Bæjarstjórn - 232. fundur - 1. nóvember 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.  

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 22/10. og 29/10. 


II.  "  almannavarnanefndar 24/10.


III.  "  barnaverndarnefndar 16/10.


IV.  "  byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis


    Grunnskólans á Ísafirði 8/10. og 15/10.


V.  "  félagsmálanefndar 23/10.


VI.  "  fræðslunefndar 23/10.


VII.  "  íþrótta- og tómstundanefndar 24/10.


VIII.  "  menningarmálanefndar 16/10.


IX.  "  umhverfisnefndar 24/10.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Sigurður Pétursson og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Tillaga meirihluta bæjarstjórnar við 3. lið 548. fundargerð bæjarráðs, lögð fram af Birnu Lárusdóttur, forseta.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ríkisstjórn Íslands, að flýta gerð úttektar á möguleikum þess, að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu við Austur-Grænland.?


Greinargerð:


Áskorun þessi er í fullu samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 17. mars s.l., þar sem ríkisstjórninni er falið að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði, sem miðstöð við vaxandi fiskveiðar  við Austur-Grænland og skoða sérstaklega þann kost, að þjónustumiðstöð og umskipunarhöfn fyrir siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. Í ályktun Alþingis er einnig kveðið á um, að haft verði samráð við heimamenn við gerð úttektarinnar.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagið fram svohljóðandi tillögu að bókun bæjarstjórnar undir 10. lið 548. fundar bæjarráðs.           


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, verði  fjármunum varið til hönnunar nýrrar sundlaugar á Ísafirði. Stefnt verði að því að hefja framkvæmdir hið fyrsta. Hönnunin taki mið af þeirri þarfagreiningu sem fyrir liggur auk hugsanlegra breytinga sem kunna að hafa orðið á forsendum slíks mannvirkis.? 


Tillaga að bókun við 11. lið fundargerðar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar


frá 548. fundi, sem haldinn var 22. október 2007.  Lögð fram af Örnu Láru Jónsdóttur, Sigurði Péturssyni, Jónu Benediktsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúum Í- lista.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að flytja þau 6-8 stöðugildi á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga til Ísafjarðar, sem mögulegt er að flytja án þess að raska verulega starfsemi stofnunarinnar. Er það í samræmi við meirihlutaálit starfshóps, sem fengin var til að skoða málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að mögulegt er að flytja hluta af starfsemi stofnunarinnar, eða sem samsvarar 6-8 stöðugildum til Ísafjarðar. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir sig reiðubúna að aðstoða eftir fremsta megni svo að af flutningnum megi verða.?

 


Fundargerðin 22/10.  548. fundur.


3. liður.  Tillaga borin fram af forseta samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga borin fram af forseta um frestun þessa liðar til næsta


fundar bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga að bókun bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


11. liður.  Tillaga að bókun Í-lista samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 29/10.  549. fundur.


7. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Almannavarnanefnd.


 Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 

Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lögð fram af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúum Í-lista, undir fundagerð Almannavarnanefndar frá 24. októbert 2007.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra, að hafa frumkvæði að samstarfi við sveitarfélögin Norðurþing og Hornafjörð, um að fara með sameiginlegt erindi til dómsmálaráðherra. Í erindinu verði óskað eftir, að staðsetning björgunarþyrlna landhelgisgæslunnar verði endurskoðuð, þannig að ein þyrla verði staðsett í hverjum landsfjórðungi með það að markmiði að auka öryggi hringinn í kringum landið.?


Greinargerð:


Þyrlur sem staðsettar væru hver á sínu landshorni hefðu mun skemmri flugtíma til hinna ýmsu staða á og í kringum landið, heldur en ef þær eru allar staðsettar á sama stað.  Þyrla á Ísafirði væri um 30 mínútur að siglingaleiðinni milli Íslands og Grænlands, meðan þyrla frá Reykjavík væri um þrisvar sinnum lengur.  Þyrlur á Húsavík/Akureyri eða Hornafirði væru um 30 mínútur inn á hálendið við Vatnajökul, en þyrla frá Reykjavík um helmingi lengur svo eitthvað sé nefnt.  Þegar fólk er í lífsháska getur þessi tími skipt verulegu máli.  Slík ráðstöfun gæti einnig leyst ákveðinn vanda, sem hefur verið til umfjöllunar varðandi sjúkraflug og sparað þar fjármuni á móti kostnaði, auk þess sem hún myndi hafa eflandi áhrif á atvinnulíf á þessum stöðum.





Fundargerðin 24/10.  3. fundur.


Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 11/10.  88. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


 Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 8/10.  20. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 15/10.  21. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 23/10.  293. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir. 

 


Fundargerðin 23/10.  263. fundur.


6. liður.  Tillaga forseta um frestun til næsta fundar samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


 


Fundargerðin 24/10.  83. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Menningarmálanefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir 1. lið fundargerð menningarmálanefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar færir menningar-málanefnd og öðrum þeim, sem stóðu að framkvæmd Veturnótta, bestu þakkir fyrir vel heppnaða hátíð.  Augljóst má vera, að hátíðin hefur nú fest sig í sessi, sem ein af stærri menningarviðburðum á norðanverðum Vestfjörðum og er hún Ísafjarðarbæ til mikils sóma.?

 


Fundargerðin 16/10.  142. fundur.


1. liður.  Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


IX. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir og Ingi Þór Ágústsson.


 


Fundargerðin 24/10.  276. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:07.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.     


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.     


Arna Lára Jónsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Jóna Benediktsdóttir.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?