðinu og fyrir ferðamenn.  Það er hægt að gera með því að gera útisvæði með heitum pottum við Sundhöllina. Þessi aðgerð væri ekki síður til þess fallin að auka bjartsýni meðal íbúa og auka samveru þeirra á milli.

Gera má ráð fyrir að þessi tillaga kosti 2.m.kr.

 

----------------------------------------------------------------------------------------------------

            Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

            ,,Fulltrúar sem skipa meirihluta B- og D-lista benda á að tillögur þær sem bæjarfulltrúar Í-lista hafa lagt hér fram eru nánast að öllu leyti samhljóða framlögðum tillögum meirihlutans, um forsendur að fjárhagsáætlun, sem settar voru fram við upphaf vinnu að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013.“

Undirritað af Eiríki Finni Greipssyni, Kristínu Hálfdánsdóttur, Guðfinnu Hreiðarsdóttur, Steinþóri Bragasyni og Albertínu F. Elíasdóttur.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

            Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

,,Bæjarfulltrúar Í-listans fagna því að fulltrúar D- og B-lista hafa tekið undir tillögur Í-listans um að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013 verði lögð áhersla á að bæta lífskjör barnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ.“

Undirritað af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Benedikt Bjarnasyni.

------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

            Guðfinna Hreiðarsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

            ,,Fyrr á þessu ári samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar nýja jafnréttisstefnu fyrir sveitarfélagið. Um leið var hafin vinna við framkvæmdaáætlun og starfsmarkmið, sem vonandi munu liggja fyrir innan tíðar. Strax var ljóst að í forgang þyrfti að setja könnun á launamun karla og kvenna innan sveitarfélagsins, en nýlegar rannsóknir staðfesta að á Íslandi er óútskýrður launamunur kynjanna nú almennt um 15%.

            Í október s.l. gaf velferðarráðuneytið út „Aðgerðaráætlun um launajafnrétti kynjanna", sem er til fjögurra ára eða til loka ársins 2016. Aðgerðaráætlunin byggir á jafnréttislögunum og er þar kveðið á um samræmingu launarannsókna. Staðlaráð Íslands hefur unnið að jafnlaunastaðli ásamt Jafnréttisstofu, sem verður birtur í desember eða janúar n.k. Jafnframt hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið unnið að leiðbeiningum um jafnlaunaúttektir en Vegvísir frá árinu 2008 er grunnur að þeim leiðbeiningum. Þessar leiðbeiningar munu verða birtar á vef ráðuneytisins innan fárra vikna og munu þær, ásamt aðgerðaráætluninni, verða gott tæki til að vinna með í launakönnuninni, sem framundan er hjá Ísafjarðarbæ og auðvelda kostnaðaráætlun vegna þeirrar vinnu.

            Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur verið sammála um að í fjárhagsáætlun 2013 þurfi að gera ráð fyrir fjármagni til að vinna að markmiðum nýsamþykktrar jafnréttisstefnu. Þröngur fjárhagur sveitarfélagsins veitir hins vegar ekki mikið svigrúm í ný verkefni, en formaður félagsmálanefndar og forstöðumaður fjölskyldusviðs ásamt ráðgjafa sviðsins í jafnréttismálum, urðu þó sammála um að setja kr. 1.000.000,- inn á fjárhagsáætlun 2013 til að fjármagna launakönnun og námskeið vegna jafnréttismála. Sjá lykil 02-020-4991 (önnur aðkeypt þjónusta) en sá liður hækkar sem því nemur frá fyrra ári.“

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

            Albertína F. Elíasdóttir, forseti, leggur til að breytingartillögum Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra og breytingatillögum Í-lista, fluttum af Örnu Láru Jónsdóttur, verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og fari þaðan til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2013, á næsta fundi bæjarstjórnar.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Að loknum umræðum lagði Albertína F. Elíasdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu.

,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2013,  ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem áætlað er að verði þann 6. desember  2012.“

Tillaga forseta samþykkt  9-0.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.

 ,,Breytingatillögur meiri- og minnihluta fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2013, komi til bæjarstjóra í síðasta lagi þremur dögum fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá.  Þó þessi tímasetning sé sett, er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.“

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:15.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Steinþór Bragason.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir. 

Benedikt Bjarnason.                                                            

Kristján Andri Guðjónsson.                                                                      

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?