Bæjarstjórn - 227. fundur - 21. júní 2007

 

Í upphafi fundar lagði Birna Lárusdóttir, forseti, fram bréf frá Guðna G. Jóhannessyni dagsett þann 20. júní s.l., þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  Jafnframt óskar hann eftir lausn frá störfum í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar og öðrum nefndum, stjórnum og ráðum er hann situr í fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.  Í lok bréfsins þakkar hann bæjarfulltrúum, nefndarfólki í nefndum svo og öllu starfsfólki Ísafjarðarbæjar fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óska þeim velfarnaðar í starfi á komandi árum.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, f.h. bæjarstjórnar, þakkaði Guðna G. Jóhannessyni gott og farsælt samstarf og óskaði honum alls velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 


Dagskrá:





I. Fundargerðir bæjarráðs 11/6. og 18/6.


II. Fundargerð félagsmálanefndar 6/6.


III. Fundargerðir fræðslunefndar 22/5. og 12/6.


IV. Fundargerð  íþrótta- og tómstundanefndar 6/6. og 11/6.


V. Fundargerð menningarmálanefndar 12/6.


VI. Fundargerð umhverfisnefndar 13/6.


VII. Endurskoðun stjórnskipurits Ísafjarðarbæjar, fyrri umræða.


VIII. Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.


 1) Forseti, 1. og 2. varaforseti.


 2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.


 3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.


IX. Sumarleyfi bæjarstjórnar.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 

Jóna Benediktsdóttir vék af fundi bæjarstjórnar undir umræðu og við afgreiðslu 8. liðar 531. fundargerðar bæjarráðs.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta við 531. fundargerð bæjarráðs.


Tillaga við 531. fund ? lið nr. 2


,,Að undangenginni skoðun bæjarstjóra á umsóknum og því hvernig þær uppfylla hæfniskröfur samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að ráða Margréti Geirsdóttur sem yfirmann Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.?


Tillaga við 531. fund ? lið nr. 8


,,Í samræmi við samþykkt fjárhagsáætlunar 2007 um að leggja niður aðra stöðu aðstoðarskólastjóra samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að leggja niður yngri stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta við 532. fundargerð bæjarráðs.


Tillaga við 532. fund ? lið nr. 3


Þar sem KSÍ hefur staðfest að Ísafjarðarbær getur fengið viðbótarsparkvöll samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gera ráð fyrir undirbúningi við sparkvöll á Suðureyri í ár. Einnig er því beint til byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði að gert verði ráð fyrir sparkvelli við GÍ á næsta ári.


Tillaga við 532. fund ? lið nr. 11


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vísa erindi tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið? til afgreiðslu í menningarmálanefnd.


Tillaga við 532. fund ? lið nr. 13


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir samning um byggingu púttvallar, hlutur Ísafjarðarbæjar er áætlaður 3,8 milljónir kr. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007. Bæjarstjóra er falið að ganga frá samningnum.


 


Lilja Rafney Magnúsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 9. lið 531. fundar bæjarráðs.  ,,Undirritaður bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar telur að Vestfirðir eigi að vera stóriðjulaust svæði og tekur þar með heilshugar undir fyrri ályktanir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Fjórðungssambands Vestfirðinga um stóriðjulausa Vestfirði.  Leggja ber áherslu á vistvæna ferðaþjónustu og aðra umhverfisvæna atvinnuuppbyggingu, sem ekki getur farið saman með mengandi stóriðju sem olíuhreinsistöð kemur til með að vera.  Fjármunum sveitarfélagsins er því betur varið í aðgerðir sem stuðla að fjölbreyttri atvinnustarfsemi sem styrkir búsetu og menntun á svæðinu og fellur að því samfélagi og þeim atvinnuvegum sem fyrir er á svæðinu s.s. útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.  Ég greiði því atkvæði gegn greiðslu ferðakostnaðar bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar skoðunarferðar þann 2. júlí n.k. á olíuhreinsistöðvum í Evrópu.?

 

Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun vegna bókunar Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur við 9. lið 531. fundar bæjarráðs.  ,,Ég hef hvergi séð ályktanir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga eða Ísafjarðarbæ um stóriðjulausa Vestfirði og óska í ljósi bókunar Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur eftir textum slíkra ályktana séu þær til.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 9. lið. 531. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn samþykkir, að Halldór Halldórsson, Svanlaug Guðnadóttir og Sigurður Pétursson verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í fyrirhugaðri skoðunarferð sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um olíuhreinsistöðvar í Evrópu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ferðakostnaður fulltrúa verði greiddur af bæjarstjórn.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun við 6. lið 531. fundar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn þakkar Jóni Björnssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, farsæl störf í þágu Ísafjarðarbæjar til fjölda ára og óskar honum velfarnaðar í nýjum störfum.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 9. lið 531. fundar bæjarráðs. ,,Við undirrituð leggjum til að í þá skoðunarferð í olíuhreinsistöðvar sem nú er á döfinni fari aðeins þeir sérfræðingar sem eru að vinna að málinu.  Ef niðurstaða úr frumathugunum verður jákvæð þá er rétt að skoða það að sveitarstjórnarmenn fari og kynni sér starfsemina með eigin augum, þeir ættu þá einnig að kynna sér sjónarmið fulltrúa sveitarstjórna, sem eru í nálægð við slíkar stöðvar og fá upplýsingar frá þeim um bæði samfélagsleg og umhverfisleg áhrif af rekstri olíuhreinsistöðva.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 9. lið 531. fundar bæjarráðs.  ,,Ég tel skoðunarferð sveitarstjórnarmanna á olíuhreinsistöðvum ekki tímabæra.  Niðurstöður úr frumrannsóknum á umhverfisathugunum munu liggja fyrir um mánuði eftir fyrirhugaða ferð.  Sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað komi fram í þeim rannsóknum, sem slær hugmyndina út af borðinu líkt og gerðist þegar sama hugmund var rædd í Skagafirði og þá er búið að eyða skattfé bæjarbúa í fullkominn óþarfa.  Ég tel að við eigum að láta sérfræðingum eftir að meta hvort mögulegt er að reisa slíka stöð á þessu svæði en við eigum að taka afstöðu til þess hvort okkur líst á áhrifin sem af því gætu orðið.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram f.h. Í-lista svohljóðandi bókun við 6. lið 532. fundar bæjarráðs.  ,,Að undanförnu hefur nokkuð oft verið vikið frá samþykktri fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.  Þau verk sem þar er verið að ræða eru öll mikilvæg og ýmist gleymdust eða voru skorin niður af meirihluta bæjarstjórnar við umræðu um fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir þetta fjárhagsár, þrátt fyrir augljóst mikilvægi þeirra.  Bæjarfulltrúar Í-lista lýsa furðu sinni á þessum vinnubrögðum og lýsa eftir ábyrgri fjármálastjórn sem felur meðal annars í sér að gerð verði fjárhagsáætlun fyrir Ísafjarðarbæ sem líklegt er að geti staðist.?

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun undir 6. lið 532. fundar bæjarráðs.  ,,Reynsla undanfarinna ára sýnir skýrt að frávik frá fjárhagsáætlun eru óveruleg.  Þannig hefur fjárhagsáætlun nýst vel sem stjórntæki.  Tillögur um niðurskurð rekstrarkostnaðar eru vel þegnar frá bæjarfulltrúum ekki síður en tillögur um útgjöld.?

 

Rannveig Þorvaldsdóttir lagði fram svohljóðandi fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-lista við 3. lið 531. fundar bæjarráðs.  ,,Hvað líður úttekt á kynbundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ, sem samþykkt var í bæjarráði 24. október 2005 ??


Greinargerð:  Á kvennafrídeginum þann 24. október 2005 lagði Lárus Valdimarsson fram tillögu í bæjarráði um að gerð yrði úttekt á kynbundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ og var hún samþykkt.  Á bæjarstjórnarfundi þann 31. ágúst 2006 lagði bæjarstjóri fram svar við fyrirspurn um þetta mál og upplýsti að það væri mjög kostnaðarsamt að leita til ráðgjafafyrirtækis til að vinna að úttektinni.  Í svarinu kom fram að hann myndi leita leiða til að vinna úttektina með öðrum hætti og tók vel í hugmyndir sem fram komu á fundinum um að kanna hvort háskólanemar hefðu áhuga á að vinna að úttektinni.  Bæjarfulltrúa Í-lista fýsir að vita hvar málið er statt nú.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista ásamt greinargerð við 8. lið 531. fundar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fresta fyrirhuguðum breytingum á stjórnendaskipulagi Grunnskólans á Ísafirði, þar sem útséð er að fyrirhuguð markmið með breytingunum koma ekki til með að nást.  Lagt er til að strax í haust verði skipaður starfshópur með fulltrúum frá fræðslunefnd, Skóla- og fjölskylduskrifstofu, skólastjórnendum og kennara sem hafi það verkefni að fara yfir skipurit grunnskóla Ísafjarðarbæjar með það að markmiði að skoða leiðir að skilvirkara stjórnskipulagi og hagræðingu í rekstri.  Starfshópurinn ljúki störfum fyrir mars 2008 svo að breytingar geti tekið gildi skólaárið á eftir, ef einhverjar verða.?


Greinargerð:  Samþykkt var í fjárhagsáætlun ársins 2007 að breyta stjórnenda-fyrirkomulagi við Grunnskólann á Ísafirði með þeim hætti að segja upp öðrum aðstoðarskólastjóranum til að ná fram hagræðingu í rekstri og markvissara stjórnskipulagi.  Útséð er að markmiðin koma ekki til með að nást úr þessu, má í fyrsta lagi rekja það til þess að of seint er farið af stað með breytinguna.  Nú þegar er hafin undirbúningur fyrir næsta skólaár og ekki er gert ráð fyrir þessum breytingum í þeim undirbúningi.  Ljóst er að ef farið verði í þessar breytingar núna þá hefur það veruleg kostnaðaraukandi áhrif á grunnskólann.  Í öðru lagi er ekki búið að finna mörgum verkefnum stað hjá öðru starfsfólki í nýju skipulagi sem eru nú á hendi núverandi aðstoðarskólastjóra og er hætta á því að þeim verði ekki sinnt nema með aukningu stöðugilda.  Við vinnu við skipulagsbreytingar er æskilegt að horfa til annarra sveitarfélaga og bera saman rekstur annarra grunnskóla og skipulag við grunnskóla Ísafjarðarbæjar, með það fyrir augum að ná fyrrgreindum markmiðum.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar undir fyrsta lið dagskrár 227. fundar bæjarstjórnar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af yfirvofandi niðurskurði á þorskveiðiheimildum fyrir næsta fiskveiðiár. Ekki liggur enn fyrir hversu mikill sá niðurskurður verður en ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar miðast við að veiðar verði minnkaðar um þriðjung. Slíkur niðurskurður mun hafa veruleg áhrif á grunnatvinnuveg Vestfirðinga og veikja þá burðarstoð samfélagsins sem sjávarútvegurinn er.


Þótt aðstæður séu almennt góðar í íslensku efnahagslífi í dag er því alls ekki til að dreifa í þeim byggðum sem byggja nær eingöngu á sjávarútvegi. Þar er veruleikinn allur annar en í  þeim landshlutum þar sem þensla ríkir. Því beinir bæjarstjórn þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að gripið verði þegar í stað til markvissra mótvægisaðgerða í þeim byggðum sem harðast verða úti vegna niðurskurðarins.


Í tilfelli Vestfjarða liggur aðgerðalisti þegar fyrir í Vestfjarðaskýrslunni, svokölluðu, sem var unnin fyrir tilstuðlan forsætisráðuneytisins og birt í apríl s.l. Þar er rík áhersla lögð á að efla grunnstoðir atvinnulífsins í þeim tilgangi að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins. Þar eru einnig tillögur um  allt að 80 ný störf í fjórðungnum ásamt 50 öðrum störfum, s.s. sameiningu Orkubús Vestfjarða og Rarik með höfuðstöðvar á Vestfjörðum. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ríkisvaldið til að vinna hratt og vel að framgangi tillagna skýrslunnar sem og öðrum þeim tillögum, sem eru til þess fallnar að styrkja byggð á Vestfjörðum.?


Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin 11/6.  531. fundur.


2. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 4-3.


8. liður.  Tillaga Í-lista felld 4-3.


9. liður.  Tillaga forseta bæjarstjórnar samþykkt 5-0.


9. liður.  Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista felld 5-3.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 18/6.  532. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


3. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


11. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Gísli H. Halldórsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 6/6.  286. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 

Tillaga kom fram frá Í-lista um breytingu fulltrúa Í-lista í fræðslunefnd.  ,,Gylfi Þ. Gíslason komi sem aðalmaður í stað Guðrúnar Ö. Finnbogadóttur og Soffía Ingimarsdóttir komi sem aðalmaður í stað Kolbrúnar Sverrisdóttur.


Kolbrún Sverrisdóttir komi sem varamaður í stað Gylfa Þ. Gíslasonar og Kristín Oddsdóttir sem varamaður komi í stað Gunnhildar Elíasdóttur.?


Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin 22/5.  256. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 12/6.  258. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingi Þór Ágústsson.

 

Tillaga kom fram frá Í-lista um breytingu fulltrúa Í-lista í íþrótta- og tómstundanefnd.  ,,Rannveig Þorvaldsdóttir komi sem aðalmaður í stað Svövu Ránar Valgeirsdóttur, Unnar Reynisson komi sem varamaður í stað Lísbetar Harðardóttur og Guðný Harpa Henrysdóttir komi sem varamaður í stað Eddu Katrínar Einarsdóttur.?


Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 1. lið 79. fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar.


,, Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarráði að ganga frá endanlegum samstarfssamningi Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. Gera þarf breytingar á 13. gr. samningsins og orðalagsbreytingar. Bæjarráð hefur heimild til að samþykkja endanlega útgáfu af hálfu Ísafjarðarbæjar.?

 


Fundargerðin 6/6.  78. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 11/6.  79. fundur.


1. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Menningarmálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 12/6.  137. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Birna Lárusdóttir, forseti.

 


Fundargerðin 13/6.  266. fundur.


12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VII. Endurskoðun stjórnskipurits Ísafjarðarbæjar, fyrri umræða.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir og Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Lögð fram til fyrri umræðu drög að breyttu stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, skipurit ásamt texta, sem unnin hafa verið af nefnd um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar er skipuð var af bæjarstjórn 26. apríl 2007.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að vísa tillögum að breytingu á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar til síðari umræðu á öðrum fundi bæjarstjórnar í september n.k.  Fram að þeim fundi verði breytingarnar kynntar bæjarfulltrúum, nefndarfólki og starfsfólki  og kallað eftir afstöðu þeirra til tillagnanna.?


Tillagan samþykkt 9-0.

 


VIII. Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.


Til máls tók:  Birna Lárusdóttir, forseti.

 

1) Forseti bæjarstjórnar, 1. og 2. varaforseti.


Tillaga kom fram frá meirihluta um Birnu Lárusdóttur sem forseta bæjarstjórna og Gísla H. Halldórsson, sem 1. varaforseta bæjarstjórnar.  Tillaga kom fram frá Í-lista um Jónu Benediktsdóttur, sem 2. varaforseta bæjarstjórnar.  Aðrar tillögur komu ekki fram.


2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta um Birnu Lárusdóttur og Svanlaugu Guðnadóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Gísla H. Halldórsson og Albertínu Elíasdóttur, sem varamenn.  Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigurð Pétursson, sem aðalmann í bæjarráð og Magnús Reyni Guðmundsson til vara.  Aðrar tillögur komu ekki fram.


3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta um Gísla H. Halldórsson, sem skrifara bæjarstjórnar og Inga Þór Ágústsson til vara. 


Tillaga kom fram frá Í-lista um Magnús Reyni Guðmundsson, sem skrifara bæjarstjórnar og Örnu Láru Jónsdóttur til vara.  Aðrar tillögur komu ekki fram.


Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


IX. Sumarleyfi bæjarstjórnar.


Til máls tók:  Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu undir IX. lið dagskrár.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 13. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2007 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 53. gr. sömu samþykktar.  Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 6. september 2007?.


Tillagan samþykkt  9-0.


Arna Lára Jónsdóttir gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa Í-lista.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:23.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Ingi Þór Ágústsson.      


Gísli H. Halldórsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.      


Jóna Benediktsdóttir.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?