Bæjarstjórn - 247. fundur - 4. september 2008


Fjarverandi aðalfulltrúar: Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.   Magnús Reynir Guðmundsson í h.st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.  Halldór Halldórsson í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.  Ingi Þór Ágústsson í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Gísli Jón Kristjánsson.

Dagskrá:

  I.  Fundargerð(ir) bæjarráðs 30/6. 7/7. 14/7. 21/7. 5/8.18/8. 25/8. og 1/9.
 II.

 ? 


atvinnumálanefndar 12/8.
 III. 

 ? 


barnaverndarnefndar 19/6.
 IV.

 ? 


byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 27/6. og 28/7.
 V. 

 ? 


fræðslunefndar 18/6.
 VI.

 ? 


hafnarstjórnar 24/7.
 VII. 

 ? 


menningarmálanefndar 3/7.
 VIII.

 ? 


íþrótta- og tómstundanefndar 13/8. og 27/8.
 IX.

 ? 


stjórnar Byggðasafns Vestfjarða 8/8. 
 X.

 ? 


umhverfisnefndar 30/6. 9/7. 6/8. og 27/8.
 XI.

 ? 


þjónustuhóps aldraðra 13/8.I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Þorleifur Pálsson, bæjarritari. Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar undir 12. lið 586. fundargerðar bæjarráðs frá 1. september s.l.


Tillaga bæjarráðs til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 4. september 2008.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við samgönguráðherra í því verkefni að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar og því hraða sem mest uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við völlinn. Bæjarstjórn skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að hlusta eftir röddum almennings í landinu öllu þegar framtíð borgarinnar sem miðstöð samgangna á Íslandi er skipulögð.?


Greinargerð:


Samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar verður innanlandsflugvöllur í Vatnsmýrinni til a.m.k. ársins 2024. Hvað síðan tekur við er enn óljóst en engir raunhæfir valkostir við flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni hafa enn komið fram. Brýnt er að halda því til haga að flugvallarlandið er bæði í eigu ríkis og borgar og á hvor aðili um sig u.þ.b. helming landsins. Því er vandséð hvernig borgaryfirvöld geta ráðstafað landinu án góðrar samvinnu við ríkisvaldið.


Bæjarstjórn ítrekar stuðning sinn við samgönguráðherra í þessu mikla hagsmunamáli landsbyggðarinnar og hvetur ríki og borg til að flýta sem mest má uppbyggingu þjónustu við Reykjavíkurflugvöll. Í dag er þjónusta við þá sem fara um völlinn með öllu ófullnægjandi og í raun hneisa fyrir bæði ríki og borg. Aðstöðuleysi við flugvöllinn hamlar einnig hugsanlegri samkeppni í innanlandsflugi. Einnig er vert að halda því til haga að völlurinn nýtist í síauknu mæli sem millilandaflugvöllur. Það er því brýnt að hefjast strax handa við uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Öskjuhlíð, sem þjónað getur öllum þeim sem eru á faraldsfæti að og frá borginni.


Í Reykjavík eru fyrirtæki og stofnanir sem eiga að þjóna öllum íbúum landsins, s.s. á sviði heilbrigðisþjónustu, menntunar, fjármálastarfsemi, stjórnsýslu, verslunar, dóms- og öryggismála. Ætli Reykjavík að standa undir nafni sem höfuðborg alls landsins er nauðsynlegt að ráðamenn átti sig á þeirri staðreynd að stór hluti landsmanna sækir nauðsynlega þjónustu til höfuðborgarinnar með flugsamgöngum. Flugvöllur í Reykjavík er ein forsenda þess að allir landsmenn geti litið á borgina sem raunverulega höfuðborg.Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir 13. lið 586. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því að í dag skuli fyrsta sprengjan sprengd við gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Göngin munu marka mikil tímamót í samgöngum á norðanverðum Vestfjörðum, auka öryggi vegfarenda og efla tengsl milli íbúa svæðisins. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir og áréttar þar með fyrri bókanir sínar sem og samþykktir Fjórðungsþings, að hið fyrsta verði hafist handa við gerð næstu jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Í því sambandi hvetur bæjarstjórn samgönguráðherra til að fylgja eftir vilja vestfirskra sveitarstjórnarmanna sem endurspeglast í samþykktum Fjórðungsþings.?Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 11. lið 586. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Ég tel þessa vinnu ekki tímabæra, þar sem líkur eru á frekari sameiningu sveitarfélaga á svæðinu í nánustu framtíð.?Fundargerðin 30/6.  579. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Fundargerðin 7/7.  580. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 14/7.  581. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 21/7.  582. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 5/8.  583. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 18/8.  584. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 25/8.  585. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 1/9.  586. fundur.


10. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga bæjarráðs til bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.Fundargerðin 12/8.  86. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.III. Barnaverndarnefnd.


Til máls tók: Arna Lára JónsdóttirFundargerðin 19/6.  100. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.IV. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Til máls tók:  Jóna Benediktsdóttir.Fundargerðin 27/6.  25. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 28/7.  26. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.V. Fræðslunefnd.


Fundargerðin 18/6.  274. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.VI. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 24/7.  136. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.VII. Menningarmálanefnd.


Fundargerðin 3/7.  149. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.VIII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Birna Lárusdóttir, forseti. Fundargerðin 13/8.  96. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fundargerðin 27/8.  97. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.IX. Stjórn Byggðasafns Vestfjarða.


Fundargerðin 8/8.  19. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.X. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Birna Lárusdóttir, forseti.Fundargerðin 30/6.  293. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.Fundargerðin 9/7.  294. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.Fundargerðin 6/8.  295. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.Fundargerðin 27/8.  296. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.XI. Þjónustuhópur aldraðra.


Fundargerðin 13/8.  57. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Hafdís Gunnarsdóttir.      


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Gísli Jón Kristjánsson.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?