Atvinnu- og menningarmálanefnd - 75. fundur - 4. september 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug Jóhanna Jensdóttir, varaformaður, Guðmundur Þór Kristjánsson, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson.


Halldór Halldórsson bæjarstjóri sat fund atvinnumálanefndar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1.Félag um kaup á aflaheimildum.


Á fund atvinnumálanefndar voru mættir þeir Guðni Einarsson formaður Hvetjanda og Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri Hvetjanda.


Formaður rakti hugmyndina um stofnun almenningshlutafélags til kaupa á aflaheimildum frá því að bæjarstjórn vísaði tillögu um það til atvinnumálanefndar og bæjarráð fól atvinnumálanefnd 8. ágúst sl. að vinna að málinu í samstarfi við Hvetjanda og athuga hvort stofnun slíks hlutafélags geti fallið að starfsemi Hvetjanda.


Hvetjandi hefur hámarksgetu til hlutafjárþátttöku 10 m.kr. í einstakt félag eins og reglur Hvetjanda eru í dag.


Næsta skref er að vinna viðskiptaáætlun fyrir hugsanlegt almenningshlutafélag um kaup á aflaheimildum. Reynist sú áætlun jákvæð væri næsta skref að halda stofnfund og leita eftir hlutafé frá almenningi, fyrirtækjum og Byggðastofnun. Eiríkur Finnur sem framkvæmdastjóri Hvetjanda mun leita eftir aðila til að vinna viðskiptaáætlun og finna fjármagn til verksins. Skýrslu verði skilað um málið á næsta fundi atvinnumálanefndar sem haldinn verður síðar í mánuðinum.


Guðni og Eiríkur Finnur viku af fundi kl. 17:00


    


2. Verkefni um sköpun 50 starfa á tveimur árum.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að ráðinn verði verkefnisstjóri til að stýra verkefni atvinnumálanefndar um samstarf ýmissa aðila í þeim tilgangi að skapa allt að 50 ný störf á næstu tveimur árum.


Umræða varð um ráðningu verkefnisstjóra, ráðningartíma og hvaða launakjör er hægt að bjóða. Atvinnumálanefnd samþykkir að auglýsa starfið valkvætt þannig að hægt er að ráða einstakling beint í starfið. Hinn kosturinn er sá að starfið standi ráðgjafafyrirtæki til boða gegn því að það verði stofnað og/eða staðsett í Ísafjarðarbæ.


Bæjarstjóri upplýsti að hann stefnir að kynningarfundi um verkefnið með væntanlegum samstarfsaðilum mánudaginn 10. september kl. 14:00 í Háskólasetri Vestfjarða.


 


3. Vatnsmál - áformsyfirlýsing.


Lögð fram áformsyfirlýsing sem undirrituð var 31. ágúst sl. af bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar f.h. Ísafjarðarbæjar og Halldóri Guðbjarnarsyni f.h. Brúarfoss ehf. sem hefur þau áform að flytja út vatn frá Ísafirði sem og að reisa átöppunarverksmiðju á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Yfirlýsingin gildir út árið 2008 en stefnt er að því að eigi síðar en 31. mars 2008 liggi fyrir drög að samningi um verkefnið.


Atvinnumálanefnd fagnar þessari yfirlýsingu og vonar að áform þessi gangi eftir. Nefndin mun vinna með Brúarfossi ehf. að endanlegum samningi f.h. Ísafjarðarbæjar.4. Þjónusta við A-Grænland, greinargerð hafnarstjóra.


Lögð fram greinargerð Guðmundar Kristjánssonar hafnarstjóra dags. 30. ágúst sl. þar sem hafnarstjóri lýsir viðræðum við fulltrúa fyrirtækis sem hyggur á námuvinnslu á A-Grænlandi. Þessir aðilar eru að skoða fleiri hafnir á Íslandi. Hafnarstjóri lýsti yfir vilja til þess að vinna frekar með þessum aðilum. Þeir munu ákveða í framhaldi af heimsókn þeirra til Ísafjarðarbæjar hvaða höfn verður fyrir valinu.


Hér er um að ræða verkefni fyrir höfnina, flutningafyrirtæki, vélsmiðjur og fleiri þjónustuaðila.


Kári Þór Jóhannsson lagði fram eftirfarandi tillögu: ,,Ísafjörður verði þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland. Ráðinn verði starfsmaður til að markaðssetja og selja Ísafjörð sem þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland. Leitað verði stuðnings ríkisstjórnar um aðkomu að málinu. Markhópur þjónustumiðstöðvarinnar eru ferðamenn, námuvinnslufyrirtæki, flug, flugeftirlit, skipaferðir, landanir skipa o.fl.?


Atvinnumálanefnd óskar eftir því að hafnarstjóri mæti á næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður þriðjudaginn 25. september kl. 16:00. Á þeim fundi verði málið rætt frekar sem og tillaga Kára Þórs Jóhannssonar um ráðningu starfsmanns.5. Siglingadagar ? Útilífveran.


Atvinnumálanefnd tók málið upp á síðasta fundi sínum og ákvað að ræða það frekar á þessum fundi. Nefndin telur fulla ástæðu til þess að endurvekja Siglingadagana frekar en að halda áfram með hátíðina sem kölluð var Útilífveran enda var sú hátíð ekki haldin á yfirstandandi sumri.


Atvinnumálanefnd óskar eftir viðræðum við Siglingaklúbbinn Sæfara og Úlfar Ágústsson um fyrstu skref við að endurvekja Siglingadagana sem fjölskyldu- og ferðamannavæna sumarhátíð þar sem byggt er á sérstöðu Ísafjarðarbæjar og umhverfis. Viðræðurnar verði á næsta fundi atvinnumálanefndar og í framhaldi af því verði haldið málþing meðal þjónustuaðila og fulltrúa safna um Siglingadagana og almenna eflingu bæjarlífsins og þjónustunnar í tengslum við komu ferðamanna.6. Virðisaukinn, frumkvöðlaverðlaun atvinnumálanefndar.


Atvinnumálanefnd hefur ákveðið hver hljóti frumkvöðlaverðlaun nefndarinnar. Nafn verðlaunahafa verður opinberað við afhendingu verðlaunanna.7. Önnur mál


a) Bæjarstjóri sagði nefndinni frá samskiptum við Oddatá sem er nýstofnað fyrirtæki á Flateyri. Hugmyndir fyrirtækisins um starfsemi á Flateyri eru metnaðarfullar og hefur bæjarstjóri lagt áherslu á það við frumkvöðlana í Oddatá að Ísafjarðarbær muni gera það sem sveitarfélagið getur gert í stuðningi við nýja starfsemi og þar með uppbyggingu Flateyrar.


Kári Þór Jóhannsson lét bóka að hann hvetur opinbera aðila, bæði sveitarfélag og ríkisvaldið til að styðja við starfsemi Oddatár hvað varðar byggðakvóta og flugmál á Ísafjarðarflugvelli vegna millilandaflugs.


b) Guðmundur Þór Kristjánsson óskaði eftir því að leitað verði til háskólanema t.d. í mannfræði í gegnum Háskólasetur Vestfjarða í það verkefni að gera könnun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum um búsetuskilyrði og hvaða búsetukostir laða að fólk og hvað hefur mest áhrif á ákvarðanatöku fólks þegar það flytur inn á svæðið eða flytur af svæðinu.


c) Áslaug J. Jensdóttir fjallaði um mikilvægi þess að leiðréttingum verði komið jafnóðum á framfæri vegna rangra merkinga og upplýsinga í ferðabæklingum sem gefnir eru út af ýmsum aðilum á landinu.


d) Sigurður Hreinsson fjallaði um nýlega umfjöllun um að bændur fái að slátra heima og selja afurðir. Slíkt henti Vestfjörðum sérstaklega vel þar sem ekkert sláturhús er í fjórðungnum. Atvinnumálanefnd hvetur landbúnaðarnefnd til að fylgjast vel með málinu.


e) Kári Þór Jóhannsson spurðist fyrir um stöðu verkefna í Vestfjarðaskýrslunni og fjármagn til þeirra. Bæjarstjóri sagði frá því að mörg eru komin af stað en mikilvægt er að fylgja því vel eftir við alþingismenn og ríkisstjórn að tryggja fjármagn til allra verkefna. Einnig að nauðsynlegt er að hafa hugfast að verkefni í Vestfjarðaskýrslunni koma fram áður en niðurskurður aflaheimilda var tilkynntur og þess vegna er það sérstakt verkefni sem tilheyrir ekki svokölluðum mótvægisaðgerðum. Þær aðgerðir eru annað átak og munu verða kynntar jafnóðum af stjórnvöldum skv. upplýsingum ráðherra byggðamála. Hann hefur einnig tilkynnt að mótvægisaðgerðir eigi að vera ljósar áður en þing kemur saman í byrjun október.


Fleira ekki gert, fundarbókin upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50

Kristján G. Jóhannsson   


Áslaug Jóhanna Jensdóttir  


Sigurður Hreinsson


Guðmundur Þór Kristjánsson 


Halldór Halldórsson  


Kári Þór JóhannssonEr hægt að bæta efnið á síðunni?