Atvinnu- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 6. apríl 2011

Mættir: Ingólfur Þorleifsson, formaður, Benedikt Bjarnason, Sigurður Hreinsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins:

 

1. Reglur um frumkvöðlastyrki. 2011-02-0032

Nefndin felur upplýsingafulltrúa að breyta drögum að reglum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

2. Skoðanakönnun meðal atvinnurekenda. 2011-01-0013

Nefndin leggur til að ráðist verði í skoðanakönnun eftir þeim spurningalista sem gengið var frá á fundinum. Stefnt er að könnunum á hálfs árs fresti og þannig reynt að fá fram einhvers konar væntingarvísitölu atvinnulífs á svæðinu.

 

3. Erindi frá iðnaðarnefnd Alþingis - Umsögn um frumvarp til laga um ferðamálaáætlun 2011-2020, 467. mál. 2011-03-0159

Nefndin bendir á að frumvarpið gerir ráð fyrir mun betri samgöngum en til staðar eru á Vestfjörðum.  Án úrbóta á því sviði telur nefndin forsendur frumvarpsins brostnar. Að öðru leyti sér nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemdir við frumvarpið.

 

4. Önnur mál

 

  • Fundir með atvinnurekendum 2011-02-0031

Nefndin felur upplýsingafulltrúa að boða til fundar með atvinnurekendum föstudaginn 15. apríl næstkomandi.

 

  • Áskorun til sjávarútvegsráðherra

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fer þess á leit við bæjarstjórn að hún skori á sjávarútvegsráðherra að fara í heildarendurskoðun á nýtingu og vöktun á  rækjustofninum í Ísafjarðardjúpi, í samvinnu við heimamenn.


Veiðar og vinnsla á rækju úr Ísafjarðardjúpi hefur í  gegnum tíðina verið stóriðnaður og hefur á stundum skapað um eða yfir 100 ársverk á svæðinu. Aflaverðmæti ársafla miðað við meðalveiði úr stofninum má áætla í kringum 300 milljónir fyrir utan þá verðmætaaukningu sem verður við vinnslu, og munar svæðinu um minna. Í því ljósi verður að teljast algerlega óásættanlegt að vöktun á ástandi stofnsins og áhrif annarra stofna á rækjustofninn, skulu vera metið með nokkrum rannsóknartogum örfáa vor- og haustdaga.

 

Því er það tillaga nefndarinnar að gefin verði út rannsóknarveiðileyfi með það að markmiði að fá meiri vitneskju um hitastig sjávar, magn fisks á búsvæði rækjunnar, magn og dreifingu rækjustofnsins og aðra þá þætti sem áhrif kunna að hafa á stofnstærð rækjunnar og nýtingarmöguleika. Jafnframt er nauðsynlegt að kanna með hvaða hætti þeim veiðileyfum sem farin eru af svæðinu, verður komið aftur til heimamanna og tryggja með því að virðisaukinn af nýtingu stofnsins verði til að efla atvinnulíf og byggð á Vestfjörðum.

 

  • Fundur ríkisstjórnar á Ísafirði

Í tilefni af fundi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á Ísafirði 5. apríl 2011 vill atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsa yfir ánægju með þá áherslu sem ríkisstjórnin lagði á eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum.

 

Sérstaklega vill atvinnumálanefnd hvetja ríkisstjórnina til að fylgja eftir hugmyndum um úrbætur í raforkumálum, um lækkun húshitunarkostnaðar og um jöfnun flutningskostnaðar. Raunhæfar úrbætur í þessum málum munu styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum og auka samkeppnishæfni svæðisins.

 

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tveggja ára þróunar- og uppbyggingarverkefni í menntamálum og rannsóknum. Þar er stefnt að því að efla mannauð, samþætta og styrkja grunnstoðir og vinna að nýsköpun með samstarfi háskóla-, þekkingar- og fræðasetra á Vestfjörðum. Framtíð byggðar og atvinnulífs á Vestfjörðum byggir ekki síst á því að styrkja þær stofnanir og fyrirtæki sem byggja á rannsóknar- og þróunarvinnu. Það hefur sannast víða um heim að dyggur stuðningur ríkisvaldsins er ein forsenda uppbyggingar á þessu sviði.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18.00.

 

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður.

Sigurður Hreinsson.                                                                           

Benedikt Bjarnason.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?