Bæjarstjórn - 241. fundur - 2. apríl 2008


Fjarverandi aðalfulltrúar:  Halldór Halldórsson í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 10/3., 17/3. og 31/3.


II.  "  atvinnumálanefndar 4/3. og 18/3.


III.  "  barnaverndarnefndar 11/3.


IV.  "  byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 20/2.


V.  "  félagsmálanefndar 4/3.


VI.  "  fræðslunefndar 11/3.


VII.  "  hafnarstjórnar 4/3.


VIII.  "  landbúnaðarnefndar 3/3.


IX.  "  umhverfisnefndar 12/3. og 26/3.


X. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2009 - 2011, fyrri umræða.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 

Gísli H. Halldórsson og Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúar, lögðu fram svohljóðandi tillögu við 2. lið 566. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir, að sjávarútvegsráðuneytið komi að því í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, Rannsóknarráð Íslands, Landssamband smábátaeigenda og fleiri hagsmunaaðila, að efla rannsóknir á sviði sjávarútvegs á vettvangi HSvest.


Í áliti Háskólaseturs Vestfjarða hefur komið fram áhugi á samvinnu um málið við samtök smábátaeigenda og aðra aðila, um ákveðin verkefni svo sem söfnun upplýsinga og vistun gagnabanka með upplýsingum frá sjómönnum. Einnig leggur HSvest, til að sett verði á laggirnar rannsóknarverkefni á vegum doktorsnema og fræðimanna um rannsóknarspurningar sem varða sjálfbærni sjávar og aðra þætti í lífkeðju hafsins umhverfis landið.

 

Því tekur bæjarstjórn undir óskir HSvest, um að stofnuð verði ,,doktorsnematorfa?, með þeim hætti sem HSvest leggur til.  Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að ráðuneytið komi að því með beinum hætti að efla rannsóknir í þorskeldi á Vestfjörðum, s.s. með veiðum til áframeldis og styrkjum til þróunarverkefna.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram tillögu að bókun við 4. lið 566. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju sinni með, að óvissu um framtíð samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll hafi nú verið eytt. Samkvæmt niðurstöðu viðræðna borgaryfirvalda og samgönguráðuneytis fyrr í þessari viku mun fyrsti áfangi stöðvarinnar verða tekinn í notkun síðla næst árs og ekki annað að skilja á fréttum af málinu en að miðstöðin verði hin glæsilegasta. 


Það er trú bæjarstjórnar að fyrri ályktanir um þetta mál hafi orðið til þess að auka þrýstinginn á skipulagsyfirvöld í Reykjavík, um að fullnusta þriggja ára gamalt samkomulag ríkis og borgar um uppbyggingu á fullkominni samgöngumiðstöð við þá mikilvægu samgönguæð sem Reykjavíkurflugvöllur er.?


 


Fundargerðin 10/3.  565. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 


Fundargerðin 17/3.  566. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs við 2. lið í 270. fundargerð


fræðslunefndar samþykkt 8-0.


Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir hjásetu sinni.


2. liður.  Tillaga Gísla H. Halldórssonar og Sigurðar Péturssonar samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga Birnu Lárusdóttur, forseta, að bókun samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 31/3.  567. fundur.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Birna Lárusdóttir, forseti, vék af fundi undir 2. lið dagskrár, fundargerðum atvinnumálanefndar og Gísli H. Halldórsson, varaforseti, tók við stjórn fundarins.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, varaforseti, Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi tillögur Í-lista merktar A, B og C við 3. og 4. lið 81. fundargerðar atvinnumálanefndar.


A. Um úthlutun byggðakvóta í upphafi hvers fiskveiðiárs.


     Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra að sjá til þess að úthlutun  byggðakvóta fari fram í upphafi hvers fiskveiðiárs og það sé tryggt að aðilar nái að  nýta sér úthlutunina innan raunhæfs tímaramma. 


 Greinargerð:


Mikilvægt er að útgerðum verði gert mögulegt að sækja um byggðakvóta í upphafi fiskveiðiársins. Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007 hefur í mörgum tilfellum dregist mjög og verður ekki lokið fyrr en langt verður liðið á þetta ár. Þá er enn ekki byrjað að úthluta byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, 2007-2008.


Með því að úthlutun byggðakvóta fari fram í upphafi næsta fiskveiðiárs, mætti ná upp þeirri töf sem orðin er á úthlutun til einstakra byggðarlaga og vinna gegn þeirri röskun, sem niðurskurður þorskveiðiheimilda veldur sjávarbyggðunum. 

 


B.  Um heimild sveitarstjórna til að bjóða byggðakvóta til leigu.


      Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra að hann leggi fram breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem heimili sveitarstjórnum að bjóða byggðakvóta til leigu á frjálsum markaði.


Með reglugerð má ákvarða að kvótinn verði bundinn þeim útgerðarflokki, sem hann tilheyrir og bundinn skilyrðum um að útgerðin starfi innan sveitarfélagsins, að útgerðin tryggi þreföldun kvótans og að aflanum verði landað til vinnslu í sveitarfélaginu.

 


C.  Um betri nýtingu línuívilnunar.


 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur það til við sjávarútvegsráðherra


 að þar sem sá kvóti sem úthlutað hefur verið til línuívilnunar í


 þorski hefur ekki nýst að fullu undanfarin fiskveiðiár, verði


 línuívilnun í þorski aukin úr 16 % í 20 % frá og með yfirstandandi


 fiskveiðiári.

 

      Gísli H. Halldórsson, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta að ályktun við 3. lið 81. fundargerðar atvinnumálanefndar. 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir því yfir, að hún er andsnúin því að sveitarfélög úthluti byggðakvótum og óskar eftir því að sjávarútvegsráðuneytið losi sveitarstjórnir við þann kaleik.?

 

Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun við tillögu Í-lista merktri B, undir fundargerð 81. fundar atvinnumálanefndar.


,,Ég kýs þessu sinni að fara að yfirveguðum ráðum atvinnumálanefndar varðandi tillögur  Í-lista merktar A,B og C og greiða atkvæði gegn tillögu B og C, en styðja tillögu A.  Engu að síður tel ég það mjög æskilegt að skoða betur þann möguleika, að byggðakvótar verði boðnir út á þeim svæðum sem þeim er úthlutað, með þeim skorðum sem um slíkar úthlutanir verða settar svo lengi sem úthlutununum byggðakvóta verður fram haldið. 

 

Tel ég slík útboð fremur í anda frjálsra viðskipta og stefnu Sjálfstæðisflokksins heldur en gjafaúthlutanir.?

 


Fundargerðin 4/3.  81. fundur.


Tillaga Í-lista merkt A samþykkt 8-0.


Tillaga Í-lista merkt B felld á jöfnum atkvæðum 4-4.


Tillaga Í-lista merkt C felld á jöfnum atkvæðum 4-4.


3. liður.  Tillaga um vísan tillögu meirihluta til atvinnumálanefndar samþykkt 8-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 18/3.  82. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


 Birna Lárusdóttir, forseti, tók nú aftur við stjórn fundarins af Gísla H. Halldórssyni, varaforseta. 


 Til máls tók:  Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 11/3.  95. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Fundargerðin 20/2.  23. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Félagsmálanefnd.


 Til máls tók: Gísli H. Halldórsson,

 

Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista, um breytingu á skipan fulltrúa í félagsmálanefnd. 


,,Varafulltrúi Í-lista í félagsmálanefnd verði Kristín Oddsdóttir, Engjavegi 28, Ísafirði og komi hún í stað Soffíu Ingimarsdóttur, Goðatúni 4, Flateyri.? 

 


Fundargerðin 4/3.  306. fundur.


Tillaga Í-lista um Kristínu Oddsdóttur, sem varamann í félagsmálanefnd


í stað Soffíu Ingimarsdóttur, samþykkt 9-0. 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Fræðslunefnd.


Fundargerðin 11/3.  270. fundur.


3. liður.  Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VII. Hafnarstjórn.


 Til máls tók:  Jóna Benediktsdóttir,


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun frá Í-lista, undir fundargerð hafnarstjórnar.   ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með tónlistarhátíðina ,,Aldrei fór ég suður?.  Hátíðin hefur haft mikið kynningargildi fyrir Ísafjarðarbæ.  Forsvarsmönnum hátíðarinnar og öðrum er að henni komu eru færðar bestu þakkir fyrir.?

 


Fundargerðin 4/3.  134. fundur.


Tillaga að bókun samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Landbúnaðarnefnd.


Fundargerðin 3/3.  84. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Umhverfisnefnd.


 Til máls tók:  Birna Lárusdóttir, forseti.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 5. lið 285. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur ekki tímabært, að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegalagningar í Hnífsdal í tengslum við fyrirhuguð jarðgöng, því ekki hefur enn verið gengið frá samkomulagi við hestamenn vegna reiðvallar, sem skerðist vegna vegalagningarinnar. Samþykkt er að fresta útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurbyggingar Djúpvegar frá Hreggnasa um Hnífsdal að Skarfaskeri og þaðan í göngum að bæjarmörkum við Bolungarvíkurkaupstað.?


 


Fundargerðin 12/3.  284. fundur.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


Fundargerðin 26/3.  285. fundur.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


5. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar um frestun samþykkt 5-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


X. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2009-2011, fyrri umræða.


 Til máls tóku:  Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram tillögu um, að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2009-2011, verði vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 17. apríl n.k.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:52.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.      


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.     


Sigurður Pétursson.      


Jóna Benediktsdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.      


Rannveig Þorvaldsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?