Bæjarstjórn - 275. fundur - 15. apríl 2010

Fjarverandi aðalfulltrúi: Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Albertína Elíasdóttir. 

 

Beiðni kom fram frá Sigurði Péturssyni, oddvita Í-lista í bæjarstjórn, að VI. liður dagskrár, ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans verði tekinn af dagskrá og honum frestað til næsta fundar bæjarstjórnar með tilvísan til 17. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

 

Forseti bæjarstjórnar Gísli H. Halldórsson óskaði eftir að ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009 verði með tilvísun til 24. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar tekinn á dagskrá sem VI. liður.


Tillaga forseta var upp borin til atkvæða, en þar sem 2/3 hluta atkvæða þarf til að hún verði samþykkt, nær hún ekki fram að ganga.

 

VI. liður boðaðrar dagskrár er því felldur út af dagskránni.   

 


Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 22/3., 29/3. og 13/4.
 II.

 "

 félagsmálanefndar 16/3
 III.

 "

 fræðslunefndar 30/3.
 IV.

 "

 íþrótta- og tómstundanefndar 24/3.
 V.

 "

 umhverfisnefndar 7/4.
I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 4. lið 653. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en slík miðstöð er lykillinn að því að bæta þjónustu við farþega og fyrirtæki í íslensku innanlandsflugi. Ef áætlanir ganga eftir munu framkvæmdir hefjast í haust.  Jafnframt áréttar bæjarstjórn fjölmargar fyrri ályktanir sínar, sem og áskoranir Fjórðungsþings Vestfirðinga, þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við samgönguráðherra í því verkefni að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar  í Vatnsmýrinni. Bæjarstjórn skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að hlusta eftir röddum almennings í landinu öllu þegar framtíð borgarinnar sem miðstöð samgangna á Íslandi er skipulögð.?

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista undir 3. lið 652. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra, að auka nú þegar þorskkvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.  Þessi áskorun byggist m.a. á því að treysta atvinnuástand og tryggja afkomu fólks og fyrirtækja á komandi mánuðum.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.


 


Fundargerðin 22/3.  651. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 29/3.  652. fundur.


3. liður.  Tillaga um að auka þorskkvóta samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/4.  653. fundur.


3. liður.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun bæjarráðs og þakkar Jóhanni Hinrikssyni, forstöðumanni Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar, fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ.  Jóhanni er óskað alls velfarnaðar í framtíðinni.


4. liður.  Tillaga að bókun er varðar Reykjavíkurflugvöll, lögð fram af forseta, samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson og Albertína Elíasdóttir.


 


Fundargerðin 16/3.  339. fundur.


1. liður. Tillaga félagsmálanefndar um aðild Ísafjarðarbæjar að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum, samþykkt 9-0. 


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir 

 

Fundargerðin 30/3.  293. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 

Fundargerðin 24/3.  113. fundur.


1. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar. 

 


V. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Fundargerðin 7/4.  329. fundur.


11. liður.  Tillaga umhverfisnefndar, deiliskipulag í Hnífsdal, samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar, deiliskipulag sumarbústaðabyggðar í Tungudal, samþykkt 7-1.


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun vegna hjásetu sinnar.


,,Ég undirrituð treysti mér ekki til að styðja deiliskipulagstillögu vegna sumarhúsabyggðar í Tungudal, þar sem ég tel ekki ljóst hvernig fara muni með byggingu þá sem stendur í óleyfi á reit 62 í Tunguskógi.? 


13. liður.  Tillaga umhverfisnefndar, deiliskipulag um ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, samþykkt 9-0.


14. liður.  Tillaga umhverfisnefndar, deiliskipulag vegna stækkunar á Mjólkárvirkjun, samþykkt 9-0.


15. liður. Forseti bar upp tillögu um að vísa þessum lið aftur til umhverfisnefndar. Tillagan samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:44.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Birna Lárusdóttir.     


Albertína Elíasdóttir.    


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Jóna Benediktsdóttir.    


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?