Bæjarstjórn - 244. fundur - 22. maí 2008

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Ingi Þór Ágústsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson.  Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Albertína Elíasdóttir. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.  Jóna Benediktsdóttir í h.st. Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)       bæjarráðs 5/5., 13/5. og 19/5.


II.       "                      atvinnumálanefndar 6/5.


III.      "                       barnaverndarnefndar 15/5.


IV.     "                      félagsmálanefndar 29/4., 6/5. og 14/5.


V.      "                      íþrótta- og tómstundanefndar 14/5.


VI.      ?                      landbúnaðarnefndar 8/5.


VII.     ?                      menningarmálanefndar 29/4. og 5/5.


VIII.    ?                      staðardagskrárnefndar 22/4. og 30/4. 


IX.      "                      umhverfisnefndar 14/5. og 15/5.


X.      ?                       þjónustuhóps aldraðra 7/5.  

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-listans við 8. lið 574. fundargerðar bæjarráðs. 


Gatnagerð á Flateyri. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela tæknideild bæjarins að bjóða nú þegar út gatnagerð á Flateyri í tengslum við hús Hvíldarkletts hf. fyrir sjóstangveiði. Bæjarstjórn samþykkir að vísa kostnaði  vegna verksins til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tilögur til bæjarstjórnar.


Tillaga meirihluta að bókun við 572. fund 5. lið.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar að í bókun bæjarstjórnar á 242. fundi var þess sérstaklega getið að iðnaðarráðherra hafi lýst því oftar en einu sinni að hann leggur áherslu á úrbætur í raforkumálum á Vestfjörðum. Bæjarstjórn er einnig kunnugt um áætlanir um styrkingu raforkukerfisins innan svæðisins með byggingu nýrra aðveitustöðva og kapla í gegnum tvö væntanleg jarðgöng á Vestfjörðum. Því átaki er fagnað sem og miklum og jákvæðum áhuga iðnaðarráðherra á styrkingu innviða Vestfjarða.


Bókun bæjarstjórnar sneri að skýrslum Landsnets um raforkuflutningskerfi Vestfjarða og skýrslu um staðarvalsathuganir fyrir netþjónabú á Íslandi. Bæði atriðin snúa að iðnaðarráðherra sem einnig er ráðherra byggðamála þó gagnaflutningar falli undir samgönguráðuneyti og yfirstjórn flestra orkufyrirtækja sem koma að Landsneti heyri undir fjármálaráðuneyti. Fyrst og fremst er óskað svara um það með hvaða hætti styrkja eigi raforkuflutningskerfið til Vestfjarða með tilvísun til skýrslu Landsnets þar sem fjórar leiðir eru kynntar. Fyrirspurnin kemur ekki síst með tilvísun til umræðna á Alþingi undir 491. þingmáli þar sem ekki kemur fram afstaða iðnaðarráðherra til einhverra af þessum fjórum leiðum.

 


Tillaga minni- og meirihluta bæjarstjórnar við 574. fund 6. lið.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur á grundvelli úttektar sem unnin hefur verið fyrir Ísafjarðarbæ að brýn þörf sé á byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði fyrir að minnsta kosti 30 heimilismenn. Bæjarstjórn samþykkir að fara fram á viðræður við félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra um samstarf um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Jafnframt felur bæjarstjórn Þjónustuhópi aldraðra að vinna umsögn og þarfagreiningu til undirbúnings umsóknar til Framkvæmdasjóðs aldraðra.

 


Tillögur meirihluta við 574. fund 7. lið.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við Hestamannafélagið Hendingu um uppkaup á skeiðvelli félagsins í Hnífsdal á grundvelli bókunar bæjarráðs og minnisblaðs bæjartæknifræðings sem lagt var fram á bæjarráðsfundinum.

 

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að samkomulagi um afnot af beitarlandi neðan reiðvallar verði sagt upp þar sem hluti þess svæðis lendir innan framkvæmdasvæðis vegna jarðganga og vegalagningar að þeim.

 

Bæjarstjórn samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Djúpvegar (61) frá Hreggnasa um Hnífsdal að Skarfaskeri og þaðan í göngum að bæjarmörkum við Bolungarvíkurkaupstað í samræmi við eftirfarandi:


1. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar  1989 ? 2009 með síðari breytingum, framkvæmdaleyfið verði veitt á grundvelli þess að framkvæmdaraðilinn, Vegagerðin, taki tillit til ábendinga Umhverfisstofnunar er varðar frágang á efnistöku-  og haugsvæðum.

2. Lögð er áhersla á að fráveituútrásir séu framlengdar út fyrir stórstraums-fjöruborð í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

3. Vegagerðin þarf að skilgreina öryggis- og framkvæmdasvæði. Við framkvæmd skal draga úr raski á landi, úr sjónrænum áhrifum og áhrifum vegna hávaða og ónæðis vegna framkvæmdanna.


4. Gera skal ráð fyrir göngustígum innan framkvæmdasvæðis. Mælst er til þess að sérstaklega verði  gætt að tengingu frá Strandgötu að Skarfaskeri, þar sem gerður verði útsýnis- og áningastaður.

5. Gert er ráð fyrir því af hálfu bæjarstjórnar að Vegagerðin bæti það tjón sem verður vegna framkvæmdanna.

6. Framkvæmdaaðili, Vegagerðin, geri sér það ljóst að samningar við Hestamannafélagið Hendingu vegna réttinda þeirra tengdum reiðvelli, hafa ekki verið útkljáðir.

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 2. lið 573. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að endurskoða álagningu fasteignskatts á árinu 2008 þannig, að samræmd verði álagning á bifreiðageymslur og verði álagningin 0,41% af fasteignamati allra bifreiðageymslna, hvort heldur þær eru sambyggðar íbúðarhúsum eða frístandandi utan íbúðalóða.  Tillaga þessi er flutt nú, þar sem bæjarráð hefur ekki enn afgreitt tillögu sama efnis, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarrás fyrr á þessu ári.  Bæjarfulltrúar Í-listans telja nauðsynlegt að fá fram vilja bæjarstjórnar í þessu máli og krefjast þess að atkvæði verði greidd um tillöguna á þessum fundi.?


Lilja Rafney Magnúsdóttir óskaði eftir að svohljóðandi yrði bókað undir 7. lið 573. fundar bæjarráðs. ,,Sunnudaginn 25. maí n.k., verður haldið upp á 100 ára afmæli skólastarfs á Suðureyri. Af því tilefni býður Grunnskóli Suðureyrar bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar, að koma og fagna með okkur á þessum tímamótum.  Dagskráin hefst kl. 14:00 í sal íþróttahússins á Suðureyri og boðið verður upp á skólasýningu og glæsilegar kaffiveitingar.?


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi ábendingu og tillögu við 1. lið 572. fundargerðar bæjarráðs.


,,Þar sem meinleg prósentuvilla hefur læðst inn í fundagerð fræðslunefndar og bæjarráðs vegna aukningar á stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði, leggur forseti til, að heimiluð verði aukning á stöðugildi við GÍ, sem nemur 40% af heilli stöðu.? 

 


Fundargerðin 5/5.  572. fundur.


1.liður.  Tillaga forseta um aukið 40% stöðugildi við GÍ samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs við 8. lið 146. fundar menningarmálanefndar samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga meirihluta að bókun samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 


Fundargerðin 13/5.  573. fundur.


2. liður.  Tillaga Í-lista um endurskoðun fasteignaskatts 2008


á bílgeymslur felld 5-4.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 19/5.  574. fundur.


6. liður.  Tillaga minni- og meirihluta samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga meirihluta um að ganga til samninga við Hestamannafélagið Hendingu samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga meirihluta um uppsögn afnota af beitarlandi samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga meirihluta um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurbyggingar Djúpvegar frá Hreggnasa um Hnífsdal að Skarfaskeri samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga Í-lista felld 5-4.


8. liður.  Tillaga meirihluta bæjarráðs samþykkt 5-4.


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun undir 8. lið 574. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarfulltrúar Í-listans átelja þau handahófskenndu vinnubrögð, sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks viðhafa í sambandi við framkvæmdir á vegum bæjarins.  Bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ auglýsa hér með eftir tillögum um innkaupareglur fyrir sveitarfélagið, sem hafa verið í smíðum í meira en hálft ár.  Á bæjarstjórnarfundi 6. desember s.l., lögðu bæjarfulltrúar Í-listans fram tillögu um að nefnd á vegum bæjarins sæi um að semja innkaupareglur, en þeirri tillögu var hafnað, þar sem slíkar reglur væru í vinnslu.  Enn bólar ekki á slíkum tillögum.  Innkaupareglur koma í veg fyrir vinnubrögð eins og þau sem viðhöfð eru nú við gatnagerð á Flateyri og koma í veg fyrir slík handahófskennd og vafasöm vinnubrögð í framtíðinni.?


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun undir 8. lið 574. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Nauðsynlegt er að upplýsa um ástæðu þess, að samþykkt var að semja beint um gatnagerð á Flateyri.  Ástæðan er sú að bæjartæknifræðingur telur það hagstæðara að semja beint um þetta verk en að bjóða það út.  Meginreglan er sú að bjóða út verk hjá Ísafjarðarbæ, en ávallt þarf að leggja mat á það hvaða leið er hagstæðust.  Samkvæmt lögum er viðmið kr. 10 milljónir vegna framkvæmda þannig að fjárhæðin í þessu tilfelli er töluvert neðan við það viðmið.  Þá skal upplýst, að reglur Ísafjarðarbæjar um innkaup eru í vinnslu hjá bæjartæknifræðingi.?


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Lilja Rafney Magnúsdóttir. 

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun Í-lista undir fundargerð atvinnumálanefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir furðu sinni á seinagangi sjávarútvegsráðuneytisins við úthlutun byggðakvóta til útgerða í Ísafjarðarbæ fyrir fiskveiðiárin 2006/2007 og 2007/2008.  Á tímum samdráttar í þorskafla og ótryggs atvinnuástands er óskiljanlegt, að sjávarútvegsráðherra skuli láta slíkan seinagang viðgangast í ráðuneyti sínu sem hér um ræðir.?


Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Sigurði Péturssyni, Lilju Rafney Magnúsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, vék af fundi bæjarstjórnar við afgreiðslu tillögu Í-lista að bókun.

 


Fundargerðin 6/5.  84. fundur.


Bókun Í-lista vegna seinagangs á úthlutu byggðakvóta samþykkt 4-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 15/5.  99. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Gísli H. Halldórsson.

 


Fundargerðin 29/4.  310. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 6/5.  311. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 14/5.  312. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 


 


Fundargerðin 14/5.  93. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Landbúnaðarnefnd.


Fundargerðin 8/5.  85. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Menningarmálanefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 29/4.  146. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 5/5.  147. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Staðardagskrárnefnd.


Fundargerðin 22/4.  32. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 30/4.  33. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Albertína Elíasdóttir.

Fundargerðin 14/5.  288. fundur.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


Fundargerðin 15/5.  289. fundur.


1.liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest 9-0.

 


X. Þjónustuhópur aldraðra.


Fundargerðin 7/5.  56. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:10.

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Ingólfur Þorleifsson.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Pétursson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.      


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?