Bæjarstjórn - 269. fundur - 17. desember 2009


Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðný Stefanía Stefánsdóttir í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.  Jóna Benediktsdóttir í h. st. Kolbrún Sverrisdóttir.


Jóna Benediktsdóttir mætti til fundar bæjarstjórnar kl. 18:05 og vék Kolbrún Sverrisdóttir þá  af  fundinum. 


Áður en gengið var til dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir samþykki bæjarstjórnar, með tilvísun til 26. greinar bæjarmálasamþykktar, að Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, hefði heimild til að kveða sér hljóðs undir VIII.  lið dagskrár.  Samþykkt 9-0.



Dagskrá:














































 I.

 Fundargerð(ir)


 bæjarráðs 30/11. 8/12. og 14/12.
 II.

 ?


 barnaverndarnefndar 10/12.
 III.

 ?


 félagsmálanefndar 1/12. og 8/12.
 IV.

 ?


 fræðslunefndar 2/12. og 15/12. (fundargerðin 15/12.09. send út 16/12.09.)
 V.

 ?


 hafnarstjórnar 24/11. og 10/12.
VI. 

 ?


 íþrótta- og tómstundanefndar 25/11.
 VII.

 ?


 umhverfisnefndar 2/12.
 VIII.

 


 Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010, síðari umræða.



I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.    


Tillaga meirihluta að bókun við 7. lið 638. fundar bæjarráðs lögð fram af Gísla H. Halldórssyni, forseta.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af aukinni skattlagningu á orkuverð til húshitunar og skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórn að endurskoða raforkulög þannig að allir íbúar landsins standi jafnfætis þegar kemur að húshitunarkostnaði.?


 Tillaga meirihluta að bókun við 8. lið 638. fundar bæjarráðs lögð fram af Gísla H. Halldórssyni, forseta.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur til þess að gætt verði hagsmuna helstu byggðakjarna landsins ef skattumdæmi verða sameinuð í eitt.


Verði af slíkum breytingum er nauðsynlegt að nota tækifærið til þess að stækka og efla starfsstöðvar í helstu byggðarkjörnum utan höfuðborgarsvæðisins og vinna þannig eftir markaðri byggðastefnu.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar setur sig ekki upp á móti þeim breytingum sem skynsamlegar eru og leiða til hagræðis og sparnaðar. Hin bitra reynsla er þó sú að byggðasjónamið og mörkuð byggðastefna eru ekki alltaf höfð til hliðsjónar þegar gerðar eru breytingar í stjórnkerfinu.  Gefin fyrirheit gleymast jafnvel skömmu eftir að blekið er þornað í fögrum fyrirætlunum. Benda má á Vestfjarðaskýrsluna og mótvægisaðgerðir vegna samdráttar í sjávarútvegi sem dæmi um áætlanir sem ekki hafa gengið eftir, þrátt fyrir að margir hafi bundið vonir við að svo yrði.?


Fundargerðin 30/11.  637. fundur.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


Fundargerðin 8/12.  638. fundur.


7. liður.  Tillaga að bókun samþykkt 6-0.


8. liður.  Tillaga að bókun samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundargerðin 14/12.  639. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



II. Barnaverndarnefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Gísli H. Halldórsson, forseti.


Fundargerðin 10/12.  108. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Gísli H. Halldórsson,


Fundargerðin 1/12.  334. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundargerðin 8/12.  335. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri,


Fundargerðin 2/12.  290. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundargerðin 15/12.  291. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 24/11.  143. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundagerðin 10/12.  144. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 25/11.  110. fundur.


1. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



VII. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Birna Lárusdóttir og Arna Lára Jónsdóttir. 


Tillaga meirihluta ásamt greinargerð lögð fram af Gísla H. Halldórssyni, forseta, við 12. lið 322. fundar umhverfisnefndar. 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að farið verði í útboð á sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ. Bæjarráði er falið að láta vinna útboðsgögn og bjóða nágrannasveitarfélögum þátttöku í útboðinu. Skilyrði verði skv. útboðinu að heimilt verði að samþykkja hvaða tilboð sem er eða hafna þeim öllum.?


Greinargerð:


Lagðar hafa verið fram áætlanir um kostnað við framtíðarfyrirkomulag í sorpmálum. Þar ber töluvert í milli aðferða í útreikningum, annars vegar við aukna flokkun og bruna og hins vegar við aukna flokkun, endurvinnslu og urðun.


Með útboði vill bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fá endanlegan úrskurð um kostnað við sorphirðu og sorpeyðingu og tryggja að hagkvæmasta leiðin fyrir íbúa og fyrirtæki bæjarins verði farin.


Núgildandi samningur við verktaka um sorphirðu, umsjón gámasvæða og urðun rennur út haustið 2010 og þarf því hvort eð er að bjóða þann verkþátt út að nýju.


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 12. lið 322. fundar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vinna eftir tillögu starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ.  Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri, til lengri tíma litið, að endurbyggja Funa. 


Þessa niðurstöðu staðfesti Verkfræðistofan Verkís, eftir að hafa framkvæmt úttekt á möguleikum á sorpmálum Ísafjarðarbæjar, að beiðni bæjarstjórnar.?


 


Fundargerðin 2/12.  322. fundur.


12.  liður.  Tillaga Í-lista um endurbyggingu Funa felld 5-4. 


12. liður. Tillaga ásamt greinargerð lögð fram af forseta, um að farið verði í útboð á sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ samþykkt 5-1.


Svanlaug Guðnadóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun.


,,Með hagsmuni íbúa Ísafjarðarbæjar í huga telur undirrituð rétt að fara í útboð á sorpeyðingu og sorphirðu.  Fram hafa komið ýmsar efasemdir um þær forsendur, sem lagðar eru til grundvallar í skýrslu starfshópsins.  Tel ég að með tillögu þessari séum við að taka af allan vafa um hvaða leið er hagkvæmust fyrir íbúa og atvinnulíf sveitarfélagsins.?


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.   



VIII. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010, síðari umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, forseti, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.  



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði í stefnuræðu sinni við síðari umræðu grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, áætlun er lögð var fram til fyrri umræðu á 268. fundi bæjarstjórnar þann 26. nóvember sl. Eins gerði bæjarstjóri grein fyrir útsendum breytingartillögum með dagskrá bæjarstjórnarfundarins.  Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir áætluðum fjárfestingum á árinu 2010, efnahag og sjóðstreymi 31. desember 2010 . 


Niðurstaða fjárhagsáætlunar:


Að teknu tilliti til breytinga milli umræðna hækkar framlegð frá rekstri úr kr. 243,4 milljónum í kr. 244,5 milljónir.  Reksturinn skilar þannig kr. 244,5 milljónum, sem fara til greiðslu fjárfestinga að upphæð kr. 198,4 milljónir og mismunurinn kr. 46,1 milljón fara til að greiða niður skuldir.



Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við fjárhagsáætlun 2010.


,,Í-listinn leggur til að Skólagata 10 á Ísafirði verði seld og að söluandvirðið renni til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Ísafirði.?


Greinargerð:


Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur lagt til að starfsemi Frístundamiðstöðvar verði færð úr Skólagötu 10, Ísafirði, á efri hæð Austurvegar 9, (sundhallarloftið) Ísafirði, sem ekki er lengur nýtt af grunnskólanum.  Gera má ráð fyrir því að hægt sé að selja húsið á að minnsta kosti kr. 20 milljónir.  Þessi fjárhæð myndi nýtast vel í uppbyggingu hjúkrunarheimilis, en afar brýnt er að hraða þeirri framkvæmd svo leysa megi búsetuvanda aldraðra í sveitarfélaginu sem fyrst.





Jóna Benediktsdóttir lagði fram tvær svohljóðandi breytingatillögur við frumvarp til fjárhagsáætlunar 2010.


,,Fræðslunefnd lagði til á fundi sínum 15. desember sl., að ráðstefnu- og námskeiðsgjöld í grunnskólum sveitarfélagsins yrðu hækkuð sem nemur kr. 275.000.-.  Sú tillaga er ekki inni í breytingatillögum meirihlutans.  Ég undirrituð legg því til að þessi liður verði hækkaður eins og fræðslunefnd hefur lagt til.?


,,Þar sem gæta þarf ýtrasta sparnaðar í rekstri Ísafjarðarbæjar legg ég til að fjárhagsliðurinn 05-54- bæjarlistamður, sem er kr. 350.000.- verði felldur út að þessu sinni.?



Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.


Bókun bæjarfulltrúa Í-lista, vegna ákvörðunar forseta um að hafna framlagðri bókun.


,,Bæjarfulltrúar Í-lista furða sig á þeirri afstöðu forseta bæjarstjórnar, að vilja ekki færa til bókar bókun bæjarfulltrúa Í-lista vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010, til afgreiðslu í bæjarstjórn fimmtudaginn 17. desember 2009.  Hefð er fyrir því að slíkar bókanir frá minnihluta á hverjum tíma séu færðar til bókar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, enda um stærsta mál hverrar sveitarstjórnar að ræða, sjálfa fjárhagsáætlunina og nauðsynlegt m.t.t. lýðræðis að sjónarmið minnihluta fái að koma fram.  Fyrrnefnd bókun verður send fjölmiðlum til birtingar.?



Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun í framhaldi af bókun Í-lista, um ákvörðun forseta, að hafna bókun frá Í-lista. 


,,Sveitarstjórnarmenn eiga til þess rétt samkvæmt lögum að fá bókaðar stuttar athugasemdir um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru. Sú langloka á mörgum blaðsíðum sem hér var borin fram til bókunar, af bæjarfulltrúum minnihlutans, getur ekki talist stutt á neinn mælikvarða. Í henni láta minnihlutafulltrúar gamminn geysa um miklu fleira en afstöðu sína til mála sem hér voru til umræðu. Þessi ritgerð, sem Magnús Reynir Guðmundsson flutti okkur úr ræðustóli og undirrituð er af bæjarfulltrúum minnihlutans, verður vegna lengdar sinnar ekki færð til bókar í fundargerð. Forseti bendir bæjarfulltrúum á bæjarfjölmiðla sem vettvang fyrir slík greinaskrif, t.d. landsmálavefinn Skutul, þar sem tveir bæjarfulltrúanna sitja nú í stjórn og ritnefnd.?


  


Tillaga Í-lista um sölu á húsnæðinu Skólagötu 10, Ísafirði og ráðstöfun söluverðs til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Ísafirði felld 5-4.


Tillaga Jónu Benediktsdóttur um hækkun ráðstefnu- og námskeiðsgjalda til grunnskóla Ísafjarðarbæjar felld 5-4.


Tillaga Jónu Benediktsdóttur um að fjárveiting til bæjarlistamanns yrði felld niður samþykkt 6-2. 



Gísli H. Halldórsson, forseti, bar nú upp til samþykktar eftirfarandi tillögur og gjaldskrár.


Tillögur frá meirihluta bæjarstjórnar að breytingum í frumvarpi til fjárhagsáætlunar 2010, er dreift var með dagskrá 269. fundar bæjarstjórnar. 


Tillögurnar samþykktar 5-0.


Rekstraráætlun 2010, breytingar milli fyrri og síðari umræðu, er dreift var með dagskrá 269. fundar bæjarstjórnar. 


Tillögurnar samþykktar 5-0.


Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar og stofnana, er dreift var með dagskrá 269. fundar bæjarstjórnar. 


Gjaldskrárnar samþykktar 8-0.


Efnahagsreikningur 31. desember 2010, yfirlit um sjóðstreymi árið 2010 og áætlun um fjárfestingar á árinu 2010, er lagt var fram á 269. fundi bæjarstjórnar. 


Borið upp í einu lagi og samþykkt 5-0.



Gísli H. Halldórsson, forseti, bar svo upp til samþykktar frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010 með áorðnum breytingum, fjármagnsstreymi, gjaldskrám, texta og heimildarákvæðum.


Fjárhagsáætlunin þannig breytt samþykkt 5-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 23:15.





Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Birna Lárusdóttir.     


Svanlaug Guðnadóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.    


Arna Lára Jónsdóttir.  


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Jóna Benediktsdóttir. 


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?