Bæjarstjórn - 272. fundur - 18. febrúar 2010

Í upphafi fundar gat Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar, þess að í dag 18. febrúar eru 100 ár liðin frá snjóflóðinu mikla í Hnífsdal.  Í því tilefni er haldin samkoma í Hnífsdalskapellu.  

 


Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 8/2. og 15/2.
 II.

 ?

 atvinnumálanefndar 3/2.
 III.

 ?

 fræðslunefndar 9/2.
 IV.

 ?

 hafnarstjórnar 11/2.
 V.

 ?

 umhverfisnefndar 10/2.
 VI.

 ?

 þjónustuhóps aldraðra 13/1.
I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson,  Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og  Magnús Reynir Guðmundsson. 

 

Fundargerðin 8/2.  645. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 15/2.  646. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


3. liður.  Bæjarstjórn samþykkir framlög til sjórnmálasamtaka 9-0.


Aðrir liðir lagðir  fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Birna Lárusdóttir.  

 

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir 7. lið 96. fundargerðar atvinnumálanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með atvinnumálanefnd bæjarins og harmar lokun á Svæðisútvarpi Vestfjarða og þá þjónustuskerðingu sem henni fylgir.


Bæjarstjórn leggur áherslu á að starfsemi RÚV verði áfram tryggð á Vestfjörðum þannig að fréttaflutningur úr fjórðungnum og dagskrárgerð í héraði verði áfram hluti af starfsemi RÚV eins og verið hefur. Ótækt er að útvarp allra landsmanna leggi niður starfsemi sína í heilum landshluta.?

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista undir 5. lið 96. fundargerðar atvinnumálanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að tryggja skelrækt það starfsumhverfi sem hún þarf til að geta dafnað. Skelrækt á Íslandi er ung atvinnugrein og er nauðsynlegt að hlúa að henni svo hún geti nýtt þau tækifæri sem þar geta boðist til fulls. Skelrækt hefur alla burði til að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum, en til þess að svo geti orðið þarf að tryggja greininni aðgengi að fjármagni og einnig  þarf að  tryggja að meira tillit verði tekið til hennar innan þróunar- og samkeppnissjóða sjávarútvegsins.?


Greinagerð:


Skelrækt hefur verið stunduð á Íslandi um þó nokkurt skeið.  Mikill vöxtur hefur verið í greininni síðustu þrjú árin og mörg fyrirtæki hafa farið af stað,  og þ.á.m. fimm vestfirsk fyrirtæki.  Ísland hentar mjög vel undir skelrækt, sérstaklega þegar horft er til heilnæmi sjávar og mikils rýmis.


Ef vel tekst til getur kræklingarækt skapað fjölda atvinnutækifæra við ræktun og vinnslu á kræklingi. Til viðbótar koma afleidd störf við ýmiskonar þjónustu við greinina, þannig að uppbygging kræklingaræktar gæti haft umtalsverð áhrif á þeim svæðum þar sem hún ætti sér stað.  Bent hefur verið á að kræklingarækt sé byggðamál þar sem ræktunin fer fram á landsbyggðinni.


Stjórnvöld þurfa að gefa atvinnugreininni aukið vægi, m.a. með því að  styrkja og samþætta innviði greinarinnar  og auka rannsóknir og þjónustu opinberra aðila.  Lítill aðgangur að fjármagni er veruleg hindrun fyrirtækja í skelrækt vegna þess að fjármálastofnanir gera kröfu um veð, sem þau eiga  erfitt  með að uppfylla. Þess vegna er brýnt að opinberum fjármálastofnunum eins og Byggðastofnun verði gert kleift að koma  til móts við greinina með fjármagn vegna þess mikla uppbyggingar- og þróunarstarfs sem er framundan.


Undirrituð af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Sigurði Péturssyni.


 


 Fundargerðin 3/2.  96. fundur.


5. liður.  Tillaga Í-lista samþykkt 9-0. 


7. liður.  Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Svanlaug Guðnadóttir.


 


Fundargerðin 9/2.  292. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Hafnarstjórn.


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir og Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 11/2.  145. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


V. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Birna Lárusdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.                                    

 

Fundargerðin 10/2. 326. fundur.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. 


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VI. Þjónustuhópur aldraðra.


 Til máls tók: Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Fundargerðin 13/1.  62. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:48.

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Birna Lárusdóttir.     


Svanlaug Guðnadóttir.    


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.   


Arna Lára Jónsdóttir.     


Jóna Benediktsdóttir. 


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?