Bæjarstjórn - 220. fundur - 1. mars 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Gísli Jón Kristjánsson.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. 

 


Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 19/2. og 26/2.


II. Fundargerðir barnaverndarnefndar 16/2. og 19/2.


III. Fundargerð fræðslunefndar 13/2.


IV. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 14/2.


V. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða 16/2.


VI. Fundargerðir umhverfisnefndar 21/2. og 22/2.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun og tillögur f.h. meirihluta bæjarstjórnar við 515. fundargerð og 516. fundargerð bæjarráðs.

 


Tillaga við 515. fund ? lið nr. 14


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að hefja viðræður við sýslumanninn á Ísafirði og Slysavarnafélagið Landsbjörgu vegna mögulegrar byggingar á sameiginlegri slökkvistöð, björgunarmiðstöð og lögreglustöð.

 


Tillaga við 516. fund ? lið nr. 4


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur mikilvægt að skapa aðstöðu fyrir þá aðila sem vilja byggja upp í Ísafjarðarbæ fyrir sjóstangveiði. Lögð er áhersla á að umhverfisnefnd og tæknideild hraði vinnu við skipulag þannig að sem fyrst liggi fyrir hvaða lóðir geta verið til úthlutunar fyrir húsnæði vegna sjóstangveiðinnar.

 


Tillaga við 516. fund ? lið nr. 14


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir vínveitingaleyfi vegna Langa Manga til 13. mars 2007 en þann dag rennur út veitingaleyfi staðarins. Samþykki vínveitingaleyfis er byggð á umsögn lögreglustjóra og lögbundinna umsagnaraðila sem ekki hafa athugasemdir við veitingu leyfisins.

 


Tillögur að bókun við 516. fund ? lið nr. 15, atvinnumál.


Tillaga bæjarráðs:


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögur bæjarráðs vegna atvinnumála. Þess er krafist af hálfu bæjarstjórnar að ríkisstjórnin bregðist við þessum tillögum nú þegar enda fjalla þær um átak í málaflokkum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að vinna. Flutningur 100 opinberra starfa á tveimur árum til byggðakjarnans Ísafjarðar er í samræmi við samþykkta stefnu ríkisstjórnarinnar. Stefnu sem ekki hefur verið unnið eftir heldur hefur opinberum störfum þvert á móti fækkað á undanförnum árum á sama tíma og þeim fjölgar í höfuðborginni.


Tilvera framleiðslufyrirtækja á Vestfjörðum byggir á því að hægt sé að flytja hráefni að og frá. Þar er flutningskostnaður farinn að hamla verulega, svo verulega að fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði telja kostnaðinn alvarlega ógnun við starfsemi þeirra. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur lífsnauðsynlegt fyrir vestfirskar byggðir að ríkisstjórnin jafni flutningskostnað þannig að fyrirtækin séu jafnsett hvað þann þátt rekstrarins varðar.

 


Þingsályktunartillaga um flutning Fiskistofu:


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þingsályktunartillögu sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi um flutning Fiskistofu út á land. Með þeim flutningi yrðu um 15 störf á vegum Fiskistofu á Ísafirði og fyrsta skrefið í að flytja 100 opinber störf á næstu tveimur árum til Ísafjarðar væri stigið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Minnt er á að Ísafjörður er skilgreindur byggðakjarni, einn þriggja utan höfuðborgarsvæðisins og að ríkisstjórnin hefur ekki unnið í samræmi við þá skilgreiningu.

 


Síminn ? samningur við Ísafjarðarbæ.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að athuga riftun á samningi Ísafjarðarbæjar og Símans þar sem fyrirtækið hefur dregið verulega úr starfsemi sinni í Ísafjarðarbæ.


Tillögurnar undirritaðar af Birnu Lárusdóttur, forseta.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 12. lið í 515. fundargerð bæjarráðs.  ,,Sveitarfélögin í landinu bera mikla ábyrgð sem vinnuveitendur.  Ljóst er að menn eru ekki sammála um túlkun á tölum í samningaviðræðum við kennara.  Það hlýtur að vera skiljanlegt að stétt, sem telur að brotið sé á sér, sé ekki til viðræðna um breytingar á starfsumhverfi sínu fyrr en það hefur verið lagað.  Sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna og þau bera því megin ábyrgð á starfsumhverfinu.  Við verðum að gera okkur grein fyrir hverskonar andrúmsloft við viljum skapa um skólana.  Ef sveitarfélögin í landinu vilja frið til að ræða um málefni grunnskólans gengur ekki hjá þeim að berja á kennurum í kjaralegu tilliti, í slíku andrúmslofti næst hvorki árangur né sættir.?


Tillagan er undirrituð af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttir og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar undir 12. lið 515. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Tekið er undir að sveitarfélögin bera mikla ábyrgð sem vinnuveitendur.  Fagleg vinnubrögð í launaviðræðum og samningagerð eru nauðsynleg og hafa sveitarfélögin í þeim tilgangi falið launanefnd samningaumboð sitt.  Stjórn Samb. ísl. sveitarf. hefur boðið kennaraforystunni að taka upp samstarf og viðræður um sameiginlega framtíðarsýn, kjararannsóknir og rannsókn á þróun þess mikilvæga starfs, sem kennarar inna af hendi.  Vonast er til að ágreiningur um endurskoðunarákvæði leysist sem fyrst svo hægt sé að hefja samstarf sveitarfélaga og grunnskólakennara á nýjum og uppbyggilegum grunni.?


Undirritað af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Birnu Lárusdóttur, forseta, Gísla Jóni Kristjánssyni, Inga Þór Ágústssyni og Gísla H. Halldórssyni.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 15. lið 516. fundargerðar bæjarráðs. 


Tillaga um atvinnumál.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill í tilefni af síðustu atburðum í atvinnumálum bæjarins lýsa yfir áhyggjum af stöðu atvinnulífs á svæðinu og hvetja til sameiginlegs átaks ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja til eflingar atvinnulífi og byggð á Vestfjörðum.


Ákvörðun stjórnenda Marels hf. að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði frá og með 1. september næstkomandi er mjög alvarleg atlaga að atvinnulífi bæjarins. Í rúma þrjá áratugi hefur á Ísafirði verið þróun framleiðsla á rafeindabúnaði í tengslum við fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Margþætt reynsla og þekking hefur verið byggð upp í þessu samstarfi, sem fram kom meðal annars í hinum víðþekktu Póls-skipavogum og fleir framleiðsluvörum byggðu á hugviti og framtaki heimamanna. Fyrir réttum þrem árum keypti Marel hf. fyrirtækið Póls hf. á Ísafirði og ári síðar voru félögin sameinuð. Með því eignaðist Marel hf. þróunarvinnu og þekkingu sem byggst hafði upp á löngum tíma hér á Ísafirði. Fyrir þremur árum lýstu eigendur og stjórnendur fyrirtækisins því yfir að ekki stæði til að flytja starfsemina burtu úr bænum. Nú hefur annað komið á daginn og með ákvörðun sinni hafa forráðamenn Marels hf. brugðist vonum og trausti Ísfirðinga. Allt tal um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja eru orðin tóm.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að með lokun Marels hf. á Ísafirði sé vegið að undirstöðum atvinnulífs á staðnum og uppbygging iðnaðar á sviði hátækni og hugvits greitt þungt högg. Til að bregðast við þessu heitir bæjarstjórn á stjórnvöld að koma þegar í stað til liðs við íbúa Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum til að efla nýsköpun og rannsóknir sem veita munu nýjum verkefnum og nýjum atvinnutækifærum brautargengi. Miklir möguleikar eru á Vestfjörðum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, rannsókna á umhverfi, loftslagi og búsvæðum hafsins og iðnaði tengdum þeim greinum. Til að nýta þessa möguleika er nauðsynlegt að stjórnvöld beini fjármagni til þessara verkefna. Jafnframt þurfa bráðnauðsynlegar framkvæmdir í samgöngumálum og fjarskiptum að fá algeran forgang frá hendi ríkisvaldsins, til að brúa það bil sem myndast hefur í umhverfi fyrirtækja á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að algera hugarfarsbreytingu þarf og pólitíska samstöðu hjá ráðamönnum landsins til að snúa við óheillaþróun síðustu ára.  Bæjarstjórnin hvetur alla stjórnmálaflokka til að styðja framkomnar tillögur heimamanna í atvinnumálum og stuðla þannig að eflingu byggðar á Vestfjörðum. Nú þarf stórátak í stað smáskammta. Segja má að loksins sé röðin komin að Vestfjörðum.?


Tillagan er undirrituð af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 


Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 15. lið 516. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar beinir þeim tilmælum til stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða, að hafin verði strax undirbúningur að stofnun Háskóla Vestfjarða með það að markmiði að fyrstu nemendur verði innritaðir í janúar 2008.  Uppbygging menntunar er lykilinn að jákvæðri byggðaþróun og í ljósi þeirra áfalla sem dunið hafa yfir byggðina okkar í atvinnumálum síðustu misseri er það forgangsmál að hér verður settur á fót sjálfstæður háskóli strax.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Sigurður Péturssyni. 


 


Fundargerðin 5/2. 515. fundur.


7. liður.  Kaup á ,,Gamla slippnum? í Suðurtanga samþykkt 9-0.


14. liður.  Forseti vísar tillögu meirihluta til bæjarráðs. Samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 26/2. 516. fundur.


4. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


14. liður. Tillaga meirihluta samþykkt 8-0.


15. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar að bókun um atvinnumál samþykkt 9-0.


15. liður.  Tillaga um þingsályktunartillögu um flutning Fiskistofu samþykkt 9-0.


15. liður.  Tillaga um samning Símans og Ísafjarðarbæjar samþykkt 8-0.


15. liður.  Tillaga Í-lista um atvinnumál samþykkt 9-0.


15. liður.  Tillaga Í-lista um háskólamál samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundarhlé.


Að lokinni afgreiðslu 1. liðar dagskrár gerði Birna Lárusdóttir, forseti, hlé á fundinum


kl. 20:15, vegna almenns borgarafundar er lögreglustjórinn á Vestfjörðum hélt á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Fundi bæjarstjórnar var síðan fram haldið kl. 21:40. 

 


II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 16/2.  78. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 19/2.  79. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir,


Arna Lára Jónsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 8. lið 252. fundargerðar fræðslunefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að lækka gjaldskrár vegna matarkostnaðar í leikskólum og mötuneytum grunnskóla í samræmi við lækkun matvöruverðs 1. mars 2007. Samningur við verktaka vegna mötuneytis Grunnskólans á Ísafirði, Hlífar og leikskólans Bakkaskjóls verði tekinn til endurskoðunar til lækkunar á gjaldskrá.?

 


Fundargerðin 13/2.  252. fundur.


8. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.


 


Fundargerðin 14/2.   73. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Stjórn Byggðasafns Vestfjarða.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Sigurður Pétursson og Ingi Þór Ágústsson.  

 

Fundargerðin 16/2.  13. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.     

 


VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Ingi Þór Ágústsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 21/2.  254. fundur.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


14. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 22/2.  255. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:45


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.      


Ingi Þór Ágústsson.


Gísli Jón Kristjánsson.     


Sigurður Pétursson.    


Jóna Benediktsdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir. 


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?