Bæjarstjórn - 194. fundur - 19. janúar 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, í h. st. Áslaug J. Jensdóttir; Bryndís G. Friðgeirsdóttir í h. st. Björn Davíðsson.

 

----------------------------------------

 

Í upphafi fundar minntist Birna Lárusdóttir, forseti, Gests Kristinssonar frá Suðureyri við Súgandafjörð.

 

Ég vil í fáum orðum minnast Gests Ingva Kristinssonar, fyrrum fulltrúa í hreppsnefnd og hreppstjóra á Suðureyri við Súgandafjörð, en Gestur lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 5. janúar s.l. aðeins rúmlega sjötugur að aldri.


Hann var fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð, þann 21. ágúst 1935. Strax á unglingsárum hélt hann til sjós og frá 18 ára aldri gegndi hann stöðu vélstjóra og stýrimanns. Skipstjóri var hann í um 15 ár og gerði síðan út eigin bát um hríð. Árið 1975 réðst hann til starfa hjá Rarik og starfaði þar og hjá arftakanum, Orkubúi Vestfjarða, allt fram á síðasta ár.


Gestur var virkur í félagsmálum og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á starfsævi sinni. Hann sat í hreppsnefnd 1970 til 1974 og aftur 1982 til 1986. Þá gegndi hann starfi sveitarstjóra Suðureyrarhrepps um tíma, eða á árunum 1974 og 1975. Hann tók við embætti hreppstjóra Suðureyrarhrepps árið 1978 og gegndi því um langt árabil. Hann sat m.a. í hafnarnefnd og stjórn sjúkraskýlis og var formaður stjórnar Sparisjóðs Súgfirðinga frá 1986 og til þess tíma þegar Sparisjóðurinn sameinaðist Sparisjóði Bolungarvíkur. Þar var hann varaformaður stjórnar til ársins 2003 en tók þá við stjórnarformennsku og gegndi henni til ársins 2005.


Ég hygg að flest okkar hér í bæjarstjórn hafi kynnst Gesti á einn eða annan hátt. Mín kynni af honum hófust þegar ég starfaði á Svæðisútvarpi Vestfjarða og Gestur var þá fréttaritari útvarpsins á Suðureyri. Mér er það minnisstætt að aldrei kom maður að tómum kofanum hjá Gesti, sama hve fyrirvarinn var stuttur og tilefnið lítið. Hann var alltaf vel með á nótunum, boðinn og búinn að aðstoða og oftar en ekki fékk bundið mál að fylgja með í pistlunum hans, enda var hann einstaklega hagyrtur maður. Ég minnist hans með hlýhug.


Eftirlifandi eiginkona Gests er Sólveig Hulda Kristjánsdóttir, en þau hjón fluttust búferlum frá Suðureyri síðastliðið haust eftir rúmlega hálfrar aldar búsetu í Súgandafirði. Þau settust að á Hlíf á Ísafirði. Börn þeirra hjóna eru: Þuríður Kristín, Kristinn, Óðinn, Gunnhildur, Jón Arnar og Sveinbjörn Yngvi.


Fyrir hönd bæjarstjórnar vil ég votta Sólveigu og börnum þeirra dýpstu samúð.


Gestur Kristinsson var hagyrðingur. Eftir hann liggur mikið yrkisefni sem mun halda minningu hans hátt á lofti um langa framtíð og langar mig til að lesa eitt ljóða hans af þessu tilefni, en það er Vesturborg, sem hann orti árið 1976. Ljóð þetta var einnig flutt við útför Gests sem gerð var frá Ísafjarðarkirkju s.l. laugardag.


Ég vil að lokum biðja bæjarfulltrúa og aðra viðstadda að rísa á fætur og minnast Gests Ingva Kristinssonar með virðingu og stuttri þögn.



----------------------------------------



Dagskrá:

 

I. Fundargerðir bæjarráðs 9/1. og 16/1.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 11/1.


III. Fundargerð barnaverndarnefndar 12/1.


IV. Fundargerð félagsmálanefndar 10/1.


V. Fundargerð hafnarstjórnar 11/1.


VI. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 11/1.


VII. Fundargerð umhverfisnefndar 11/1.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Guðni G. Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir, Lárus G. Valdimarsson, Björn Davíðsson og Ingi Þór Ágústsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta bæjarstjórnar við fundargerðir bæjarráðs:


464. fundargerð bæjarráðs 2. liður.


,,Bæjarstjórn samþykkir að gera úttekt á álagningu fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ, eftir að Fasteignamat ríkisins hefur gefið út hækkun á fasteignamati í Ísafjarðarbæ, þar sem sú hækkun virðist ekki í samræmi við áætlaða hækkun í fjárhagsáætlun þessa árs."


465. fundargerð bæjarráðs 1. liður.


,,Bæjarstjórn samþykkir samstarf hafnarstjórnar og umhverfisnefndar vegna úttektar á mögulegri staðsetningu olíubirgðastöðvar við Suðurgötu, Sundahöfn eða á Mávagarði.


Verkinu verði stýrt af bæjarstjóra með formönnum hafnastjórnar og umhverfisnefndar, ásamt fulltrúa minnihluta í bæjarráði. Með þeim starfi bæjartæknifræðingur og hafnarstjóri. Samstarfshópurinn leiti til þeirra aðila sem við á og þurfa þykir hverju sinni. Miða skal við að ljúka úttektinni fyrir síðari fund bæjarstjórnar í febrúar n.k. "

 

Magnús Reynir Guðmundsson F-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu undir 15. lið 465. fundargerðar bæjarráðs:


Tillaga um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að útnefna Ruth Tryggvason, Aðalstræti 24, Ísafirði, kaupkonu og fyrrum ræðismann Dana á Ísafirði, heiðursborgara Ísafjarðarbæjar. "


Greinargerð:


Í dag er enginn heiðursborgari Ísafjarðarbæjar á lífi. Hér áður fyrr útnefndi Ísafjarðarkaupstaður einstaklinga, sem töldust hafa unnið samfélaginu ómetanlegt starf, heiðursborgara. Fyrsti heiðursborgari Ísafjarðar var Jónas Tómasson, tónskál, annar Ragnar H. Ragnar, skólastjóri og þá Úlfur Gunnarsson, læknir. Önnur sveitarfélög, sem nú mynda Ísafjarðarbæ, útnefndu einnig heiðursborgara og má þar nefna t.d. Guðmund Inga Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli.


Ruth Tryggvason fluttist til Ísafjarðar ung að árum frá Danmörku, sem eiginkona Aðalbjörns Tryggvasonar, bakara og verslunarmanns. Allt frá komu sinni til Ísafjarðar hefur hún af fádæma eljusemi auðgað mannlíf með sinni alkunnu lífsgleði og þrótti. Ruth hefur í gegnum tíðina látið sér fátt óviðkomandi og má þar nefna til dæmis menningarmál í víðasta skilningi, mannúðarmál og skógrækt. Og enn í dag heillar hún bæjarbúa og gestkomandi með framkomu sinni í Gamla bakaríinu.


Það er við hæfi að Ísafjarðarbær heiðri Ruth Tryggvason, fyrir að hafa kosið að eiga samleið með íbúum Ísafjarðarbæjar í svo langan tíma, með því að útnefna hana heiðursborgara bæjarins.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram eftirfarandi tillögu við tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar við 15. lið 465. fundargerðar bæjarráðs.


,,Legg til að tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar, varðandi tilnefningu heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar og frekari útfærslu m.a. í tengslum við 10. ára afmæli Ísafjarðarbæjar í júní n.k. "

 


Fundargerðin 9/1. 464. fundur.


1. liður. Tillaga bæjarráðs um hámarksafslátt samþykkt 5-1.


2. liður. Tillaga bæjarráðs um hámarksafslátt samþykkt 6-1.


Ragnheiður Hákonardóttir gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu. ,,Óska bókað, að komi til breytinga á álögðum fasteignagjöldum samkvæmt þessum lið eftir úttekt á álagningu fasteignagjalda s.b. fyrirliggjandi tillögu, geti þessi viðmiðun og þessi ákvörðun breyst. "


Björn Davíðsson gerði svohljóðandi grein fyrir mótatkvæði sínu. ,,Bóka að hér er einungis u.þ.b. 2,5% hækkun á afslætti á meðan fasteignamat hækkar um allt að 20%."


2. liður. Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 8-0.


2. liður. Drög að reglum með breytingartillögu bæjarráðs samþykktar 8-0.


3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 16/1. 465. fundur.


1. liður. Fundargerðir nefnda.


        Fundargerð atvinnumálanefndar 61. fundur.


        2. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


        Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 55. fundur.


        1. liður. Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir skíðasvæðið samþykkt 9-0.


1. liður. (Bæjarráð) Tillaga borin fram af meirihluta, vegna tillagna í fundargerðum hafnarstjórnar og umhverfisnefndar um olíubirgðastöð, samþykkt 6-0.


12. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


14. liður. Tillaga bæjarráðs um Eignasjóð Ísafjarðarbæjar samþykkt 8-0.


15. liður. Tillaga Birnu Lárusdóttur, forseta, 9-0.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun undir 15. lið: ,,Með því að samþykkja samhljóða, með níu atkvæðum, að vísa tillögu minni um útnefningu heiðursborgara til bæjarráðs, tel ég að einungis eigi eftir að ákveða hvenær og með hvaða hætti útnefning Ruthar Tryggvasonar, sem heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, fari fram. "


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Atvinnumálananefnd.



Fundargerðin 11/1. 61. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Barnaverndarnefnd.



Fundargerðin 12/1. 64. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Félagsmálanefnd.



Fundargerðin 10/1. 263. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Hafnarstjórn.

 

 

Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Ragnheiður Hákonardóttir.


Fundargerðin 11/1. 111. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.

 

 

Til máls tóku: Björn Davíðsson, Ingi Þór Ágústsson, Þorleifur Pálsson, bæjarritari staðgengill bæjarstjóra, Lárus G. Valdimarsson, Guðni G. Jóhannesson, Magnús Reynir Guðmundsson og Svanlaug Guðnadóttir.


Fundargerðin 11/1. 55. fundur.


3. liður. Þessum lið vísað að tillögu forseta, til íþrótta- og tómstundanefndar til frekari úrvinnslu.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



VII. Umhverfisnefnd.

 

 

Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Ragnheiður Hákonardóttir og Björn Davíðsson.

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 4. lið 224. fundargerðar umhverfisnefndar:


,,Bæjarstjórn samþykkir, að vísa 4. lið í 224. fundargerð umhverfisnefndar til bæjarráðs til frekari skoðunar."

 


Fundargerðin 11/1. 224. fundur.


1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Áslaug J. Jensdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


3. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


4. liður. Tillaga borin fram af meirihluta samþykkt 8-0.


Áslaug J. Jensdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


9. liður. Tillaga umhverfisnefndar um að samþykkja 2. lið í tillögu Magdalenu Sigurðardóttur vísað aftur til nefndarinnar að tillögu forseta, þar sem m.a. liggja ekki fyrir upplýsingar um kostnað varðandi framkvæmdir.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 22:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Guðni G. Jóhannesson. Svanlaug Guðnadóttir.

 

Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.

 

Áslaug J. Jensdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

 

Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?